Leigumarkaður frá helvíti Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 09:00 Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði. Af tveimur slæmum kostum virðist skárra að kaupa sér fasteign og borga af henni en að vera á leigumarkaði enda er leiga í dag yfirgengilega há hvert sem leitað er. Vissulega þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kaupa sér húsnæði og við eigum eftir fremsta megni að reyna að auðvelda það fyrir fólki. Við þurfum hinsvegar líka og ekki síður að búa þannig um málin að hér sé starfræktur heilbrigður leigumarkaður þar sem fólk þurfi ekki að punga aleigunni út hver mánaðamót til að hafa skjól yfir höfuðið. Það eru allltaf ákveðnir hópar sem koma til með að vera á leigumarkaði. Sumir gætu hugsað sér að eignast húsnæði seinna meir en kjósa að vera á leigumarkaði tímabundið vegna náms eða annarra aðstæðna sem kalla á að hægt sé að flytja með litlum fyrirvara. Öðrum gæti þótt það kostur að geta flakkað á milli hverfa og prufað að búa í mismunandi íbúðum, jafnvel í mismunandi bæjarfélögum yfir ævina eða gætu hugsað sér að flytja til útlanda seinna meir og þá þvælist fasteign bara fyrir. Þá eru það þeir sem hafa einfaldlega ekki tök á að kaupa sér fasteign og eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun, njóta ekki lánstraust eða standast ekki greiðslumat. Að lokum ber að nefna að tímarnir hafa breyst og þarfir og draumar fólks með. Mikið af fólki í dag vill heldur fjárfesta í upplifunum, safna sér allskonar reynslu í reynslubankann og ferðast frekar en að fjárfesta í steinsteypuklumpi. Fyrir mitt leyti væri ég ekki að hugleiða að kaupa fasteign nema til þess að flýja það helvíti sem þessi leigumarkaður er. Fólk þarf að eiga raunverulegt val á milli þess að vera á leigumarkaði og að kaupa sér fasteign en ekki vera þvingað í að kaupa fasteign til þess eins að flýja leigumarkaðinn. Eins og staðan er núna er hvort tveggja ómögulegt fyrir stóran hóp fólks og það þarf að laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði. Af tveimur slæmum kostum virðist skárra að kaupa sér fasteign og borga af henni en að vera á leigumarkaði enda er leiga í dag yfirgengilega há hvert sem leitað er. Vissulega þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kaupa sér húsnæði og við eigum eftir fremsta megni að reyna að auðvelda það fyrir fólki. Við þurfum hinsvegar líka og ekki síður að búa þannig um málin að hér sé starfræktur heilbrigður leigumarkaður þar sem fólk þurfi ekki að punga aleigunni út hver mánaðamót til að hafa skjól yfir höfuðið. Það eru allltaf ákveðnir hópar sem koma til með að vera á leigumarkaði. Sumir gætu hugsað sér að eignast húsnæði seinna meir en kjósa að vera á leigumarkaði tímabundið vegna náms eða annarra aðstæðna sem kalla á að hægt sé að flytja með litlum fyrirvara. Öðrum gæti þótt það kostur að geta flakkað á milli hverfa og prufað að búa í mismunandi íbúðum, jafnvel í mismunandi bæjarfélögum yfir ævina eða gætu hugsað sér að flytja til útlanda seinna meir og þá þvælist fasteign bara fyrir. Þá eru það þeir sem hafa einfaldlega ekki tök á að kaupa sér fasteign og eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun, njóta ekki lánstraust eða standast ekki greiðslumat. Að lokum ber að nefna að tímarnir hafa breyst og þarfir og draumar fólks með. Mikið af fólki í dag vill heldur fjárfesta í upplifunum, safna sér allskonar reynslu í reynslubankann og ferðast frekar en að fjárfesta í steinsteypuklumpi. Fyrir mitt leyti væri ég ekki að hugleiða að kaupa fasteign nema til þess að flýja það helvíti sem þessi leigumarkaður er. Fólk þarf að eiga raunverulegt val á milli þess að vera á leigumarkaði og að kaupa sér fasteign en ekki vera þvingað í að kaupa fasteign til þess eins að flýja leigumarkaðinn. Eins og staðan er núna er hvort tveggja ómögulegt fyrir stóran hóp fólks og það þarf að laga.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun