Að drukkna í óvelkomnum umbúðum Svavar Hávarðsson skrifar 25. maí 2016 07:00 Pappagámur hótelsins er tæmdur reglulega, en það dugir bara ekki alltaf til. Mynd/Arndís „Við erum að drukkna í umbúðum en það á við um fjölmarga aðra – kannski alla,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, ferðaþjónustubóndi og lögfræðingur. Hún er eigandi Hótels Fljótshlíðar sem hefur verið rekið eftir sjálfbærnistefnu allt frá árinu 2007, en engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Arndís vill að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun.Svansvottun Árið 2014 náði Hótel Fljótshlíð því mikilvæga markmiði að hljóta umhverfisvottun Norræna svansins og var hótelið þá fyrst íslenskra fyrirtækja til að standast nýjar og hertar kröfur þessa opinbera umhverfismerkis Norðurlandanna. Helstu áherslur Svansins eru á ákveðna umhverfisþætti sem fyrirtæki hefur áhrif á í daglegum rekstri sínum og er sérstaklega horft til neyslu vatns, rafmagns, efnanotkunar og losunar úrgangs frá fyrirtækjum. Keppt er að því að draga úr þessum umhverfisáhrifum við rekstur fyrirtækja ár frá ári. Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, leiddi vinnu við Svansvottunina en hún er jafnframt umhverfisstjóri hótelsins. „Við höfum nú staðist kröfur þessa árs og það er mikil ánægja sem fylgir því að horfa á minni rafmagnsnotkun, sorp léttast og efnanotkun minnka ár frá ári. Það virðist alltaf vera hægt að gera betur, bæði fyrir umhverfið og rekstur fyrirtækisins,“ segir Arndís en hefur á orði að ekki sé andskotalaust að ná slíkum árangri. Þegar komi að því að uppfylla þær kröfur sem Svansvottun hótelsins krefst þá sé róðurinn þungur. Til viðbótar séu áskoranir landsbyggðarinnar fleiri en í þéttbýlli samfélögum líkt og í höfuðborginni.Pappakassar „Þegar kemur að losun og flokkun úrgangs þá eigum við sem erum staðsett á landsbyggðinni færri kosti en þau fyrirtæki sem eru á höfuðborgarsvæðinu, ég tala nú ekki um þau sem eru í dreifbýli eins og Hótel Fljótshlíð en sveitarfélög veita afar mismunandi þjónustu þegar kemur að losun og flokkun úrgangs. Þrátt fyrir að við leggjum mikið upp úr því að rækta okkar eigið kjöt og grænmeti eins og frekast er kostur þá komumst við ekki hjá því að fá aðföng flutt til okkar. Þau eru flutt landleiðina, aðallega frá Selfossi og Reykjavík,“ segir Arndís en bætir við að aðföng komi nær undantekningarlaust í pappakössum og jafnvel líka í plastumbúðum, hvort sem um er að ræða grænmeti, mjólkurvörur, sápur eða annað.Elísabet Bjarney Lárusdóttir, umhverfisstjóri og Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótel Fljótshlíðar.Þá tekur við áskorun Svansvottaðs hótels, að halda sér innan marka varðandi umbúðanotkun. Arndís segir að jafnvel þótt færri kostir í flokkun sorps og úrgangs á landsbyggðinni geri það erfiðara fyrir einstaklinga og fyrirtæki að vera umhverfisvæn sé það kannski ekki hinn raunverulegi vandi þegar horft er á stóru myndina. „Þjónusta sem felst í aukinni flokkun er kostnaðarsöm og leysir ekki hinn raunverulega vanda sem er ofnotkun umbúða, hvort sem það er bylgjupappi, plast eða annað. Það er vandinn sem verður að leysa, t.d. með notkun fjölnota kassa og með skilagjaldi ef þarf, frekari afhendingu á grænmeti í lausu og svo framvegis. Óþarfar umbúðir eru verðmætasóun frá upphafi ferlisins til enda. Óþarfar umbúðir kalla á fjölgun kosta í flokkun sem er ekkert annað en kostnaðarsamt viðbragð samfélagsins við aukinni sorpmyndun þegar í raun ætti samfélagið að leggja fram þá kröfu að nota ekki óþarfar umbúðir,“ segir Arndís. Uppbygging núverandi kerfis er með þeim hætti að framleiðandi fær hráefnin send í umbúðum; hann sendir tilbúna vöru til birgja í umbúðum og birgjar senda vörurnar svo áfram til notandans í umbúðum. Umfang umbúðanna er orðið mikið þegar vörurnar ná áfangastað. „Á hverjum viðkomustað ber hver og einn ábyrgð á umbúðunum þannig að notandinn, sem í þessu tilfelli erum við á Hótel Fljótshlíð, ber ábyrgð á umbúðunum utan um þær vörur sem pantaðar eru á staðinn. Það er því í raun enginn hvati í núverandi kerfi til að draga úr umbúðanotkun. Ef kerfinu væri breytt á þann hátt að sá sem sendir beri ábyrgð á umbúðunum, þ.e. að birgjarnir myndu bera ábyrgð á því að sækja allt það plast og pappa sem þeir senda Hótel Fljótshlíð, þá myndi umbúðamagnið minnka hratt. Það myndi leiða af sér nýjungar í endurnýtingu í flutningi. Birgjarnir myndu koma með aðrar hugmyndir en plast og pappa og mikil nýsköpun myndi eiga sér stað,“ segir Elísabet Björney.