Alfreð Gíslason: Það sem hefur gengið á er algjörlega út í hött Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 09:30 Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð. EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð.
EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni