Borgarskákmótið fagnar 30 ára afmæli sínu Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Eins og sjá má eru þátttakendur á ýmsum aldri. Þetta er hraðskákmót með firmakeppnissniði – þannig að menn tefla hver um sig fyrir ákveðið fyrirtæki. Það eru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Þetta er eitt af fjölmennari hraðskákmótum ársins og markar upphafið á tímabilinu – þetta er fyrsti stóri viðburðurinn,“ segir Vigfús Óðinn Vigfússon úr Skákfélaginu Hugin, sem hefur höfuðstöðvar í Breiðholtinu og heldur mótið með Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið verður eins og áður segir 30 ára í ár en það var fyrst haldið árið 1986. Það fer venju samkvæmt fram í Ráðhúsi Reykjavíkur en fyrst um sinn var mótið þó útiskákmót á Lækjartorgi – en var fært í hús eftir slæma úrkomu á mótsdegi eitt árið. Það má gera ráð fyrir því að margir af okkar sterkustu skákmönnum taki þátt í mótinu, það er eitt best sótta skákmót hvers árs. Jón Viktor Gunnarsson vann mótið í fyrra en hann tefldi fyrir Malbikunarmiðstöðin Höfða. Það var hans þriðji sigur á mótinu en Arnar Gunnarsson er þó sigursælasti keppandi mótsins með fjóra sigra. Flestir sem hafa unnið mótið eru í dag stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar, þannig að þarna eigast engir aukvisar við. Þarna má sjá sigursæl nöfn eins og Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Ólafsson og Þröst Þórhallsson en þeir hafa allir unnið mótið þrisvar ásamt Jóni Viktori Gunnarssyni. Á mótinu má þó finna keppendur á öllum styrkleikastigum. „Þetta eru á bilinu 50 til 110 keppendur. Það er yfirleitt fjölmennara hjá okkur þegar efnahagsástandið er lakara – þetta byrjar klukkan fjögur og menn koma hlaupandi úr vinnunni, fá kannski að fara aðeins fyrr. Það getur verið að það mæti þarna stórmeistarar og sumir hafa augun á því. Það er raðað samkvæmt styrkleika þannig að þeir, sem er raðað um mitt bilið í styrkleika, gætu fengið stórmeistara í fyrstu umferð. Menn hafa gaman af því að spreyta sig á móti sterkum skákmönnum,“ Aldur keppenda er ákaflega fjölbreyttur, hver sem er getur skráð sig til móts og er skráningin ókeypis. „Þarna eru verið að tefla á ýmsum aldri. Þarna tefla krakkar frá sjö ára aldri upp í fólk um nírætt. Flestir sem eru í mótinu hafa þó verið á því áður, fæstir eru algjörir byrjendur. Ég sé þó nokkur nöfn skráð sem ég þekki ekki neitt, það eru alltaf einhverjir sem koma inn nýir,“ segir Vigfús að lokum. Mótið hefst í dag klukkan fjögur í Ráðhúsi Reykjavíkur með því að S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Þetta er hraðskákmót með firmakeppnissniði – þannig að menn tefla hver um sig fyrir ákveðið fyrirtæki. Það eru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Þetta er eitt af fjölmennari hraðskákmótum ársins og markar upphafið á tímabilinu – þetta er fyrsti stóri viðburðurinn,“ segir Vigfús Óðinn Vigfússon úr Skákfélaginu Hugin, sem hefur höfuðstöðvar í Breiðholtinu og heldur mótið með Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið verður eins og áður segir 30 ára í ár en það var fyrst haldið árið 1986. Það fer venju samkvæmt fram í Ráðhúsi Reykjavíkur en fyrst um sinn var mótið þó útiskákmót á Lækjartorgi – en var fært í hús eftir slæma úrkomu á mótsdegi eitt árið. Það má gera ráð fyrir því að margir af okkar sterkustu skákmönnum taki þátt í mótinu, það er eitt best sótta skákmót hvers árs. Jón Viktor Gunnarsson vann mótið í fyrra en hann tefldi fyrir Malbikunarmiðstöðin Höfða. Það var hans þriðji sigur á mótinu en Arnar Gunnarsson er þó sigursælasti keppandi mótsins með fjóra sigra. Flestir sem hafa unnið mótið eru í dag stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar, þannig að þarna eigast engir aukvisar við. Þarna má sjá sigursæl nöfn eins og Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Ólafsson og Þröst Þórhallsson en þeir hafa allir unnið mótið þrisvar ásamt Jóni Viktori Gunnarssyni. Á mótinu má þó finna keppendur á öllum styrkleikastigum. „Þetta eru á bilinu 50 til 110 keppendur. Það er yfirleitt fjölmennara hjá okkur þegar efnahagsástandið er lakara – þetta byrjar klukkan fjögur og menn koma hlaupandi úr vinnunni, fá kannski að fara aðeins fyrr. Það getur verið að það mæti þarna stórmeistarar og sumir hafa augun á því. Það er raðað samkvæmt styrkleika þannig að þeir, sem er raðað um mitt bilið í styrkleika, gætu fengið stórmeistara í fyrstu umferð. Menn hafa gaman af því að spreyta sig á móti sterkum skákmönnum,“ Aldur keppenda er ákaflega fjölbreyttur, hver sem er getur skráð sig til móts og er skráningin ókeypis. „Þarna eru verið að tefla á ýmsum aldri. Þarna tefla krakkar frá sjö ára aldri upp í fólk um nírætt. Flestir sem eru í mótinu hafa þó verið á því áður, fæstir eru algjörir byrjendur. Ég sé þó nokkur nöfn skráð sem ég þekki ekki neitt, það eru alltaf einhverjir sem koma inn nýir,“ segir Vigfús að lokum. Mótið hefst í dag klukkan fjögur í Ráðhúsi Reykjavíkur með því að S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið