Innlent

Nafn mannsins sem lést í slysi í Árbænum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var 75 ára þegar hann lést.
Maðurinn var 75 ára þegar hann lést. Vísir
Maðurinn sem lést í slysi í Árbænum laugardaginn 2. júlí hét Eyjólfur Þórðarson, til heimilis að Hraunbæ 128 í Reykjavík. Hann var 75 ára að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

 

Eyjólfur lést er vörubifreið, sem hann var að gera við, rann á hann. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem óskaði eftir vitnum að atvikinu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa engin vitni gefið sig fram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×