Manneskjulegra fangelsi á Hólmsheiði Una Sighvatsdóttir skrifar 10. júní 2016 18:47 Það var sögulegur dagur á Hólmsheiði í dag, þegar tekið var í gagnið glænýtt fangelsi, hið fyrsta sem byggt er sem slíkt síðan Hegningarhúsið árið 1874. Á Hólmsheiði eru rými fyrir 56 fanga sem sæta gæsluvarðhaldi og einangrun auk sérstakrar álmu fyrir langtímavistun kvenna, en langtímavistun karla verður áfram á Litla-Hrauni. Innanríkisráðherra lýsti fangelsið formlega opnað í dag, þótt fyrstu fanganna sé ekki að vænta fyrr en síðsumars. Hún fagnaði tímamótunum en sagði tilfinningarnar blendnarÓlöf Nordöl innanríkisráðherra sagði það aldrei gleðilegt að þurfa að svipta fólk frelsi en að mikilvægt sé að leggja áherslu á betrun.Stórt skref inn í nútímann „Þetta er auðvitað fangelsi og hér koma menn og konur til að afplána refsivist, þannig að það er auðvitað mjög alvarlegur undirtónn í byggingu af þessu tagi. En það er líka mikilvægt að huga að betrunarþætti fangelsa og hér er sannarlega verið að stíga mjög stór skref inn í nútímann." Nýja fangelsið á sér margra áratuga aðdraganda, en það var Ögmundur Jónasson sem tók fyrstu skóflustunguna á Hólmsheiði sem dómsmálaráðherra árið 2013. Ögmundur skoðaði nýja fangelsið í dag. „Þetta er mikill ánægjudagur að þessu verki skuli nú lokið og fólki sem lokað er inni skuli boðnar upp á betri og manneskjulegri aðstæður sem að þetta fangelsi sannarlega býður upp á."Fangaklefi á Hólmsheiði. Þar eru rými fyrir 65 fanga.Aðstaða fyrir fjölskyldufólk Á Hólmsheiði er betur en áður hægt að aðskilja fanga eftir þörfum, bæði í mismunandi álmum og útivistarsvæðum. Þá er heimsóknaraðstaðan mun manneskjulegri en áður þekktist og meðal annars í boði lítil fjölskylduíbúð með leikvelli fyrir fanga til að umgangast börn sín.Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist vart trúa því að sá dagur væri loks runninn upp að nýtt fangelsi opni. „Maður er eiginlega bara orðlaus.“RIGHTÓnýtum fangelsum loks lokað Páll Winkel fangelsismálastjóri segir helstu breytinguna tvíþætta. „Annars vegar erum við búin að loka fangelsum sem töldust ónýt og var ekki heimilt að loka menn inni í. Svo erum við að opna hér fangelsi sem er öruggt og mannúðlegt og við fjölgum rýmunum um 30. Þannig að það er verið að bregðast við þessum vanda og ég held við séum nokkukrn veginn komin inn í 21. öldina.“ Páll segir mannúðlega nálgun í fangelsismálum vænlegri til árangurs. „Okkar verkefni er að frelsissvipta menn, en ekki að hafa aðbúnaðinn eins ömurlegan og mögulegt er. Við getum með þessu móti dregið úr því að mönnum líði illa og hjálpað fólki að komast aftur út í frelsið.“ Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Það var sögulegur dagur á Hólmsheiði í dag, þegar tekið var í gagnið glænýtt fangelsi, hið fyrsta sem byggt er sem slíkt síðan Hegningarhúsið árið 1874. Á Hólmsheiði eru rými fyrir 56 fanga sem sæta gæsluvarðhaldi og einangrun auk sérstakrar álmu fyrir langtímavistun kvenna, en langtímavistun karla verður áfram á Litla-Hrauni. Innanríkisráðherra lýsti fangelsið formlega opnað í dag, þótt fyrstu fanganna sé ekki að vænta fyrr en síðsumars. Hún fagnaði tímamótunum en sagði tilfinningarnar blendnarÓlöf Nordöl innanríkisráðherra sagði það aldrei gleðilegt að þurfa að svipta fólk frelsi en að mikilvægt sé að leggja áherslu á betrun.Stórt skref inn í nútímann „Þetta er auðvitað fangelsi og hér koma menn og konur til að afplána refsivist, þannig að það er auðvitað mjög alvarlegur undirtónn í byggingu af þessu tagi. En það er líka mikilvægt að huga að betrunarþætti fangelsa og hér er sannarlega verið að stíga mjög stór skref inn í nútímann." Nýja fangelsið á sér margra áratuga aðdraganda, en það var Ögmundur Jónasson sem tók fyrstu skóflustunguna á Hólmsheiði sem dómsmálaráðherra árið 2013. Ögmundur skoðaði nýja fangelsið í dag. „Þetta er mikill ánægjudagur að þessu verki skuli nú lokið og fólki sem lokað er inni skuli boðnar upp á betri og manneskjulegri aðstæður sem að þetta fangelsi sannarlega býður upp á."Fangaklefi á Hólmsheiði. Þar eru rými fyrir 65 fanga.Aðstaða fyrir fjölskyldufólk Á Hólmsheiði er betur en áður hægt að aðskilja fanga eftir þörfum, bæði í mismunandi álmum og útivistarsvæðum. Þá er heimsóknaraðstaðan mun manneskjulegri en áður þekktist og meðal annars í boði lítil fjölskylduíbúð með leikvelli fyrir fanga til að umgangast börn sín.Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist vart trúa því að sá dagur væri loks runninn upp að nýtt fangelsi opni. „Maður er eiginlega bara orðlaus.“RIGHTÓnýtum fangelsum loks lokað Páll Winkel fangelsismálastjóri segir helstu breytinguna tvíþætta. „Annars vegar erum við búin að loka fangelsum sem töldust ónýt og var ekki heimilt að loka menn inni í. Svo erum við að opna hér fangelsi sem er öruggt og mannúðlegt og við fjölgum rýmunum um 30. Þannig að það er verið að bregðast við þessum vanda og ég held við séum nokkukrn veginn komin inn í 21. öldina.“ Páll segir mannúðlega nálgun í fangelsismálum vænlegri til árangurs. „Okkar verkefni er að frelsissvipta menn, en ekki að hafa aðbúnaðinn eins ömurlegan og mögulegt er. Við getum með þessu móti dregið úr því að mönnum líði illa og hjálpað fólki að komast aftur út í frelsið.“
Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira