Eðlilegt að eignarhald á fyrirtækjum sé gagnsætt Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2016 12:51 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að það liggi alltaf fyrir hverjir eigi íslensk fyrirtæki og eignarhaldið ekki falið í aflandsfélögum. Pólitískur óstöðugleiki undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á atvinnulífið. Fyrirtækin í landinu verði að geta treyst því að grundvallarstoðum þeirra sé ekki kollvarpað á nokkurra ára fresti. Stjórnmálalífið á Íslandi hefur einkennst af miklum óróleika allt frá hruni efnahagslífsins í október árið 2008. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að pólitískur óróleiki geti haft töluverð áhrif á efnahagslífið. „Þegar óvissutímabil eru uppi er hættara við að fólk haldi að sér höndu með ýmsar stærri fjárfestingarákvarðanir og annað þess háttar. Auvitað hefur það með þeim hætti bein áhrif inn í efnahagslífið,“ segir Þorsteinn. Allir hafi áhyggjur af stöðunni eins og hún er eftir að upplýst hafi verið um aflandsfélag forsætisráðherrans fyrrverandi. Þótt að mörgu leyti hafi tekist mjög vel að endurreisa efnahagslífið eftir hrun eigi það ekki við um stjórnmálin. „Það er ennþá mikil ólga og vantraust. Í raun og veru má segja að það sé búið að vera standanandi riflildi í stjórnmálunum allt frá hruni,“ segir framkvæmdastjóri SA. Það sé á ábyrgð stjórnmálamanna að reyna að ná breiðari samstöðu um helstu mál samfélagsins. Menn óttist hins vegar að áfram verði nánast ekkert samtal milli stjórnar og stjórnarandstöðu hverju sinni þar sem ástandið einkennist af mikilli hörku og ósamstöðu um lykilatriði. Þá sjá menn fram á endurtekinn leik þar sem skipt er algerlega um kúrs á fjögurra ára fresti eftir því hver er við völd hverju sinni. Það býr til mikla óvissu og óstöðugleika fyrir atvinnulífið fram á veginn. Það verður auðvitað að vera einhver samstaða um grunngerð efnahagslífsins. Það sé ekki verið að endurskoða hana frá grunni á fjögurra ára fresti heldur að það sé sæmileg festa og stöðugleiki í málunum þannig að fyrirtækin viti að hverju þau gangi í í starfsumhverfi sínu frá einu ári til annars og einu kjörtímabili til annars,“ segir Þorsteinn. Á næstunni má búast við að upplýst verði um eignarhald íslenskra einstaklinga of fyrirtækja í aflandsfélögum í skattaskjólum og slík félög hafa frá því fyrir hrun átt hlut í íslenskum fyrirtækjum án þess að upplýst væri hverjir væru hinir raunverulegu eigendur. Þorsteinn segir viðbúið að þær upplýsingar muni kalla á mikla umræðu en hann telji þessi vinnubrögð heyra fortíðinni til. „Þetta fyrirkomulag sé klárlega á undanhaldi og enginn skilningur eða stuðningur við það inan atvinnulífsins í dag, að málum sé háttað með þessum hætti,“ segir Þorsteinn. Það sé eðlileg krafa aðþað liggi alltaf ljóst fyrir hverjir séu eigendur aðíslenskum fyrirtækjum. „Hverjir séu þá raunverulegir eigendur á bakvið erlend félög eða inn lend ef því er að skipta. Það er bara mjög eðlileg krafa og eðlilegt að horft sé til hvernig tryggja megi að svo verði,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að það liggi alltaf fyrir hverjir eigi íslensk fyrirtæki og eignarhaldið ekki falið í aflandsfélögum. Pólitískur óstöðugleiki undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á atvinnulífið. Fyrirtækin í landinu verði að geta treyst því að grundvallarstoðum þeirra sé ekki kollvarpað á nokkurra ára fresti. Stjórnmálalífið á Íslandi hefur einkennst af miklum óróleika allt frá hruni efnahagslífsins í október árið 2008. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að pólitískur óróleiki geti haft töluverð áhrif á efnahagslífið. „Þegar óvissutímabil eru uppi er hættara við að fólk haldi að sér höndu með ýmsar stærri fjárfestingarákvarðanir og annað þess háttar. Auvitað hefur það með þeim hætti bein áhrif inn í efnahagslífið,“ segir Þorsteinn. Allir hafi áhyggjur af stöðunni eins og hún er eftir að upplýst hafi verið um aflandsfélag forsætisráðherrans fyrrverandi. Þótt að mörgu leyti hafi tekist mjög vel að endurreisa efnahagslífið eftir hrun eigi það ekki við um stjórnmálin. „Það er ennþá mikil ólga og vantraust. Í raun og veru má segja að það sé búið að vera standanandi riflildi í stjórnmálunum allt frá hruni,“ segir framkvæmdastjóri SA. Það sé á ábyrgð stjórnmálamanna að reyna að ná breiðari samstöðu um helstu mál samfélagsins. Menn óttist hins vegar að áfram verði nánast ekkert samtal milli stjórnar og stjórnarandstöðu hverju sinni þar sem ástandið einkennist af mikilli hörku og ósamstöðu um lykilatriði. Þá sjá menn fram á endurtekinn leik þar sem skipt er algerlega um kúrs á fjögurra ára fresti eftir því hver er við völd hverju sinni. Það býr til mikla óvissu og óstöðugleika fyrir atvinnulífið fram á veginn. Það verður auðvitað að vera einhver samstaða um grunngerð efnahagslífsins. Það sé ekki verið að endurskoða hana frá grunni á fjögurra ára fresti heldur að það sé sæmileg festa og stöðugleiki í málunum þannig að fyrirtækin viti að hverju þau gangi í í starfsumhverfi sínu frá einu ári til annars og einu kjörtímabili til annars,“ segir Þorsteinn. Á næstunni má búast við að upplýst verði um eignarhald íslenskra einstaklinga of fyrirtækja í aflandsfélögum í skattaskjólum og slík félög hafa frá því fyrir hrun átt hlut í íslenskum fyrirtækjum án þess að upplýst væri hverjir væru hinir raunverulegu eigendur. Þorsteinn segir viðbúið að þær upplýsingar muni kalla á mikla umræðu en hann telji þessi vinnubrögð heyra fortíðinni til. „Þetta fyrirkomulag sé klárlega á undanhaldi og enginn skilningur eða stuðningur við það inan atvinnulífsins í dag, að málum sé háttað með þessum hætti,“ segir Þorsteinn. Það sé eðlileg krafa aðþað liggi alltaf ljóst fyrir hverjir séu eigendur aðíslenskum fyrirtækjum. „Hverjir séu þá raunverulegir eigendur á bakvið erlend félög eða inn lend ef því er að skipta. Það er bara mjög eðlileg krafa og eðlilegt að horft sé til hvernig tryggja megi að svo verði,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira