Einn góðan veðurdag Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. júlí 2016 07:00 Ég heyrði á sunnudagsmorgni um daginn á Rás eitt Ríkisútvarpsins skemmtilegt samtal þeirra Jóns Ólafssonar og Ævars Kjartanssonar við Kristínu Jónsdóttur sagnfræðing sem kom mikið við sögu í Kvennaframboðinu og Kvennalistanum á sinni tíð og hefur skrifað um þessi framboð bókina „Hlustaðu á þína innri rödd“.Sakna Kvennó Eftir þáttinn fór ég að hlusta á mína innri rödd og fann að ég saknaði Kvennalistans; saknaði þess hvernig þær gátu stundum verið óvissar í sinni sök og leitandi í stað þess að knýja fram vilja sinn eins og við eigum að venjast frá stjórnmálamönnum, hvernig þær gátu einbeitt sér að því sem þær töldu skipta máli en hirtu síður um hitt; hvernig þær neituðu að láta eins og prófessjónal stjórnmálamenn; saknaði heilindanna sem einkenndi þær alltaf á hverju sem gekk, hugmyndanna, einlægninnar, andrúmsloftsins í kringum þær, fjörsins og leiksins sem var aldrei langt fjarri. Svei mér ef rifjaðist ekki upp fyrir mér um hvað stjórnmál eiga að snúast – ekki frama og völd og auð einhverra stertimenna eins og stundum mætti ætla þegar fylgst er með fréttum af pólitík – ekki um múgæsingar og þaulræktað hatur milli hópa og þjóða – ekki um þessi eilífu fundasköp og umræður um fundarstjórn forseta sem alltaf verið að ræða hér – og ekki um spælingaframleiðslu netfréttamennskunnar þar sem sífellt er verið að segja okkur frá nafngreindu fólki sem „hraunar yfir“ og „hjólar í“ samborgara sína eins og slíkt háttarlag sé í frásögur færandi eða háttur siðaðs fólks. Stjórnmál snúast um að leysa aðkallandi verkefni þannig að samfélagið gangi og verjast atlögum sérhagsmunaseggja sem vilja sölsa undir sig sameiginlegar eigur. Þau snúast um að láta skólana ganga og vegina vera opna. Þau snúast um spítalana og almenningsklósettin. Og svo framvegis.Hvar er draumurinn? En þau snúast líka um annað og meira, og kannski síður áþreifanlegt. Í grein í nýjasta hefti TMM færir Þröstur Ólafsson það í tal að vinstri menn hafi einhvers staðar í allri varnarbaráttunni gagnvart eyðingaröflum skefjalausrar markaðshyggju misst frá sér útópíuna sem er svo mikilvægur aflvaki í öllu pólitísku starfi – misst sjónar á framtíðinni. Vinstri menn hættu að sjá fyrir sér einn góðan veðurdag þegar allt verður gott. Verkalýðshreyfingin lítur á það sem sitt meginhlutverk að halda verðbólgu í skefjum, sem er virðingarvert, en það kemur stundum út eins og barátta hennar snúist fyrst og fremst um að halda launum almennings, millistéttarinnar, niðri. Verkalýðshreyfingin hefur líka verið svo föst í atvinnustefnu síðustu aldar að hún hefur ekki náð sambandi við samtök umhverfisverndarfólks, sem hafa gert að sínum mikilvægustu mál okkar tíma, sjálfa framtíð mannkyns á jörðinni. Og þannig mætti ganga á röðina og skoða samtök og flokka sem alþýðufólk kom á fót á síðustu öld í baráttunni um brauðið og lífsbjörgina. Neistinn dofnar og baráttan snýst um að halda í horfinu, láta ekki ganga á réttindi sem tók mikla elju að ná fram. En stjórnmál þurfa líka að snúast um einn góðan veðurdag. Þau þurfa að snúast um tilfinningu fyrir einhverjum áfangastað í ótilgreindri framtíð þar sem við viljum að afkomendur okkar geti átt gott líf; að barátta okkar leiði til þess að heimurinn verði svolítið betri, þar sem orð eins og „góður“ eru ekki notuð í niðrunarskyni af fólki sem aðhyllist hatur og ótta. Þau snúast um hamingjudrauminn. Flokkar eru valdastofnanir og útdeilingarstofur á gæði og þeir hafa tilhneigingu til að vilja viðhalda sér. Það gerðist til dæmis þegar Samfylkingin var stofnuð í kjölfar velgengni Reykjavíkurlistans. Þá voru lagðir niður þeir flokkar sem runnu saman – Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti og (Þjóðvaki, sem varla var annað en vettvangur fyrir framboð Jóhönnu Sigurðardóttur). Hinn eini sanni og eilífi fjórflokkur sem alltaf er á vinstri kantinum. Þetta gekk nokkuð vel, þangað til Alþýðubandalagsmenn notuðu fyrsta tækifærið sem gafst til að laumast út bakdyramegin og stofna VG, sinn gamla flokk með nýrri kennitölu sem væri laus við „kratana“. Og kratarnir gerðu allt sem þeir gátu til að breyta SF í Alþýðuflokkinn. Ég fór að hugsa um þetta eftir að ég hafði hlustað á hana Kristínu tala við þá Ævar og Jón í útvarpinu: Eiginlega var Kvennalistinn eini flokkurinn sem lagði sig niður af heilindum þegar Samfylkingin var stofnuð. Og þar starfa þær sumar enn, við góðan orðstír. En þær höfðu þetta í Kvennó – þessa tilfinningu fyrir einum góðum veðurdegi. Þessa starfsgleði þess sem starfar að stjórnmálum til að gera heiminn betri fyrir afkomendurna. Því fylgi einhver leikur, frjálsræði og fjör. Þetta andrúmsloft færðist svo yfir í Besta flokkinn og þaðan – vonandi – í Píratana. Kvennó var kannski eini flokkurinn sem lagði sig niður af heilindum við stofnun SF en andi þeirra og hugsjón er þó lífvænlegri en hinna flokkanna sem neituðu að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ég heyrði á sunnudagsmorgni um daginn á Rás eitt Ríkisútvarpsins skemmtilegt samtal þeirra Jóns Ólafssonar og Ævars Kjartanssonar við Kristínu Jónsdóttur sagnfræðing sem kom mikið við sögu í Kvennaframboðinu og Kvennalistanum á sinni tíð og hefur skrifað um þessi framboð bókina „Hlustaðu á þína innri rödd“.Sakna Kvennó Eftir þáttinn fór ég að hlusta á mína innri rödd og fann að ég saknaði Kvennalistans; saknaði þess hvernig þær gátu stundum verið óvissar í sinni sök og leitandi í stað þess að knýja fram vilja sinn eins og við eigum að venjast frá stjórnmálamönnum, hvernig þær gátu einbeitt sér að því sem þær töldu skipta máli en hirtu síður um hitt; hvernig þær neituðu að láta eins og prófessjónal stjórnmálamenn; saknaði heilindanna sem einkenndi þær alltaf á hverju sem gekk, hugmyndanna, einlægninnar, andrúmsloftsins í kringum þær, fjörsins og leiksins sem var aldrei langt fjarri. Svei mér ef rifjaðist ekki upp fyrir mér um hvað stjórnmál eiga að snúast – ekki frama og völd og auð einhverra stertimenna eins og stundum mætti ætla þegar fylgst er með fréttum af pólitík – ekki um múgæsingar og þaulræktað hatur milli hópa og þjóða – ekki um þessi eilífu fundasköp og umræður um fundarstjórn forseta sem alltaf verið að ræða hér – og ekki um spælingaframleiðslu netfréttamennskunnar þar sem sífellt er verið að segja okkur frá nafngreindu fólki sem „hraunar yfir“ og „hjólar í“ samborgara sína eins og slíkt háttarlag sé í frásögur færandi eða háttur siðaðs fólks. Stjórnmál snúast um að leysa aðkallandi verkefni þannig að samfélagið gangi og verjast atlögum sérhagsmunaseggja sem vilja sölsa undir sig sameiginlegar eigur. Þau snúast um að láta skólana ganga og vegina vera opna. Þau snúast um spítalana og almenningsklósettin. Og svo framvegis.Hvar er draumurinn? En þau snúast líka um annað og meira, og kannski síður áþreifanlegt. Í grein í nýjasta hefti TMM færir Þröstur Ólafsson það í tal að vinstri menn hafi einhvers staðar í allri varnarbaráttunni gagnvart eyðingaröflum skefjalausrar markaðshyggju misst frá sér útópíuna sem er svo mikilvægur aflvaki í öllu pólitísku starfi – misst sjónar á framtíðinni. Vinstri menn hættu að sjá fyrir sér einn góðan veðurdag þegar allt verður gott. Verkalýðshreyfingin lítur á það sem sitt meginhlutverk að halda verðbólgu í skefjum, sem er virðingarvert, en það kemur stundum út eins og barátta hennar snúist fyrst og fremst um að halda launum almennings, millistéttarinnar, niðri. Verkalýðshreyfingin hefur líka verið svo föst í atvinnustefnu síðustu aldar að hún hefur ekki náð sambandi við samtök umhverfisverndarfólks, sem hafa gert að sínum mikilvægustu mál okkar tíma, sjálfa framtíð mannkyns á jörðinni. Og þannig mætti ganga á röðina og skoða samtök og flokka sem alþýðufólk kom á fót á síðustu öld í baráttunni um brauðið og lífsbjörgina. Neistinn dofnar og baráttan snýst um að halda í horfinu, láta ekki ganga á réttindi sem tók mikla elju að ná fram. En stjórnmál þurfa líka að snúast um einn góðan veðurdag. Þau þurfa að snúast um tilfinningu fyrir einhverjum áfangastað í ótilgreindri framtíð þar sem við viljum að afkomendur okkar geti átt gott líf; að barátta okkar leiði til þess að heimurinn verði svolítið betri, þar sem orð eins og „góður“ eru ekki notuð í niðrunarskyni af fólki sem aðhyllist hatur og ótta. Þau snúast um hamingjudrauminn. Flokkar eru valdastofnanir og útdeilingarstofur á gæði og þeir hafa tilhneigingu til að vilja viðhalda sér. Það gerðist til dæmis þegar Samfylkingin var stofnuð í kjölfar velgengni Reykjavíkurlistans. Þá voru lagðir niður þeir flokkar sem runnu saman – Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti og (Þjóðvaki, sem varla var annað en vettvangur fyrir framboð Jóhönnu Sigurðardóttur). Hinn eini sanni og eilífi fjórflokkur sem alltaf er á vinstri kantinum. Þetta gekk nokkuð vel, þangað til Alþýðubandalagsmenn notuðu fyrsta tækifærið sem gafst til að laumast út bakdyramegin og stofna VG, sinn gamla flokk með nýrri kennitölu sem væri laus við „kratana“. Og kratarnir gerðu allt sem þeir gátu til að breyta SF í Alþýðuflokkinn. Ég fór að hugsa um þetta eftir að ég hafði hlustað á hana Kristínu tala við þá Ævar og Jón í útvarpinu: Eiginlega var Kvennalistinn eini flokkurinn sem lagði sig niður af heilindum þegar Samfylkingin var stofnuð. Og þar starfa þær sumar enn, við góðan orðstír. En þær höfðu þetta í Kvennó – þessa tilfinningu fyrir einum góðum veðurdegi. Þessa starfsgleði þess sem starfar að stjórnmálum til að gera heiminn betri fyrir afkomendurna. Því fylgi einhver leikur, frjálsræði og fjör. Þetta andrúmsloft færðist svo yfir í Besta flokkinn og þaðan – vonandi – í Píratana. Kvennó var kannski eini flokkurinn sem lagði sig niður af heilindum við stofnun SF en andi þeirra og hugsjón er þó lífvænlegri en hinna flokkanna sem neituðu að fara.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar