Forsætisráðuneytið hættir afskiptum útliti húsa á Hafnartorgi Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2016 19:40 Ríkið mun einbeita sér að byggingu húsnæðis fyrir ráðuneyti á lóð sem það á við Skúlagötu og láta af afskiptum að útliti húsa á Hafnartorgi. Verktaki húsanna á Hafnartorgi segir að hugmyndir fyrrverandi forsætisráðherra um byggingar á torginu hafi ekki verið raunhæfar. Fyrrverandi forsætisráðherra hafði miklar skoðanir á því hvernig húsin sem rísa munu upp úr grunninum á Hafnartorgi ættu að líta út. En eftir að hann er farinn úr forsætisráðuneytinu mun ráðuneytið ekki hafa frekari afskipti af málinu. „Þetta voru áhugamál forsætisráðherra og við vorum alveg tilbúin til að hlusta á hans hugmyndir og þær hafa komið fram. Boltinn hefur legið hjá þeim samt sem áður. Í ljósi þess að hann er farinn í burtu er þessu sjálfhætt sýnist mér,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags sem byggir húsin á lóðinni. Félagið hafi fengið byggingarleyfið í hendur frá borginni í síðustu viku og byrjað verði að slá upp bornplötu eftir um hálfan mánuð. Byggingarnar sjö muni rísa innan 19 mánaða. Þær hugmyndir sem forsætisráðuneytið hafi lagt fram um útlit húsanna hafi ekki verið raunhæfar. „Ekki nákvælega eins og þær voru lagðar fram. En það reyndi aldrei á hvort hægt væri að fara einhverja málamiðlun. Við vorum alltaf tilbúnir að skoða alla möguleika og alltaf lýst því yfir. En eins og þeir lögðu þetta fram var þetta kannski svolítið langt gengið miðað við það semv ið höfum í höndunum í dag,“ segir Gísli Steinar. Regin hefur keypt allar jarðhæðir húsanna og þar á bæ segja menn eftirspurnina eftir verslunar- og þjónustuhúsnæði mjög mikla bæði innanlands- og utanlands frá þótt ekki sé gefið upp hvort Hennes og Mauritz (H&M) séu meðal áhugasamra aðila. Stefán Thors húsameistari ríkisins segir ríkið nú horfa til stórrar lóðar sem ríkið hefur átt áratugum saman við Skúlagötu og ætluð hefur verið undir stjórnarráðsbyggingar. „Það verður væntanlega auglýst og þá sjáum við hver niðurstaðan verður. Einn kosturinn er sá að byggja bara nýtt hús á stjórnarráðsreitnum.“Þá náttúrlega fyrir mörg ráðuneyti? „Fyrst og fremst forsætisráðuneytið en síðan eru eitt eða tvö önnur sem kæmu þar í framhaldinu,“ segir húsameistari ríkisins. Hafnartorgið sé hins vegar út úr myndinni. „Það var ákveðinn áhugi hjá forsætisráðherra að fara þarna niðureftir og hafa áhrif á útlitið. Eins og hefur komið fram var ekki grundvöllur til slíkra saminga þannig að það á bara ekki við lengur,“ segir Stefán Thors. Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Ríkið mun einbeita sér að byggingu húsnæðis fyrir ráðuneyti á lóð sem það á við Skúlagötu og láta af afskiptum að útliti húsa á Hafnartorgi. Verktaki húsanna á Hafnartorgi segir að hugmyndir fyrrverandi forsætisráðherra um byggingar á torginu hafi ekki verið raunhæfar. Fyrrverandi forsætisráðherra hafði miklar skoðanir á því hvernig húsin sem rísa munu upp úr grunninum á Hafnartorgi ættu að líta út. En eftir að hann er farinn úr forsætisráðuneytinu mun ráðuneytið ekki hafa frekari afskipti af málinu. „Þetta voru áhugamál forsætisráðherra og við vorum alveg tilbúin til að hlusta á hans hugmyndir og þær hafa komið fram. Boltinn hefur legið hjá þeim samt sem áður. Í ljósi þess að hann er farinn í burtu er þessu sjálfhætt sýnist mér,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags sem byggir húsin á lóðinni. Félagið hafi fengið byggingarleyfið í hendur frá borginni í síðustu viku og byrjað verði að slá upp bornplötu eftir um hálfan mánuð. Byggingarnar sjö muni rísa innan 19 mánaða. Þær hugmyndir sem forsætisráðuneytið hafi lagt fram um útlit húsanna hafi ekki verið raunhæfar. „Ekki nákvælega eins og þær voru lagðar fram. En það reyndi aldrei á hvort hægt væri að fara einhverja málamiðlun. Við vorum alltaf tilbúnir að skoða alla möguleika og alltaf lýst því yfir. En eins og þeir lögðu þetta fram var þetta kannski svolítið langt gengið miðað við það semv ið höfum í höndunum í dag,“ segir Gísli Steinar. Regin hefur keypt allar jarðhæðir húsanna og þar á bæ segja menn eftirspurnina eftir verslunar- og þjónustuhúsnæði mjög mikla bæði innanlands- og utanlands frá þótt ekki sé gefið upp hvort Hennes og Mauritz (H&M) séu meðal áhugasamra aðila. Stefán Thors húsameistari ríkisins segir ríkið nú horfa til stórrar lóðar sem ríkið hefur átt áratugum saman við Skúlagötu og ætluð hefur verið undir stjórnarráðsbyggingar. „Það verður væntanlega auglýst og þá sjáum við hver niðurstaðan verður. Einn kosturinn er sá að byggja bara nýtt hús á stjórnarráðsreitnum.“Þá náttúrlega fyrir mörg ráðuneyti? „Fyrst og fremst forsætisráðuneytið en síðan eru eitt eða tvö önnur sem kæmu þar í framhaldinu,“ segir húsameistari ríkisins. Hafnartorgið sé hins vegar út úr myndinni. „Það var ákveðinn áhugi hjá forsætisráðherra að fara þarna niðureftir og hafa áhrif á útlitið. Eins og hefur komið fram var ekki grundvöllur til slíkra saminga þannig að það á bara ekki við lengur,“ segir Stefán Thors.
Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02