Borgarskákmótið fagnar 30 ára afmæli sínu Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Eins og sjá má eru þátttakendur á ýmsum aldri. Þetta er hraðskákmót með firmakeppnissniði – þannig að menn tefla hver um sig fyrir ákveðið fyrirtæki. Það eru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Þetta er eitt af fjölmennari hraðskákmótum ársins og markar upphafið á tímabilinu – þetta er fyrsti stóri viðburðurinn,“ segir Vigfús Óðinn Vigfússon úr Skákfélaginu Hugin, sem hefur höfuðstöðvar í Breiðholtinu og heldur mótið með Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið verður eins og áður segir 30 ára í ár en það var fyrst haldið árið 1986. Það fer venju samkvæmt fram í Ráðhúsi Reykjavíkur en fyrst um sinn var mótið þó útiskákmót á Lækjartorgi – en var fært í hús eftir slæma úrkomu á mótsdegi eitt árið. Það má gera ráð fyrir því að margir af okkar sterkustu skákmönnum taki þátt í mótinu, það er eitt best sótta skákmót hvers árs. Jón Viktor Gunnarsson vann mótið í fyrra en hann tefldi fyrir Malbikunarmiðstöðin Höfða. Það var hans þriðji sigur á mótinu en Arnar Gunnarsson er þó sigursælasti keppandi mótsins með fjóra sigra. Flestir sem hafa unnið mótið eru í dag stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar, þannig að þarna eigast engir aukvisar við. Þarna má sjá sigursæl nöfn eins og Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Ólafsson og Þröst Þórhallsson en þeir hafa allir unnið mótið þrisvar ásamt Jóni Viktori Gunnarssyni. Á mótinu má þó finna keppendur á öllum styrkleikastigum. „Þetta eru á bilinu 50 til 110 keppendur. Það er yfirleitt fjölmennara hjá okkur þegar efnahagsástandið er lakara – þetta byrjar klukkan fjögur og menn koma hlaupandi úr vinnunni, fá kannski að fara aðeins fyrr. Það getur verið að það mæti þarna stórmeistarar og sumir hafa augun á því. Það er raðað samkvæmt styrkleika þannig að þeir, sem er raðað um mitt bilið í styrkleika, gætu fengið stórmeistara í fyrstu umferð. Menn hafa gaman af því að spreyta sig á móti sterkum skákmönnum,“ Aldur keppenda er ákaflega fjölbreyttur, hver sem er getur skráð sig til móts og er skráningin ókeypis. „Þarna eru verið að tefla á ýmsum aldri. Þarna tefla krakkar frá sjö ára aldri upp í fólk um nírætt. Flestir sem eru í mótinu hafa þó verið á því áður, fæstir eru algjörir byrjendur. Ég sé þó nokkur nöfn skráð sem ég þekki ekki neitt, það eru alltaf einhverjir sem koma inn nýir,“ segir Vigfús að lokum. Mótið hefst í dag klukkan fjögur í Ráðhúsi Reykjavíkur með því að S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Þetta er hraðskákmót með firmakeppnissniði – þannig að menn tefla hver um sig fyrir ákveðið fyrirtæki. Það eru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Þetta er eitt af fjölmennari hraðskákmótum ársins og markar upphafið á tímabilinu – þetta er fyrsti stóri viðburðurinn,“ segir Vigfús Óðinn Vigfússon úr Skákfélaginu Hugin, sem hefur höfuðstöðvar í Breiðholtinu og heldur mótið með Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið verður eins og áður segir 30 ára í ár en það var fyrst haldið árið 1986. Það fer venju samkvæmt fram í Ráðhúsi Reykjavíkur en fyrst um sinn var mótið þó útiskákmót á Lækjartorgi – en var fært í hús eftir slæma úrkomu á mótsdegi eitt árið. Það má gera ráð fyrir því að margir af okkar sterkustu skákmönnum taki þátt í mótinu, það er eitt best sótta skákmót hvers árs. Jón Viktor Gunnarsson vann mótið í fyrra en hann tefldi fyrir Malbikunarmiðstöðin Höfða. Það var hans þriðji sigur á mótinu en Arnar Gunnarsson er þó sigursælasti keppandi mótsins með fjóra sigra. Flestir sem hafa unnið mótið eru í dag stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar, þannig að þarna eigast engir aukvisar við. Þarna má sjá sigursæl nöfn eins og Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Ólafsson og Þröst Þórhallsson en þeir hafa allir unnið mótið þrisvar ásamt Jóni Viktori Gunnarssyni. Á mótinu má þó finna keppendur á öllum styrkleikastigum. „Þetta eru á bilinu 50 til 110 keppendur. Það er yfirleitt fjölmennara hjá okkur þegar efnahagsástandið er lakara – þetta byrjar klukkan fjögur og menn koma hlaupandi úr vinnunni, fá kannski að fara aðeins fyrr. Það getur verið að það mæti þarna stórmeistarar og sumir hafa augun á því. Það er raðað samkvæmt styrkleika þannig að þeir, sem er raðað um mitt bilið í styrkleika, gætu fengið stórmeistara í fyrstu umferð. Menn hafa gaman af því að spreyta sig á móti sterkum skákmönnum,“ Aldur keppenda er ákaflega fjölbreyttur, hver sem er getur skráð sig til móts og er skráningin ókeypis. „Þarna eru verið að tefla á ýmsum aldri. Þarna tefla krakkar frá sjö ára aldri upp í fólk um nírætt. Flestir sem eru í mótinu hafa þó verið á því áður, fæstir eru algjörir byrjendur. Ég sé þó nokkur nöfn skráð sem ég þekki ekki neitt, það eru alltaf einhverjir sem koma inn nýir,“ segir Vigfús að lokum. Mótið hefst í dag klukkan fjögur í Ráðhúsi Reykjavíkur með því að S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira