Viðskipti innlent

Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík

Linda Blöndal skrifar
Dagur B. Eggertsson og Gísli Gíslason við undirritunina í dag.
Dagur B. Eggertsson og Gísli Gíslason við undirritunina í dag. mynd/reykjavíkurborg
Skrifað var undir samninga í dag þess efnis að Reykjavíkurborg kaupi þrjár af lóðum Faxaflóahafa, lóð Áburðaverksmiðjunnar í Gufunesi, land á Geldinganesi og Eiðsvík sem er vík milli Viðeyjar, Gufuness og Geldinganess.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, skrifuðu undir samninginn í dag en kaupverð lóðanna eru 350 milljónir. Ekki er ljóst hver nýting á landinu verður en á vegum borgarinnar stendur yfir samkeppni um framtíðarskipulag Gufuness í Grafarvogi á einum koma þremur ferkílómetrum.

Stærð landsins í Eiðsvík eru 21 þúsund fermetrar og Geldingarnesið verður allt komið í eigu Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×