Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sem segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera ávísun á stöðnun og útilokar ekki að skólinn þurfi að taka upp fjöldatakmarkanir til að bregðast við henni.

Í fréttunum verður einnig rætt við rannsóknarstjóra umferðarsviðs hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa sem segir að banaslysum í umferðinni sé ekki að fækka í takt við vonir nefndarinnar. Þá verður rætt við Guðrúnu Pétursdóttur, forsetaframbjóðanda um áherslur hennar og við verðum í beinni frá Laugardalsvelli þar sem síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×