LSD veldur aukinni virkni í heila Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. apríl 2016 15:47 Skammtar af LSD eru oft seldir í litríku formi á svarta markaðnum. Vísir Nýleg rannsókn á ofskynjunarlyfinu LSD gefur vísbendingar um það að lyfið auki verkun á milli heilasvæða á þann hátt að svæði sem venjulega séu lítið virk við tiltekna hegðun virkist svipað mikið og þau svæði sem virkjast venjulega hjá þeim sem ekki eru undir áhrifum lyfsins. Til dæmis virki sjónáreiti mun fleiri heilasvæði hjá þeim sem eru undir áhrifum LSD en hjá þeim sem eru það ekki. Talið er því að LSD valdi því að fleiri heilasvæði í einu bregðist við ýmis konar áreitum undir áhrifum lyfsins. Hugmyndin er því sú að fólk noti meira af heilanum til þess að vinna úr upplýsingum undir áhrifum LSD en ekki. Þetta kemur fram í rannsókn Imperial College í London á efninu en rannsóknin er leidd af taugasálfræðingnum David Nutt sem starfaði áður sem eiturlyfjaráðgjafi fyrir bresku ríkisstjórnina. Rannsóknin var gerð á 20 einstaklingum sem samþykktu að láta sprauta 0.075 milligrömmum af efninu í blóðrás sína. Einn daginn fengu þátttakendur staðleysulyf en smá skammt af LSD þann næsta. Báða daganna voru þeir settir í segulómna (fMRI) heilaskanna og hin ýmsu áreiti prófuð á þeim. Í ljós kom að heilar þeirra sýndu mun meiri og dreifðari virkni eftir lyfjagjöfina en áður. Það sem kom mest á óvart var að heilasvæði sem venjulega virkjast lítið við tiltekin áreiti sýndu nú mikla virkni.Tvo daga í röð voru þátttakendur látnir gera sama hlutinn. Seinni daginn voru þeir undir áhrifum LSD.Vísir/Imperial CollegeHiggs-boson taugavísindannaAnnar hluti rannsóknarinnar sýndi svo að virkni á milli heilasvæði sem vinna venjulega saman úr upplýsingum minnkaði. Það var í samræmi við þá lýsingu þeirra sem tóku lyfið að þeim liði sem þeir væru í „betri tengslum við alheiminn“ og finndu minna fyrir eigin sjálfi. „Þetta er fyrir taugavísindi það sem Higgs-boson var fyrir örvísindi“, segir Nutt en hann og félagar hans túlka niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að LSD losi heilann frá þeim „vinnu“-mynstrum sem hann tileinki sér á milli barnæsku og fullorðinsára. Hann er því bjartsýnn um að rannsóknin geti hjálpað til við að skilja það þroskaferli heilans sem eigi sér stað á uppvaxtarárum. Þetta verði til þess að maðurinn muni öðlast enn betri skilning á sjálfri meðvitundinni (consciousness) sem og bjóða upp á nýjar læknismeðferðir fyrir ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi.Vefur The Guardian fjallar ítarlega um málið.Hér fyrir neðan má sjá myndband The Guardian um rannsóknina. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Nýleg rannsókn á ofskynjunarlyfinu LSD gefur vísbendingar um það að lyfið auki verkun á milli heilasvæða á þann hátt að svæði sem venjulega séu lítið virk við tiltekna hegðun virkist svipað mikið og þau svæði sem virkjast venjulega hjá þeim sem ekki eru undir áhrifum lyfsins. Til dæmis virki sjónáreiti mun fleiri heilasvæði hjá þeim sem eru undir áhrifum LSD en hjá þeim sem eru það ekki. Talið er því að LSD valdi því að fleiri heilasvæði í einu bregðist við ýmis konar áreitum undir áhrifum lyfsins. Hugmyndin er því sú að fólk noti meira af heilanum til þess að vinna úr upplýsingum undir áhrifum LSD en ekki. Þetta kemur fram í rannsókn Imperial College í London á efninu en rannsóknin er leidd af taugasálfræðingnum David Nutt sem starfaði áður sem eiturlyfjaráðgjafi fyrir bresku ríkisstjórnina. Rannsóknin var gerð á 20 einstaklingum sem samþykktu að láta sprauta 0.075 milligrömmum af efninu í blóðrás sína. Einn daginn fengu þátttakendur staðleysulyf en smá skammt af LSD þann næsta. Báða daganna voru þeir settir í segulómna (fMRI) heilaskanna og hin ýmsu áreiti prófuð á þeim. Í ljós kom að heilar þeirra sýndu mun meiri og dreifðari virkni eftir lyfjagjöfina en áður. Það sem kom mest á óvart var að heilasvæði sem venjulega virkjast lítið við tiltekin áreiti sýndu nú mikla virkni.Tvo daga í röð voru þátttakendur látnir gera sama hlutinn. Seinni daginn voru þeir undir áhrifum LSD.Vísir/Imperial CollegeHiggs-boson taugavísindannaAnnar hluti rannsóknarinnar sýndi svo að virkni á milli heilasvæði sem vinna venjulega saman úr upplýsingum minnkaði. Það var í samræmi við þá lýsingu þeirra sem tóku lyfið að þeim liði sem þeir væru í „betri tengslum við alheiminn“ og finndu minna fyrir eigin sjálfi. „Þetta er fyrir taugavísindi það sem Higgs-boson var fyrir örvísindi“, segir Nutt en hann og félagar hans túlka niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að LSD losi heilann frá þeim „vinnu“-mynstrum sem hann tileinki sér á milli barnæsku og fullorðinsára. Hann er því bjartsýnn um að rannsóknin geti hjálpað til við að skilja það þroskaferli heilans sem eigi sér stað á uppvaxtarárum. Þetta verði til þess að maðurinn muni öðlast enn betri skilning á sjálfri meðvitundinni (consciousness) sem og bjóða upp á nýjar læknismeðferðir fyrir ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi.Vefur The Guardian fjallar ítarlega um málið.Hér fyrir neðan má sjá myndband The Guardian um rannsóknina.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira