Borgarskákmótið fagnar 30 ára afmæli sínu Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Eins og sjá má eru þátttakendur á ýmsum aldri. Þetta er hraðskákmót með firmakeppnissniði – þannig að menn tefla hver um sig fyrir ákveðið fyrirtæki. Það eru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Þetta er eitt af fjölmennari hraðskákmótum ársins og markar upphafið á tímabilinu – þetta er fyrsti stóri viðburðurinn,“ segir Vigfús Óðinn Vigfússon úr Skákfélaginu Hugin, sem hefur höfuðstöðvar í Breiðholtinu og heldur mótið með Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið verður eins og áður segir 30 ára í ár en það var fyrst haldið árið 1986. Það fer venju samkvæmt fram í Ráðhúsi Reykjavíkur en fyrst um sinn var mótið þó útiskákmót á Lækjartorgi – en var fært í hús eftir slæma úrkomu á mótsdegi eitt árið. Það má gera ráð fyrir því að margir af okkar sterkustu skákmönnum taki þátt í mótinu, það er eitt best sótta skákmót hvers árs. Jón Viktor Gunnarsson vann mótið í fyrra en hann tefldi fyrir Malbikunarmiðstöðin Höfða. Það var hans þriðji sigur á mótinu en Arnar Gunnarsson er þó sigursælasti keppandi mótsins með fjóra sigra. Flestir sem hafa unnið mótið eru í dag stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar, þannig að þarna eigast engir aukvisar við. Þarna má sjá sigursæl nöfn eins og Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Ólafsson og Þröst Þórhallsson en þeir hafa allir unnið mótið þrisvar ásamt Jóni Viktori Gunnarssyni. Á mótinu má þó finna keppendur á öllum styrkleikastigum. „Þetta eru á bilinu 50 til 110 keppendur. Það er yfirleitt fjölmennara hjá okkur þegar efnahagsástandið er lakara – þetta byrjar klukkan fjögur og menn koma hlaupandi úr vinnunni, fá kannski að fara aðeins fyrr. Það getur verið að það mæti þarna stórmeistarar og sumir hafa augun á því. Það er raðað samkvæmt styrkleika þannig að þeir, sem er raðað um mitt bilið í styrkleika, gætu fengið stórmeistara í fyrstu umferð. Menn hafa gaman af því að spreyta sig á móti sterkum skákmönnum,“ Aldur keppenda er ákaflega fjölbreyttur, hver sem er getur skráð sig til móts og er skráningin ókeypis. „Þarna eru verið að tefla á ýmsum aldri. Þarna tefla krakkar frá sjö ára aldri upp í fólk um nírætt. Flestir sem eru í mótinu hafa þó verið á því áður, fæstir eru algjörir byrjendur. Ég sé þó nokkur nöfn skráð sem ég þekki ekki neitt, það eru alltaf einhverjir sem koma inn nýir,“ segir Vigfús að lokum. Mótið hefst í dag klukkan fjögur í Ráðhúsi Reykjavíkur með því að S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Þetta er hraðskákmót með firmakeppnissniði – þannig að menn tefla hver um sig fyrir ákveðið fyrirtæki. Það eru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Þetta er eitt af fjölmennari hraðskákmótum ársins og markar upphafið á tímabilinu – þetta er fyrsti stóri viðburðurinn,“ segir Vigfús Óðinn Vigfússon úr Skákfélaginu Hugin, sem hefur höfuðstöðvar í Breiðholtinu og heldur mótið með Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið verður eins og áður segir 30 ára í ár en það var fyrst haldið árið 1986. Það fer venju samkvæmt fram í Ráðhúsi Reykjavíkur en fyrst um sinn var mótið þó útiskákmót á Lækjartorgi – en var fært í hús eftir slæma úrkomu á mótsdegi eitt árið. Það má gera ráð fyrir því að margir af okkar sterkustu skákmönnum taki þátt í mótinu, það er eitt best sótta skákmót hvers árs. Jón Viktor Gunnarsson vann mótið í fyrra en hann tefldi fyrir Malbikunarmiðstöðin Höfða. Það var hans þriðji sigur á mótinu en Arnar Gunnarsson er þó sigursælasti keppandi mótsins með fjóra sigra. Flestir sem hafa unnið mótið eru í dag stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar, þannig að þarna eigast engir aukvisar við. Þarna má sjá sigursæl nöfn eins og Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Ólafsson og Þröst Þórhallsson en þeir hafa allir unnið mótið þrisvar ásamt Jóni Viktori Gunnarssyni. Á mótinu má þó finna keppendur á öllum styrkleikastigum. „Þetta eru á bilinu 50 til 110 keppendur. Það er yfirleitt fjölmennara hjá okkur þegar efnahagsástandið er lakara – þetta byrjar klukkan fjögur og menn koma hlaupandi úr vinnunni, fá kannski að fara aðeins fyrr. Það getur verið að það mæti þarna stórmeistarar og sumir hafa augun á því. Það er raðað samkvæmt styrkleika þannig að þeir, sem er raðað um mitt bilið í styrkleika, gætu fengið stórmeistara í fyrstu umferð. Menn hafa gaman af því að spreyta sig á móti sterkum skákmönnum,“ Aldur keppenda er ákaflega fjölbreyttur, hver sem er getur skráð sig til móts og er skráningin ókeypis. „Þarna eru verið að tefla á ýmsum aldri. Þarna tefla krakkar frá sjö ára aldri upp í fólk um nírætt. Flestir sem eru í mótinu hafa þó verið á því áður, fæstir eru algjörir byrjendur. Ég sé þó nokkur nöfn skráð sem ég þekki ekki neitt, það eru alltaf einhverjir sem koma inn nýir,“ segir Vigfús að lokum. Mótið hefst í dag klukkan fjögur í Ráðhúsi Reykjavíkur með því að S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira