Útilokun foreldra í keppnisferðum mögulega brot á jafnréttislögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 04:00 Dæmi eru um félög sem leyfðu ekki feðrum að vera næturverðir eða liðsstjórar á pæjumótinu árið 2013 vegna reglna foreldrafélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson Ekki er óalgengt að gerð sé krafa um að eingöngu mæður gisti með stúlkum í keppnisferðum íþróttafélaga. Ekki er jafn algengt að krafa sé gerð um að eingöngu feður gisti með drengjunum. Þetta staðfesta íþróttafulltrúar, þjálfarar og fulltrúar í barna- og unglingaráðum íþróttafélaga sem Fréttablaðið ræddi við. Reglurnar eru settar af foreldrafélögunum enda eru börnin ætíð á ábyrgð foreldra á ferðalögunum, ekki þjálfara. Í Val er þetta fyrirkomulag skráð regla í gæðahandbók félagsins. Eingöngu konur gista með stúlkum og eingöngu karlar með drengjum. Þessi regla er sett af barna- og unglingasviði félagsins. Guðmundur Breiðfjörð, formaður sviðsins, segir regluna setta í samráði við börn og foreldra. „Það er mjög góð sátt um þessa reglu og við höfum engar áhyggjur af því að við séum að ýta til dæmis áhugasömum pöbbum frá. Þetta var gert til að skapa sátt og hefur gengið vel upp.“ Hjá KR hefur þetta fyrirkomulag verið rætt reglulega meðal foreldra en ekki verið sett sem viðmið í ferðum. „Þessi umræða er samt meiri stelpumegin en strákamegin,“ segir Rósa Hrönn Árnadóttir í barna- og unglingaráði KR. „Það er gott að eiga samtalið en við höfum aldrei farið út í að setja reglur. Enda eru þetta foreldrar í umönnunarhlutverki á mótunum og eðlilegt að pabbarnir sinni stelpunum sínum, og öfugt.“ Lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir kynjaskiptingu í þessu umönnunarhlutverki foreldra geta verið brot á jafnréttislögum. „Fortakslaus regla þar sem foreldri er útilokað frá þátttöku í íþróttaferðum barns síns á grundvelli kyns er að minnsta kosti á gráu svæði og líklega ekki í samræmi við meginreglur í lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur. „Til þess að þetta sé brot á lögum þyrfti að fallast á að það sé óhagstæðari meðferð í skilningi jafnréttislaga, að foreldri af öðru kyninu geti ekki farið með barni sínu og sinnt liðsstjórahlutverki eða gist með því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Ekki er óalgengt að gerð sé krafa um að eingöngu mæður gisti með stúlkum í keppnisferðum íþróttafélaga. Ekki er jafn algengt að krafa sé gerð um að eingöngu feður gisti með drengjunum. Þetta staðfesta íþróttafulltrúar, þjálfarar og fulltrúar í barna- og unglingaráðum íþróttafélaga sem Fréttablaðið ræddi við. Reglurnar eru settar af foreldrafélögunum enda eru börnin ætíð á ábyrgð foreldra á ferðalögunum, ekki þjálfara. Í Val er þetta fyrirkomulag skráð regla í gæðahandbók félagsins. Eingöngu konur gista með stúlkum og eingöngu karlar með drengjum. Þessi regla er sett af barna- og unglingasviði félagsins. Guðmundur Breiðfjörð, formaður sviðsins, segir regluna setta í samráði við börn og foreldra. „Það er mjög góð sátt um þessa reglu og við höfum engar áhyggjur af því að við séum að ýta til dæmis áhugasömum pöbbum frá. Þetta var gert til að skapa sátt og hefur gengið vel upp.“ Hjá KR hefur þetta fyrirkomulag verið rætt reglulega meðal foreldra en ekki verið sett sem viðmið í ferðum. „Þessi umræða er samt meiri stelpumegin en strákamegin,“ segir Rósa Hrönn Árnadóttir í barna- og unglingaráði KR. „Það er gott að eiga samtalið en við höfum aldrei farið út í að setja reglur. Enda eru þetta foreldrar í umönnunarhlutverki á mótunum og eðlilegt að pabbarnir sinni stelpunum sínum, og öfugt.“ Lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir kynjaskiptingu í þessu umönnunarhlutverki foreldra geta verið brot á jafnréttislögum. „Fortakslaus regla þar sem foreldri er útilokað frá þátttöku í íþróttaferðum barns síns á grundvelli kyns er að minnsta kosti á gráu svæði og líklega ekki í samræmi við meginreglur í lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur. „Til þess að þetta sé brot á lögum þyrfti að fallast á að það sé óhagstæðari meðferð í skilningi jafnréttislaga, að foreldri af öðru kyninu geti ekki farið með barni sínu og sinnt liðsstjórahlutverki eða gist með því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent