Stærstur hluti Íslendinga vill hafa forsetaembætti Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júní 2016 05:00 Langflestir svarendur í könnuninni vilja hafa einhvern ábúanda á Bessastöðum. vísir/gva „Þetta segir mér kannski bara fyrst og fremst að það er yfirgnæfandi stuðningur við það í samfélaginu að hafa forsetaembætti áfram, hvað svo sem röddum um annað líður,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þessar niðurstöður sýna að einungis 12 prósent svarenda vilja að embætti forseta Íslands verði lagt niður, 78 prósent vilja það ekki, níu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni en 1 prósent neitar að svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að tæp 14 prósent vilja að forsetaembættið verði lagt niður. Rúm 86 prósent vilja það ekki. Fleiri karlar en konur sem afstöðu taka vilja að embættið verði lagt niður, eða 15,6 prósent á móti 11,7 prósentum.Grétar Þór segir þessar niðurstöður benda til þess að þjóðin vilji hafa forseta. „En svo er náttúrlega hitt að þjóðin er komin í forsetagírinn í aðdraganda kosninga. Það er ekkert útilokað að þú fengir aðeins lægri tölu ef þú værir á miðju kjörtímabili,“ segir Grétar Þór og ítrekar að fólk sé komið í ákveðinn gír. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Vilt þú að embætti forseta Íslands verði lagt niður? Svarmöguleikarnir voru já og nei. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 89,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Þetta segir mér kannski bara fyrst og fremst að það er yfirgnæfandi stuðningur við það í samfélaginu að hafa forsetaembætti áfram, hvað svo sem röddum um annað líður,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þessar niðurstöður sýna að einungis 12 prósent svarenda vilja að embætti forseta Íslands verði lagt niður, 78 prósent vilja það ekki, níu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni en 1 prósent neitar að svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að tæp 14 prósent vilja að forsetaembættið verði lagt niður. Rúm 86 prósent vilja það ekki. Fleiri karlar en konur sem afstöðu taka vilja að embættið verði lagt niður, eða 15,6 prósent á móti 11,7 prósentum.Grétar Þór segir þessar niðurstöður benda til þess að þjóðin vilji hafa forseta. „En svo er náttúrlega hitt að þjóðin er komin í forsetagírinn í aðdraganda kosninga. Það er ekkert útilokað að þú fengir aðeins lægri tölu ef þú værir á miðju kjörtímabili,“ segir Grétar Þór og ítrekar að fólk sé komið í ákveðinn gír. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Vilt þú að embætti forseta Íslands verði lagt niður? Svarmöguleikarnir voru já og nei. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 89,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira