Lífið

Nýr jólasmellur frá Siggu Beinteins

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Jæja þá er komið að því að kynna nýtt jólalag,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, á Facebook-síðu sinni en hún var rétt í þessu að gefa út nýtt jólalag.

„Þetta undur fallega lag er samið af Ingvari Alfreðssyni og textann á Friðrik Sturluson. Ég varð strax heilluð af þessu lagi og þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar ljúfmennið og snillingurinn hann Ingvar bað mig að syngja það inn fyrir sig. Vona að ykkur lítist vel á.“

Sigga Beinteins er árlega með jólatónleika sem eru nokkuð vinsælir en hér að neðan má hlusta á nýja smellinn frá henni, lagið Vetrarnótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.