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Við erum að drukkna í umbúðum en það á við um fjölmarga aðra – kannski alla,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, ferðaþjónustubóndi og lögfræðingur. Hún er eigandi Hótels Fljótshlíðar sem hefur verið rekið eftir sjálfbærnistefnu allt frá árinu 2007, en engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Arndís vill að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun.Svansvottun Árið 2014 náði Hótel Fljótshlíð því mikilvæga markmiði að hljóta umhverfisvottun Norræna svansins og var hótelið þá fyrst íslenskra fyrirtækja til að standast nýjar og hertar kröfur þessa opinbera umhverfismerkis Norðurlandanna. Helstu áherslur Svansins eru á ákveðna umhverfisþætti sem fyrirtæki hefur áhrif á í daglegum rekstri sínum og er sérstaklega horft til neyslu vatns, rafmagns, efnanotkunar og losunar úrgangs frá fyrirtækjum. Keppt er að því að draga úr þessum umhverfisáhrifum við rekstur fyrirtækja ár frá ári. Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, leiddi vinnu við Svansvottunina en hún er jafnframt umhverfisstjóri hótelsins. „Við höfum nú staðist kröfur þessa árs og það er mikil ánægja sem fylgir því að horfa á minni rafmagnsnotkun, sorp léttast og efnanotkun minnka ár frá ári. Það virðist alltaf vera hægt að gera betur, bæði fyrir umhverfið og rekstur fyrirtækisins,“ segir Arndís en hefur á orði að ekki sé andskotalaust að ná slíkum árangri. Þegar komi að því að uppfylla þær kröfur sem Svansvottun hótelsins krefst þá sé róðurinn þungur. Til viðbótar séu áskoranir landsbyggðarinnar fleiri en í þéttbýlli samfélögum líkt og í höfuðborginni.Pappakassar „Þegar kemur að losun og flokkun úrgangs þá eigum við sem erum staðsett á landsbyggðinni færri kosti en þau fyrirtæki sem eru á höfuðborgarsvæðinu, ég tala nú ekki um þau sem eru í dreifbýli eins og Hótel Fljótshlíð en sveitarfélög veita afar mismunandi þjónustu þegar kemur að losun og flokkun úrgangs. Þrátt fyrir að við leggjum mikið upp úr því að rækta okkar eigið kjöt og grænmeti eins og frekast er kostur þá komumst við ekki hjá því að fá aðföng flutt til okkar. Þau eru flutt landleiðina, aðallega frá Selfossi og Reykjavík,“ segir Arndís en bætir við að aðföng komi nær undantekningarlaust í pappakössum og jafnvel líka í plastumbúðum, hvort sem um er að ræða grænmeti, mjólkurvörur, sápur eða annað.Elísabet Bjarney Lárusdóttir, umhverfisstjóri og Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótel Fljótshlíðar.Þá tekur við áskorun Svansvottaðs hótels, að halda sér innan marka varðandi umbúðanotkun. Arndís segir að jafnvel þótt færri kostir í flokkun sorps og úrgangs á landsbyggðinni geri það erfiðara fyrir einstaklinga og fyrirtæki að vera umhverfisvæn sé það kannski ekki hinn raunverulegi vandi þegar horft er á stóru myndina. „Þjónusta sem felst í aukinni flokkun er kostnaðarsöm og leysir ekki hinn raunverulega vanda sem er ofnotkun umbúða, hvort sem það er bylgjupappi, plast eða annað. Það er vandinn sem verður að leysa, t.d. með notkun fjölnota kassa og með skilagjaldi ef þarf, frekari afhendingu á grænmeti í lausu og svo framvegis. Óþarfar umbúðir eru verðmætasóun frá upphafi ferlisins til enda. Óþarfar umbúðir kalla á fjölgun kosta í flokkun sem er ekkert annað en kostnaðarsamt viðbragð samfélagsins við aukinni sorpmyndun þegar í raun ætti samfélagið að leggja fram þá kröfu að nota ekki óþarfar umbúðir,“ segir Arndís. Uppbygging núverandi kerfis er með þeim hætti að framleiðandi fær hráefnin send í umbúðum; hann sendir tilbúna vöru til birgja í umbúðum og birgjar senda vörurnar svo áfram til notandans í umbúðum. Umfang umbúðanna er orðið mikið þegar vörurnar ná áfangastað. „Á hverjum viðkomustað ber hver og einn ábyrgð á umbúðunum þannig að notandinn, sem í þessu tilfelli erum við á Hótel Fljótshlíð, ber ábyrgð á umbúðunum utan um þær vörur sem pantaðar eru á staðinn. Það er því í raun enginn hvati í núverandi kerfi til að draga úr umbúðanotkun. Ef kerfinu væri breytt á þann hátt að sá sem sendir beri ábyrgð á umbúðunum, þ.e. að birgjarnir myndu bera ábyrgð á því að sækja allt það plast og pappa sem þeir senda Hótel Fljótshlíð, þá myndi umbúðamagnið minnka hratt. Það myndi leiða af sér nýjungar í endurnýtingu í flutningi. Birgjarnir myndu koma með aðrar hugmyndir en plast og pappa og mikil nýsköpun myndi eiga sér stað,“ segir Elísabet Björney.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira