Ég held með Liverpool Gunnar Ómarsson skrifar 25. ágúst 2016 13:35 Ég hef haldið með Liverpool frá því ég var fimm ára. Þegar ég byrjaði að halda með Liverpool voru leikir sýndir eftir á, í svart/hvítu sjónvarpi með Bjarna Fel. Síðan þá hefur margt breyst, bæði hjá Liverpool og eins hjá mér en alltaf held ég með mínu liði. Áhugi á pólitík og þjóðfélagsmálum hefur ekki varað jafn lengi en upp úr tvítugu kviknaði áhugi á þjóðfélaginu okkar og smátt og smátt hefur pólitísk vitund mín vaxið. Ég kaus Flokk mannsins þegar ég var átján ára og síðan þá hef ég kosið flesta af þessum helstu flokkum landsins. Þessi munur, á enska boltanum og íslenskri pólitík, er einmitt það sem mig langar að bera saman. Fyrir mér er enski boltinn áhugamál, ég held með mínu liði, spjalla um það og boltann almennt, horfi á leiki, gleymi mér og er hluti af „liðinu“. Þau ykkar sem fylgdust með „strákunum okkar“, Íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í sumar, upplifðuð eflaust stemminguna í kring um það allt. Gleði, eftirvænting, svekkelsi og eiginlega bara allur tilfinningaskalinn, já og samheldnin. Þannig líður mér með Liverpool ☺ þetta er mér hjartans mál, eins og eflaust áhugamál margra eru fyrir þeim. En þegar mótið er búið, þegar Liverpool tapar, þá keyri ég heim, knúsa konuna mína og held áfram með lífið. Því áhugamál eru jú bara til dægrarstyttingar og hafa engin bein áhrif á daglegt líf. Aftur að pólitíkinni. Ég les um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, fylgist með fréttum og spjalla við fólk um það sem er efst á baugi hverju sinni. Málin geta verið rökrædd í pottinum og fólk skiptist á skoðunum. Í seinni tíð fara þessi skoðanaskipti mikið fram á netinu og verða oft mjög hörð og jafnvel virkilega dónaleg. Á fjögurra ára fresti kýs ég flokk, vel mér stjórnmálaafl og set „x“ við einhvern bókstaf. Fer svo heim og knúsa konuna mína. En hér er allur munurinn á, því þessi athöfn hefur afgerandi áhrif á líf mitt. Þarna er ég að velja það fólk sem tekur ákvarðanir um hvernig þjóðfélagi okkar verður stýrt næstu fjögur árin. Hvað verður lagt áherslur á og hvað ekki, hvar peningarnir verða til fyrir þjóðarbúið og hvernig þeim verður varið. Auðvitað held ég bara áfram að lifa mínu lífi en pólitíkin hefur augljóslega meiri áhrif á það heldur en fótboltinn. Fyrir mér er þetta svolítið samanburður á hjartanu og heilanum, áhugamáli og alvöru lífsins. Ég held með mínu liði gegn um súrt og sætt. Leikir tapast og leikmenn gera mistök, jafnvel sjálfsmörk en ég hvet þá samt áfram og styð mitt lið. Þegar það gengur virkilega illa dofnar kannski áhuginn og ég fer að leggja meiri rækt við önnur áhugamál. Í pólitík gerir fólk líka mistök og tekur óvinsælar ákvarðanir, þannig er lífið. En ef ákveðinn stjórnmálaflokkur er ítrekað að taka ákvarðanir sem stangast á við mín gildi þá kýs ég ekki þann flokk. Ef stjórnmálamenn gera ítrekað mistök þá ber mér ekkert að „halda með“ þeim. Stjórnmál er ekki áhugamál, einhver flokkur er ekki „mitt lið“, ef flokkurinn spilar illa þá hefur það áhrif á líf mitt. Það sem meira er, alþingismenn eru mínir starfsmenn og ef þeir standa sig ekki þá ber mér trauðla skylda til að halda með þeim, ég kýs nýtt fólk í starfið.Ef starfsmaður fer gegn stefnu fyrirtækisins er honum varla stætt í starfi. Ef starfsmaður er uppvís að lygi eða þjófnaði þá er hann látinn fara.