Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 14:01 Svona sjá arkitektarnir fyrir sér Gufunesið. Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + Felixx Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun og í tillögu stofunnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.Tillöguhöfundar telja að Gufunes geti orðið einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild en meðal annars er gert ráð fyrir ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar. Skoða má vinningstillöguna nánar hér og hér.Svona sjá verðlaunahöfundar fyrir sér Gufunesið.Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + FelixxAlls bárust sex tillögur í hugmyndasamkeppninni og ákvað dómnefnd að veita tveimur öðrum tillögum sérstaka viðurkenningu. Hornsteinar arkitektar fengu viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða, ásamt Plús arkitektum og Landslagi sem fengu viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Báðar tillögurnar voru álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu. Allir þátttakendur í samkeppninni fá greitt fyrir tillögur sínar 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Verðlaunatillagan fær að auki eina milljón króna auk virðisaukaskatts. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu er ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela. Tengdar fréttir Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00 Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun og í tillögu stofunnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.Tillöguhöfundar telja að Gufunes geti orðið einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild en meðal annars er gert ráð fyrir ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar. Skoða má vinningstillöguna nánar hér og hér.Svona sjá verðlaunahöfundar fyrir sér Gufunesið.Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + FelixxAlls bárust sex tillögur í hugmyndasamkeppninni og ákvað dómnefnd að veita tveimur öðrum tillögum sérstaka viðurkenningu. Hornsteinar arkitektar fengu viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða, ásamt Plús arkitektum og Landslagi sem fengu viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Báðar tillögurnar voru álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu. Allir þátttakendur í samkeppninni fá greitt fyrir tillögur sínar 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Verðlaunatillagan fær að auki eina milljón króna auk virðisaukaskatts. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu er ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela.
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00 Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47
Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48
Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00
Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00