Stefnir í mesta vöruskiptahalla frá hruni Höskuldur Kári Schram skrifar 6. júní 2016 18:45 Mikill viðsnúningur hefur orðið í vöruskiptum við útlönd á síðustu misserum og að óbreyttu bendir allt til þess að hallinn í ár verði sá mesti frá því fyrir hrun. Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir þetta ekki vera áhyggjuefni því tekjur af ferðaþjónustu vinni gegn þessum halla. Vöruskiptajöfnuður mælir verðmæti útflutnings og innflutnings og sé hann neikvæður þýðir það að Íslendingar eru að eyða meira í kaupa erlendar vörur en þeir fá fyrir sinn útflutning. Á árunum fyrir hrun var vöruskiptajöfnuðurinn almennt neikvæður. Þannig var hann neikvæður uppá tæpa 160 milljarða árið 2006 og rúma 92 milljarða árið 2007. Eftir hrun snerist dæmið hins vegar við og í sex ár í röð voru Íslendingar að flytja út meiri verðmæti en sem nam innflutningi. Á síðustu misserum hefur þetta verið að breytast á ný samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður upp á 30 milljarða og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs er hann neikvæður upp á 45 milljarða. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild HÍ segir þetta ekki vera áhyggjuefni. Sá vöxtur sem hafi einkennt ferðaþjónustuna undanfarin ár vinni gegn þessum halla. „Það er alveg rétt að það kom stutt tímabil þar sem vöruviðskiptin voru í miklum plús þegar innflutningur hrundi. Sérstaklega árið 2009 og 2010. En nú er innflutningurinn að glæðast talsvert og hraðar en útflutningurinn þannig að það er kominn smá mínus þarna. Það er í sjálfu sér ekki til þess að hafa áhyggjur af vegna þess að á móti kemur að þjónustuútflutningur hefur vaxið mjög mikið og munar þar mest um ferðamennskuna. Þannig að í heild eru viðskiptin við útlönd í plús og í sjálfu sér ekki útlit fyrir annað en að þau verði það á næstu árum,“ segir Gylfi Magnússon Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Mikill viðsnúningur hefur orðið í vöruskiptum við útlönd á síðustu misserum og að óbreyttu bendir allt til þess að hallinn í ár verði sá mesti frá því fyrir hrun. Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir þetta ekki vera áhyggjuefni því tekjur af ferðaþjónustu vinni gegn þessum halla. Vöruskiptajöfnuður mælir verðmæti útflutnings og innflutnings og sé hann neikvæður þýðir það að Íslendingar eru að eyða meira í kaupa erlendar vörur en þeir fá fyrir sinn útflutning. Á árunum fyrir hrun var vöruskiptajöfnuðurinn almennt neikvæður. Þannig var hann neikvæður uppá tæpa 160 milljarða árið 2006 og rúma 92 milljarða árið 2007. Eftir hrun snerist dæmið hins vegar við og í sex ár í röð voru Íslendingar að flytja út meiri verðmæti en sem nam innflutningi. Á síðustu misserum hefur þetta verið að breytast á ný samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður upp á 30 milljarða og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs er hann neikvæður upp á 45 milljarða. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild HÍ segir þetta ekki vera áhyggjuefni. Sá vöxtur sem hafi einkennt ferðaþjónustuna undanfarin ár vinni gegn þessum halla. „Það er alveg rétt að það kom stutt tímabil þar sem vöruviðskiptin voru í miklum plús þegar innflutningur hrundi. Sérstaklega árið 2009 og 2010. En nú er innflutningurinn að glæðast talsvert og hraðar en útflutningurinn þannig að það er kominn smá mínus þarna. Það er í sjálfu sér ekki til þess að hafa áhyggjur af vegna þess að á móti kemur að þjónustuútflutningur hefur vaxið mjög mikið og munar þar mest um ferðamennskuna. Þannig að í heild eru viðskiptin við útlönd í plús og í sjálfu sér ekki útlit fyrir annað en að þau verði það á næstu árum,“ segir Gylfi Magnússon
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira