Hríðfallandi pund Lars Christensen skrifar 19. október 2016 09:00 Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun