Á skjön við raunveruleikann Einar Örn Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Að undanförnu hafa birst greinar í fjölmiðlum, m.a. í Fréttablaðinu, eftir Gunnlaug Stefánsson frá Heydölum þar sem hann viðrar skoðanir sínar á uppbyggingu laxeldis í fjörðum landsins. Gunnlaugur lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af ástandi sem hann telur í einlægni sinni vera uppi. Mikilvægt er að menn eigi skoðanaskipti um mikilvæg málefni og fátt er hollara fyrir atvinnugreinar en að umræða sé virk um eðlisþætti þeirra og alla umgjörð. Til að slík umræða skili árangri og sé uppbyggileg þá er nauðsynlegt að hún sé upplýst og ígrunduð. Því miður hefur öll umfjöllun Gunnlaugs haft á sér sama yfirbragð sem einkennist af fjandsamlegu viðhorfi í garð laxeldis sem virðist eiga rót að rekja til verulegrar vanþekkingar hans á málaflokknum og eðli þeirrar starfsemi sem hér um ræðir. Við lestur greina sem tengjast nafni hans kemur fljótlega í ljós að grundvallarhugmyndir Gunnlaugs eru á skjön við raunveruleikann eins og sjá má í fullyrðingu hans um að í eldinu verði notast við „erfðabreyttan norskan lax“. Þeir sem kynnt hafa sér málið vita að ekki stendur til að notast við erfðabreyttan lax heldur kynbættan. Stór munur er þar á. Í viðtali í Bændablaðinu nú í sumar sagði Gunnlaugur: „Það tíðkast hvergi nema hér á landi að fyrirtækin hafa algjörlega frían aðgang að sjó, þau eru hér að setja upp ábatasama atvinnustarfsemi og hafa alveg frítt spil, helga sér svæði um alla firði án þess að greiða krónu fyrir.“ Gunnlaugi er það þyrnir í augum að félögin fái „frían aðgang að sjó“ til að setja upp ábátasama atvinnustarfsemi. Það er mikilvægt að hafa í huga að hér er um gríðarlega kostnaðarsama uppbyggingu einkaaðila á nýjum atvinnuvegi að ræða. Með tilkomu laxeldis skapast störf í hinum dreifðu byggðum, starfsemin styrkir innviði samfélaganna og er jafnframt gjaldeyrisskapandi. Félögin greiða þegar gjöld fyrir starfs- og rekstrarleyfi. Líti menn til Noregs þar sem öflugasta laxeldi í heimi er rekið þá voru veitt þar starfs- og rekstrarleyfi í áratugi gegn vægum greiðslum þar til eldið var orðið arðbær atvinnugrein þar í landi. Á það er jafnframt að líta að félögin hafa ekki „frítt spil“ til að „helga sér svæði“.Gagnsætt ferli Stofnanir ríkisins veita aðilum heimild til að nýta mjög afmörkuð hafsvæði að vel könnuðu máli og í kjölfar umfangsmikils ferlis þar sem fjöldi hámenntaðra sérfræðinga hefur aðkomu að málinu. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. ágúst segir Gunnlaugur: „Verið er að undirbúa risalaxeldi í austfirskum fjörðum upp á 75 þúsund tonn. Ef öll sú framleiðsla verður að veruleika, þá munu a.m.k. 75 þúsund laxar sleppa úr austfirskum kvíum á ári.“ Hér gætir misskilnings hjá Gunnlaugi því fyrir það fyrsta eru tölur um sleppingar sem hann vísar í úr samhengi við veruleikann. Sleppingar í norsku laxeldi eru 0,06% af heildarfjölda fiska en ekki einn lax fyrir hvert framleitt tonn. Á það er jafnframt að líta að þegar rætt er um sleppingar í laxeldi þá er litið til meðaltalstalna úr heildareldi og inni í þeim tölum eru heildarslysasleppingar. Það að rekin sé eldisstöð í firði þýðir alls ekki að það sleppi að jafnaði frá henni ákveðinn fjöldi fiska árlega í hlutfalli við framleiðslu. Í viðtali við Gunnlaug í Bændablaðinu segir hann: „Alþingismenn og íslensk umhverfissamtök, flest hver, sofa værum blundi og virðast láta sér þessa aðför að lífríki náttúrunnar í léttu rúmi liggja.“ Gæti verið að þessi sofandaháttur sem Gunnlaugur sakar aðra um eigi rót sína að rekja til þess að vel menntaðir sérfræðingar séu annarrar skoðunar en hann? Gæti verið að þeir sem kynnt hafa sér málin sjái ekki þá ógn sem leikmaðurinn Gunnlaugur upplifir?