Útilokun foreldra í keppnisferðum mögulega brot á jafnréttislögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 04:00 Dæmi eru um félög sem leyfðu ekki feðrum að vera næturverðir eða liðsstjórar á pæjumótinu árið 2013 vegna reglna foreldrafélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson Ekki er óalgengt að gerð sé krafa um að eingöngu mæður gisti með stúlkum í keppnisferðum íþróttafélaga. Ekki er jafn algengt að krafa sé gerð um að eingöngu feður gisti með drengjunum. Þetta staðfesta íþróttafulltrúar, þjálfarar og fulltrúar í barna- og unglingaráðum íþróttafélaga sem Fréttablaðið ræddi við. Reglurnar eru settar af foreldrafélögunum enda eru börnin ætíð á ábyrgð foreldra á ferðalögunum, ekki þjálfara. Í Val er þetta fyrirkomulag skráð regla í gæðahandbók félagsins. Eingöngu konur gista með stúlkum og eingöngu karlar með drengjum. Þessi regla er sett af barna- og unglingasviði félagsins. Guðmundur Breiðfjörð, formaður sviðsins, segir regluna setta í samráði við börn og foreldra. „Það er mjög góð sátt um þessa reglu og við höfum engar áhyggjur af því að við séum að ýta til dæmis áhugasömum pöbbum frá. Þetta var gert til að skapa sátt og hefur gengið vel upp.“ Hjá KR hefur þetta fyrirkomulag verið rætt reglulega meðal foreldra en ekki verið sett sem viðmið í ferðum. „Þessi umræða er samt meiri stelpumegin en strákamegin,“ segir Rósa Hrönn Árnadóttir í barna- og unglingaráði KR. „Það er gott að eiga samtalið en við höfum aldrei farið út í að setja reglur. Enda eru þetta foreldrar í umönnunarhlutverki á mótunum og eðlilegt að pabbarnir sinni stelpunum sínum, og öfugt.“ Lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir kynjaskiptingu í þessu umönnunarhlutverki foreldra geta verið brot á jafnréttislögum. „Fortakslaus regla þar sem foreldri er útilokað frá þátttöku í íþróttaferðum barns síns á grundvelli kyns er að minnsta kosti á gráu svæði og líklega ekki í samræmi við meginreglur í lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur. „Til þess að þetta sé brot á lögum þyrfti að fallast á að það sé óhagstæðari meðferð í skilningi jafnréttislaga, að foreldri af öðru kyninu geti ekki farið með barni sínu og sinnt liðsstjórahlutverki eða gist með því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Ekki er óalgengt að gerð sé krafa um að eingöngu mæður gisti með stúlkum í keppnisferðum íþróttafélaga. Ekki er jafn algengt að krafa sé gerð um að eingöngu feður gisti með drengjunum. Þetta staðfesta íþróttafulltrúar, þjálfarar og fulltrúar í barna- og unglingaráðum íþróttafélaga sem Fréttablaðið ræddi við. Reglurnar eru settar af foreldrafélögunum enda eru börnin ætíð á ábyrgð foreldra á ferðalögunum, ekki þjálfara. Í Val er þetta fyrirkomulag skráð regla í gæðahandbók félagsins. Eingöngu konur gista með stúlkum og eingöngu karlar með drengjum. Þessi regla er sett af barna- og unglingasviði félagsins. Guðmundur Breiðfjörð, formaður sviðsins, segir regluna setta í samráði við börn og foreldra. „Það er mjög góð sátt um þessa reglu og við höfum engar áhyggjur af því að við séum að ýta til dæmis áhugasömum pöbbum frá. Þetta var gert til að skapa sátt og hefur gengið vel upp.“ Hjá KR hefur þetta fyrirkomulag verið rætt reglulega meðal foreldra en ekki verið sett sem viðmið í ferðum. „Þessi umræða er samt meiri stelpumegin en strákamegin,“ segir Rósa Hrönn Árnadóttir í barna- og unglingaráði KR. „Það er gott að eiga samtalið en við höfum aldrei farið út í að setja reglur. Enda eru þetta foreldrar í umönnunarhlutverki á mótunum og eðlilegt að pabbarnir sinni stelpunum sínum, og öfugt.“ Lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir kynjaskiptingu í þessu umönnunarhlutverki foreldra geta verið brot á jafnréttislögum. „Fortakslaus regla þar sem foreldri er útilokað frá þátttöku í íþróttaferðum barns síns á grundvelli kyns er að minnsta kosti á gráu svæði og líklega ekki í samræmi við meginreglur í lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur. „Til þess að þetta sé brot á lögum þyrfti að fallast á að það sé óhagstæðari meðferð í skilningi jafnréttislaga, að foreldri af öðru kyninu geti ekki farið með barni sínu og sinnt liðsstjórahlutverki eða gist með því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira