LSD veldur aukinni virkni í heila Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. apríl 2016 15:47 Skammtar af LSD eru oft seldir í litríku formi á svarta markaðnum. Vísir Nýleg rannsókn á ofskynjunarlyfinu LSD gefur vísbendingar um það að lyfið auki verkun á milli heilasvæða á þann hátt að svæði sem venjulega séu lítið virk við tiltekna hegðun virkist svipað mikið og þau svæði sem virkjast venjulega hjá þeim sem ekki eru undir áhrifum lyfsins. Til dæmis virki sjónáreiti mun fleiri heilasvæði hjá þeim sem eru undir áhrifum LSD en hjá þeim sem eru það ekki. Talið er því að LSD valdi því að fleiri heilasvæði í einu bregðist við ýmis konar áreitum undir áhrifum lyfsins. Hugmyndin er því sú að fólk noti meira af heilanum til þess að vinna úr upplýsingum undir áhrifum LSD en ekki. Þetta kemur fram í rannsókn Imperial College í London á efninu en rannsóknin er leidd af taugasálfræðingnum David Nutt sem starfaði áður sem eiturlyfjaráðgjafi fyrir bresku ríkisstjórnina. Rannsóknin var gerð á 20 einstaklingum sem samþykktu að láta sprauta 0.075 milligrömmum af efninu í blóðrás sína. Einn daginn fengu þátttakendur staðleysulyf en smá skammt af LSD þann næsta. Báða daganna voru þeir settir í segulómna (fMRI) heilaskanna og hin ýmsu áreiti prófuð á þeim. Í ljós kom að heilar þeirra sýndu mun meiri og dreifðari virkni eftir lyfjagjöfina en áður. Það sem kom mest á óvart var að heilasvæði sem venjulega virkjast lítið við tiltekin áreiti sýndu nú mikla virkni.Tvo daga í röð voru þátttakendur látnir gera sama hlutinn. Seinni daginn voru þeir undir áhrifum LSD.Vísir/Imperial CollegeHiggs-boson taugavísindannaAnnar hluti rannsóknarinnar sýndi svo að virkni á milli heilasvæði sem vinna venjulega saman úr upplýsingum minnkaði. Það var í samræmi við þá lýsingu þeirra sem tóku lyfið að þeim liði sem þeir væru í „betri tengslum við alheiminn“ og finndu minna fyrir eigin sjálfi. „Þetta er fyrir taugavísindi það sem Higgs-boson var fyrir örvísindi“, segir Nutt en hann og félagar hans túlka niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að LSD losi heilann frá þeim „vinnu“-mynstrum sem hann tileinki sér á milli barnæsku og fullorðinsára. Hann er því bjartsýnn um að rannsóknin geti hjálpað til við að skilja það þroskaferli heilans sem eigi sér stað á uppvaxtarárum. Þetta verði til þess að maðurinn muni öðlast enn betri skilning á sjálfri meðvitundinni (consciousness) sem og bjóða upp á nýjar læknismeðferðir fyrir ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi.Vefur The Guardian fjallar ítarlega um málið.Hér fyrir neðan má sjá myndband The Guardian um rannsóknina. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Nýleg rannsókn á ofskynjunarlyfinu LSD gefur vísbendingar um það að lyfið auki verkun á milli heilasvæða á þann hátt að svæði sem venjulega séu lítið virk við tiltekna hegðun virkist svipað mikið og þau svæði sem virkjast venjulega hjá þeim sem ekki eru undir áhrifum lyfsins. Til dæmis virki sjónáreiti mun fleiri heilasvæði hjá þeim sem eru undir áhrifum LSD en hjá þeim sem eru það ekki. Talið er því að LSD valdi því að fleiri heilasvæði í einu bregðist við ýmis konar áreitum undir áhrifum lyfsins. Hugmyndin er því sú að fólk noti meira af heilanum til þess að vinna úr upplýsingum undir áhrifum LSD en ekki. Þetta kemur fram í rannsókn Imperial College í London á efninu en rannsóknin er leidd af taugasálfræðingnum David Nutt sem starfaði áður sem eiturlyfjaráðgjafi fyrir bresku ríkisstjórnina. Rannsóknin var gerð á 20 einstaklingum sem samþykktu að láta sprauta 0.075 milligrömmum af efninu í blóðrás sína. Einn daginn fengu þátttakendur staðleysulyf en smá skammt af LSD þann næsta. Báða daganna voru þeir settir í segulómna (fMRI) heilaskanna og hin ýmsu áreiti prófuð á þeim. Í ljós kom að heilar þeirra sýndu mun meiri og dreifðari virkni eftir lyfjagjöfina en áður. Það sem kom mest á óvart var að heilasvæði sem venjulega virkjast lítið við tiltekin áreiti sýndu nú mikla virkni.Tvo daga í röð voru þátttakendur látnir gera sama hlutinn. Seinni daginn voru þeir undir áhrifum LSD.Vísir/Imperial CollegeHiggs-boson taugavísindannaAnnar hluti rannsóknarinnar sýndi svo að virkni á milli heilasvæði sem vinna venjulega saman úr upplýsingum minnkaði. Það var í samræmi við þá lýsingu þeirra sem tóku lyfið að þeim liði sem þeir væru í „betri tengslum við alheiminn“ og finndu minna fyrir eigin sjálfi. „Þetta er fyrir taugavísindi það sem Higgs-boson var fyrir örvísindi“, segir Nutt en hann og félagar hans túlka niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að LSD losi heilann frá þeim „vinnu“-mynstrum sem hann tileinki sér á milli barnæsku og fullorðinsára. Hann er því bjartsýnn um að rannsóknin geti hjálpað til við að skilja það þroskaferli heilans sem eigi sér stað á uppvaxtarárum. Þetta verði til þess að maðurinn muni öðlast enn betri skilning á sjálfri meðvitundinni (consciousness) sem og bjóða upp á nýjar læknismeðferðir fyrir ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi.Vefur The Guardian fjallar ítarlega um málið.Hér fyrir neðan má sjá myndband The Guardian um rannsóknina.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira