Innlent

Í samstarf um athafnasvæði

Svavar Hávarðsson skrifar
Miklir möguleikar tengjast uppbyggingu í Keflavík.
Miklir möguleikar tengjast uppbyggingu í Keflavík. vísir/stefán
Bæjarstjórarnir í Garði, Sandgerðisbæ og Reykjanesbæ hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um framtíðarskipulag og þróun athafnasvæðis umhverfis Keflavíkurflugvöll.

Í framhaldi af undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar tekur til starfa stýrihópur, skipaður bæjarstjórum sveitarfélaganna og einum kjörnum fulltrúa frá hverju þeirra. Stýrihópurinn mun leita samstarfs um verkefnið við ríkisvaldið og aðra þá aðila sem þurfa þykir.

Þá mun stýrihópurinn skila tillögum til sveitarfélaganna fyrir lok júní 2016, um afmörkun þess landsvæðis sem verkefnið nær yfir. Í framhaldi verður unnið að gerð samnings milli sveitarfélaganna og mögulegra samstarfsaðila um verkefnið og framgang þess. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×