Innlent

Kópavogsbær svarar engu um kröfur fyrrverandi embættismanna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þórður Clausen Þórðarson, fyrrverandi bæjarlögmaður Kópavogs, var skipaður héraðsdómari 2013.
Þórður Clausen Þórðarson, fyrrverandi bæjarlögmaður Kópavogs, var skipaður héraðsdómari 2013. vísir/gva
Tveir lögmenn sem störfuðu hjá Kópavogsbæ krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt afturvirkt.

Um er að ræða þá Þórð Clausen Þórðarson, sem var bæjarlögmaður Kópavogs í 26 ár, frá 1987 til 2013, og Geir A. Marelsson, skrifstofustjóra framkvæmdasviðs bæjarins á árunum 2004 til 2009.

Ekki náðist tal af Þórði og Geir í gær en báðir óskuðu þeir í apríl eftir „leiðréttingu launa vegna kjarabreytinga við ákvörðun launaþróunar samkvæmt ráðningarsamningi“, eins og málið er kynnt í fundargerð bæjarráðs.

Geir hefur þess utan kært bæinn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna þess að honum var synjað um aðgang að gögnum sem hann óskaði eftir.

Kópavogsbær neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af kröfum Þórðar og Geirs. „Um er að ræða upplýsingar er varða starfssamband milli Kópavogsbæjar og fyrrverandi starfsmanna sveitarfélagsins, en þess háttar upplýsingar eru undanþegnar upplýsingarétti,“ segir í svari bæjarins.

Þá neitar Kópavogsbær einnig á svipuðum forsendum að svara spurningum Fréttablaðsins varðandi innihald krafna Þórðar og Geirs og afstöðu bæjarins til þeirra.

„Erindi þessara starfsmanna eru í vinnslu og veitir bærinn ekki upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í svari Kópavogsbæjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×