Þetta er ekki flókið. Ef stjórnmálamaðurinn er ekki að standa sig þá kýs ég nýtt fólk í starfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ég hef haldið með Liverpool frá því ég var fimm ára. Þegar ég byrjaði að halda með Liverpool voru leikir sýndir eftir á, í svart/hvítu sjónvarpi með Bjarna Fel. Síðan þá hefur margt breyst, bæði hjá Liverpool og eins hjá mér en alltaf held ég með mínu liði. Áhugi á pólitík og þjóðfélagsmálum hefur ekki varað jafn lengi en upp úr tvítugu kviknaði áhugi á þjóðfélaginu okkar og smátt og smátt hefur pólitísk vitund mín vaxið. Ég kaus Flokk mannsins þegar ég var átján ára og síðan þá hef ég kosið flesta af þessum helstu flokkum landsins. Þessi munur, á enska boltanum og íslenskri pólitík, er einmitt það sem mig langar að bera saman. Fyrir mér er enski boltinn áhugamál, ég held með mínu liði, spjalla um það og boltann almennt, horfi á leiki, gleymi mér og er hluti af „liðinu“. Þau ykkar sem fylgdust með „strákunum okkar“, Íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í sumar, upplifðuð eflaust stemminguna í kring um það allt. Gleði, eftirvænting, svekkelsi og eiginlega bara allur tilfinningaskalinn, já og samheldnin. Þannig líður mér með Liverpool ☺ þetta er mér hjartans mál, eins og eflaust áhugamál margra eru fyrir þeim. En þegar mótið er búið, þegar Liverpool tapar, þá keyri ég heim, knúsa konuna mína og held áfram með lífið. Því áhugamál eru jú bara til dægrarstyttingar og hafa engin bein áhrif á daglegt líf. Aftur að pólitíkinni. Ég les um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, fylgist með fréttum og spjalla við fólk um það sem er efst á baugi hverju sinni. Málin geta verið rökrædd í pottinum og fólk skiptist á skoðunum. Í seinni tíð fara þessi skoðanaskipti mikið fram á netinu og verða oft mjög hörð og jafnvel virkilega dónaleg. Á fjögurra ára fresti kýs ég flokk, vel mér stjórnmálaafl og set „x“ við einhvern bókstaf. Fer svo heim og knúsa konuna mína. En hér er allur munurinn á, því þessi athöfn hefur afgerandi áhrif á líf mitt. Þarna er ég að velja það fólk sem tekur ákvarðanir um hvernig þjóðfélagi okkar verður stýrt næstu fjögur árin. Hvað verður lagt áherslur á og hvað ekki, hvar peningarnir verða til fyrir þjóðarbúið og hvernig þeim verður varið. Auðvitað held ég bara áfram að lifa mínu lífi en pólitíkin hefur augljóslega meiri áhrif á það heldur en fótboltinn. Fyrir mér er þetta svolítið samanburður á hjartanu og heilanum, áhugamáli og alvöru lífsins. Ég held með mínu liði gegn um súrt og sætt. Leikir tapast og leikmenn gera mistök, jafnvel sjálfsmörk en ég hvet þá samt áfram og styð mitt lið. Þegar það gengur virkilega illa dofnar kannski áhuginn og ég fer að leggja meiri rækt við önnur áhugamál. Í pólitík gerir fólk líka mistök og tekur óvinsælar ákvarðanir, þannig er lífið. En ef ákveðinn stjórnmálaflokkur er ítrekað að taka ákvarðanir sem stangast á við mín gildi þá kýs ég ekki þann flokk. Ef stjórnmálamenn gera ítrekað mistök þá ber mér ekkert að „halda með“ þeim. Stjórnmál er ekki áhugamál, einhver flokkur er ekki „mitt lið“, ef flokkurinn spilar illa þá hefur það áhrif á líf mitt. Það sem meira er, alþingismenn eru mínir starfsmenn og ef þeir standa sig ekki þá ber mér trauðla skylda til að halda með þeim, ég kýs nýtt fólk í starfið.Ef starfsmaður fer gegn stefnu fyrirtækisins er honum varla stætt í starfi. Ef starfsmaður er uppvís að lygi eða þjófnaði þá er hann látinn fara.Þetta er ekki flókið. Ef stjórnmálamaðurinn er ekki að standa sig þá kýs ég nýtt fólk í starfið.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun