Fríar tannlækningar? Slæm hugmynd Guðmundur Edgarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Píratar samþykktu nýlega þá stefnuyfirlýsingu að tannlækningar skyldu framvegis verða niðurgreiddar að fullu. Gallinn er hins vegar sá að góðmennskan ein dugar skammt til að sjá fyrir afleiðingar hugmynda sem byggja á óskhyggju fremur en raunhyggju. Gjaldfrjálsar tannlækningar eru því miður enn eitt dæmið um slíkar hugmyndir eins og hér verður nú reifað.Kostnaður ríkisins snarhækkar Ef tannhirða er góð og neyslu sælgætis og gosdrykkja stillt í hóf, þá eru takmarkaðar líkur á að fá tannskemmdir, a.m.k. af því tagi sem verða íþyngjandi vegna kostnaðar. Því er eðlilegt að fólk beri sjálft ábyrgð á tannheilsu sinni en varpi henni ekki yfir á samborgara sína. Þótt tannskemmdir einar og sér ýti við fólki til að hugsa vel um tennur sínar þá hefur kostnaður vegna hugsanlegra tannviðgerða einnig fælingarmátt. Ef sá þáttur er tekinn út, slaknar á þeirri umhirðu sem góð tannheilsa krefst. Því má búast við að tannskemmdum fjölgi í kjölfarið með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ennfremur er sennilegt að tannlæknar muni smám saman hækka verð þar sem ekki þarf lengur að horfa beint framan í kúnnann í samkeppnisumhverfi heldur ávísa reikningnum á andlitslausa ríkisstofnun.Aukum samkeppni Skilvirkasta leiðin til að ná niður kostnaði vegna tannskemmda er að auka frelsi og samkeppni. Hér á landi hafa lengi tíðkast stífar fjöldatakmarkanir í tannlæknanám. Að minnsta kosti er ljóst að fjöldi tannlækna hér á landi væri mun meiri ef þeim flöskuhálsi væri rutt úr vegi. Þá yrði samkeppni tannlækna mun meiri sem svo aftur myndi leiða til lægra verðs.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Píratar samþykktu nýlega þá stefnuyfirlýsingu að tannlækningar skyldu framvegis verða niðurgreiddar að fullu. Gallinn er hins vegar sá að góðmennskan ein dugar skammt til að sjá fyrir afleiðingar hugmynda sem byggja á óskhyggju fremur en raunhyggju. Gjaldfrjálsar tannlækningar eru því miður enn eitt dæmið um slíkar hugmyndir eins og hér verður nú reifað.Kostnaður ríkisins snarhækkar Ef tannhirða er góð og neyslu sælgætis og gosdrykkja stillt í hóf, þá eru takmarkaðar líkur á að fá tannskemmdir, a.m.k. af því tagi sem verða íþyngjandi vegna kostnaðar. Því er eðlilegt að fólk beri sjálft ábyrgð á tannheilsu sinni en varpi henni ekki yfir á samborgara sína. Þótt tannskemmdir einar og sér ýti við fólki til að hugsa vel um tennur sínar þá hefur kostnaður vegna hugsanlegra tannviðgerða einnig fælingarmátt. Ef sá þáttur er tekinn út, slaknar á þeirri umhirðu sem góð tannheilsa krefst. Því má búast við að tannskemmdum fjölgi í kjölfarið með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ennfremur er sennilegt að tannlæknar muni smám saman hækka verð þar sem ekki þarf lengur að horfa beint framan í kúnnann í samkeppnisumhverfi heldur ávísa reikningnum á andlitslausa ríkisstofnun.Aukum samkeppni Skilvirkasta leiðin til að ná niður kostnaði vegna tannskemmda er að auka frelsi og samkeppni. Hér á landi hafa lengi tíðkast stífar fjöldatakmarkanir í tannlæknanám. Að minnsta kosti er ljóst að fjöldi tannlækna hér á landi væri mun meiri ef þeim flöskuhálsi væri rutt úr vegi. Þá yrði samkeppni tannlækna mun meiri sem svo aftur myndi leiða til lægra verðs.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar