Handboltamennirnir Janus Daði Smárason og Brynjólfur Snær hafa framlengt samninga sína við Hauka til ársins 2017.
Janus Daði kom til Hauka frá Århus Håndbold í Danmörku fyrir síðasta tímabil og átti stóran þátt í því að Hafnarfjarðarliðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.
Janus Daði hefur spilað mjög vel fyrir Hauka í vetur en hann er næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 124 mörk. Aðeins FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson hefur skorað fleiri mörk í vetur (134).
Brynjólfur Snær, sem er uppalinn hjá Haukum, hefur sömuleiðis átt gott tímabil en hann hefur skorað 28 mörk úr hægra horninu í vetur.
Haukar mæta Aftureldingu í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins klukkan 16:00 í dag.
Lykilmenn framlengja við Hauka
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn




