Komin heim en herra Níkaragva ekki enn verið handtekinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Heiðrún segist ætla að halda í góðu minningarnar frá Níkaragva og mun á næstu dögum leita hjálpar hjá Stígamótum til að komast yfir reynslu sína síðasta mánuðinn. vísir/Stefán „Það er mikill léttir að vera komin heim en ég er ekki búin að gefast upp á þessu máli. Ég mun gera allt sem ég get til að þessi maður verði dæmdur fyrir það sem hann gerði,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann sem lagði fram nauðgunarkæru fyrir tæpum mánuði í Níkaragva, gegn manni sem er þekktur þar í landi fyrir að hafa verið kosinn fegurðarkóngur fyrr á árinu. Heiðrún hefur staðið í ströngu síðan hún lagði fram kæruna því ferlið hefur gengið afar hægt og treglega. Einnig segir hún þolendum kynferðisofbeldis sýndur lítill stuðningur í Níkaragva. Heiðrún þurfti sjálf að greiða lögfræðingi til að geta lagt fram kæru og fylgt málinu eftir en eftir að Fréttablaðið fjallaði um mál hennar setti hópur undir nafninu Aktívismi gegn nauðgunarmenningu af stað söfnun til styrktar henni.vísir/stefán„Ég er svo þakklát fyrir stuðninginn. Fjárhæðin dugði akkúrat fyrir lögfræðikostnaðinum,“ segir Heiðrún sem kom til Íslands í fyrradag eftir níu mánaða dvöl í landinu þar sem hún starfaði sem au pair. Tveimur dögum áður en hún fór heim var loks fjallað um mál hennar fyrir rétti en Heiðrún var farin að halda að málið yrði fellt niður. Málið er nú í höndum réttarins en meintur gerandi hefur enn ekki verið handtekinn eða látinn vita af kærunni. Heiðrún segir málið vera farið að fréttast um landið eftir að Iceland Magazine birti frétt Fréttablaðsins á ensku. „Næst á dagskrá er að koma málinu að í fjölmiðlum úti en það er hægara sagt en gert þar sem allir fjölmiðlar eru ríkisreknir. Þar sem nauðgarinn er þekktur gætu stjórnvöld reynt að þagga málið niður því það er verið að byggja upp ferðaþjónustu í landinu og mikil landkynning í gangi. En ég læt það ekki hafa áhrif á mína baráttu,“ segir Heiðrún sem er þó fegin að vera komin langt í burtu frá erfiðum aðstæðum og nýtur þess nú að vera í fangi fjölskyldu og vina. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49 Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Það er mikill léttir að vera komin heim en ég er ekki búin að gefast upp á þessu máli. Ég mun gera allt sem ég get til að þessi maður verði dæmdur fyrir það sem hann gerði,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann sem lagði fram nauðgunarkæru fyrir tæpum mánuði í Níkaragva, gegn manni sem er þekktur þar í landi fyrir að hafa verið kosinn fegurðarkóngur fyrr á árinu. Heiðrún hefur staðið í ströngu síðan hún lagði fram kæruna því ferlið hefur gengið afar hægt og treglega. Einnig segir hún þolendum kynferðisofbeldis sýndur lítill stuðningur í Níkaragva. Heiðrún þurfti sjálf að greiða lögfræðingi til að geta lagt fram kæru og fylgt málinu eftir en eftir að Fréttablaðið fjallaði um mál hennar setti hópur undir nafninu Aktívismi gegn nauðgunarmenningu af stað söfnun til styrktar henni.vísir/stefán„Ég er svo þakklát fyrir stuðninginn. Fjárhæðin dugði akkúrat fyrir lögfræðikostnaðinum,“ segir Heiðrún sem kom til Íslands í fyrradag eftir níu mánaða dvöl í landinu þar sem hún starfaði sem au pair. Tveimur dögum áður en hún fór heim var loks fjallað um mál hennar fyrir rétti en Heiðrún var farin að halda að málið yrði fellt niður. Málið er nú í höndum réttarins en meintur gerandi hefur enn ekki verið handtekinn eða látinn vita af kærunni. Heiðrún segir málið vera farið að fréttast um landið eftir að Iceland Magazine birti frétt Fréttablaðsins á ensku. „Næst á dagskrá er að koma málinu að í fjölmiðlum úti en það er hægara sagt en gert þar sem allir fjölmiðlar eru ríkisreknir. Þar sem nauðgarinn er þekktur gætu stjórnvöld reynt að þagga málið niður því það er verið að byggja upp ferðaþjónustu í landinu og mikil landkynning í gangi. En ég læt það ekki hafa áhrif á mína baráttu,“ segir Heiðrún sem er þó fegin að vera komin langt í burtu frá erfiðum aðstæðum og nýtur þess nú að vera í fangi fjölskyldu og vina. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49 Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49
Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00