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst greinar í fjölmiðlum, m.a. í Fréttablaðinu, eftir Gunnlaug Stefánsson frá Heydölum þar sem hann viðrar skoðanir sínar á uppbyggingu laxeldis í fjörðum landsins. Gunnlaugur lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af ástandi sem hann telur í einlægni sinni vera uppi. Mikilvægt er að menn eigi skoðanaskipti um mikilvæg málefni og fátt er hollara fyrir atvinnugreinar en að umræða sé virk um eðlisþætti þeirra og alla umgjörð. Til að slík umræða skili árangri og sé uppbyggileg þá er nauðsynlegt að hún sé upplýst og ígrunduð. Því miður hefur öll umfjöllun Gunnlaugs haft á sér sama yfirbragð sem einkennist af fjandsamlegu viðhorfi í garð laxeldis sem virðist eiga rót að rekja til verulegrar vanþekkingar hans á málaflokknum og eðli þeirrar starfsemi sem hér um ræðir. Við lestur greina sem tengjast nafni hans kemur fljótlega í ljós að grundvallarhugmyndir Gunnlaugs eru á skjön við raunveruleikann eins og sjá má í fullyrðingu hans um að í eldinu verði notast við „erfðabreyttan norskan lax“. Þeir sem kynnt hafa sér málið vita að ekki stendur til að notast við erfðabreyttan lax heldur kynbættan. Stór munur er þar á. Í viðtali í Bændablaðinu nú í sumar sagði Gunnlaugur: „Það tíðkast hvergi nema hér á landi að fyrirtækin hafa algjörlega frían aðgang að sjó, þau eru hér að setja upp ábatasama atvinnustarfsemi og hafa alveg frítt spil, helga sér svæði um alla firði án þess að greiða krónu fyrir.“ Gunnlaugi er það þyrnir í augum að félögin fái „frían aðgang að sjó“ til að setja upp ábátasama atvinnustarfsemi. Það er mikilvægt að hafa í huga að hér er um gríðarlega kostnaðarsama uppbyggingu einkaaðila á nýjum atvinnuvegi að ræða. Með tilkomu laxeldis skapast störf í hinum dreifðu byggðum, starfsemin styrkir innviði samfélaganna og er jafnframt gjaldeyrisskapandi. Félögin greiða þegar gjöld fyrir starfs- og rekstrarleyfi. Líti menn til Noregs þar sem öflugasta laxeldi í heimi er rekið þá voru veitt þar starfs- og rekstrarleyfi í áratugi gegn vægum greiðslum þar til eldið var orðið arðbær atvinnugrein þar í landi. Á það er jafnframt að líta að félögin hafa ekki „frítt spil“ til að „helga sér svæði“.Gagnsætt ferli Stofnanir ríkisins veita aðilum heimild til að nýta mjög afmörkuð hafsvæði að vel könnuðu máli og í kjölfar umfangsmikils ferlis þar sem fjöldi hámenntaðra sérfræðinga hefur aðkomu að málinu. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. ágúst segir Gunnlaugur: „Verið er að undirbúa risalaxeldi í austfirskum fjörðum upp á 75 þúsund tonn. Ef öll sú framleiðsla verður að veruleika, þá munu a.m.k. 75 þúsund laxar sleppa úr austfirskum kvíum á ári.“ Hér gætir misskilnings hjá Gunnlaugi því fyrir það fyrsta eru tölur um sleppingar sem hann vísar í úr samhengi við veruleikann. Sleppingar í norsku laxeldi eru 0,06% af heildarfjölda fiska en ekki einn lax fyrir hvert framleitt tonn. Á það er jafnframt að líta að þegar rætt er um sleppingar í laxeldi þá er litið til meðaltalstalna úr heildareldi og inni í þeim tölum eru heildarslysasleppingar. Það að rekin sé eldisstöð í firði þýðir alls ekki að það sleppi að jafnaði frá henni ákveðinn fjöldi fiska árlega í hlutfalli við framleiðslu. Í viðtali við Gunnlaug í Bændablaðinu segir hann: „Alþingismenn og íslensk umhverfissamtök, flest hver, sofa værum blundi og virðast láta sér þessa aðför að lífríki náttúrunnar í léttu rúmi liggja.“ Gæti verið að þessi sofandaháttur sem Gunnlaugur sakar aðra um eigi rót sína að rekja til þess að vel menntaðir sérfræðingar séu annarrar skoðunar en hann? Gæti verið að þeir sem kynnt hafa sér málin sjái ekki þá ógn sem leikmaðurinn Gunnlaugur upplifir?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar