Fréttahaukur í lífshættu: „Þegar ég sé grænt, þá keyri ég!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2016 10:52 Steingrímur Sævarr hefur að einhverju leyti samúð með þeim sem hneykslast á hjólreiðafólki enda hefur hann sem skokkari stundum komist í hann krappann. Vísir/Andri Marinó/Loftmyndir.is „Ég er alltaf sallarólegur, en þetta var öðruvísi byrjun á vinnudeginum,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, ráðgjafi á sviði almannatengsla og fyrrverandi fréttastjóri, sem lenti í lífsháska á leið sinni til vinnu í morgun. Hann telur að ökumaður bifreiðar hafi reynt að keyra hann viljandi niður. Steingrímur hjólar til vinnu og var á hjólastígnum við Suðurlandsbraut á leið í vesturátt þegar hann nálgaðist gatnamótin við Reykjaveg. Náði honum við Grand Hótel „Það eru engin geimvísindi að ef hjólreiðamaður lendir í árekstri við bifreið, hvort sem hann er í rétti eða ekki, þá fer hann verr út úr því en ökumaðurinn,“ segir Steingrímur Sævarr í samtali við Vísi. Hann hafi því hægt ferðina þrátt fyrir að við blasti grænt ljós en umferðarljósin á umræddum gatnamótum snúa að akandi, gangandi og hjólandi. Grænt var fyrir hjólandi. „Ég sé að það er grænt en hægi á mér og lít til hliðar. Við horfumst í augu, það er grænt hjá mér svo ég hjóla af stað. Þá gefur hann í, ég heyri það,“ segir Steingrímur en ökumaðurinn „rétt missti af honum“ eins og Steingrímur orðar það í Fésbókarfærslu um atvikið. „Hann keyrir niður Reykjaveginn og flautar á mig,“ segir Steingrímur ekki par sáttur við hegðun samborgarans sem rétt missti af Steingrími eins og hann orðar það. Hann sá að ökumaðurinn beygði inn Sigtúnið sem er botnlangi. Ákvað hann því að elta bílinn og náði honum við Grand Hótel. „Þar hélt hann smá fyrirlestur fyrir mig um það hvernig hjólreiðafólk væri að eyðileggja íslenska umferðarmenningu,“ segir Steingrímur. Hann hafi spurt ökumanninn hvaða litur hafi verið á ljósinu sínu, fyrir hjólandi og fengið svarið: „Þegar ég sé grænt þá keyri ég!“Sýndi honum vísifingurinn Steingrímur segist hafa bent honum á að þetta væri líklega ekki gáfulegasti mátinn til að haga sér í umferðinni. Þá væri það hans skoðun að menn eins og ökumaðurinn væru að eyðileggja íslenska umferðarmenningu. Maðurinn sagðist í framhaldinu ætla að ræða við Steingrím síðar en bætti þó við að hann hefði ekkert nánar við hann að ræða og arkaði inn á Grand Hótel. „Svo sneri hann sér við og rétti mér vísifingurinn,“ segir Steingrímur sem myndaði átakamanninn í sömu andrá. „Ég veit ekki hvað það þýðir,“ segir Steingrímur sem telur að viðmælandi hans hafi líklega átt betri daga en þennan. Hann hefur hins vegar ákveðinn skilning með sjónarmiðum hans. „Ég hef stundum rétt sloppið úti að skokka þegar hjólreiðamenn taka fram úr mér á mikilli ferð án þess að hringja bjöllu,“ segir Steingrímur. Hann skilji vel pirring fólks út í hjólreiðamenn. „Ég er ekki í latexgalla og á bjöllulausu lofthjóli. Ég er bara á mínu fjallahjóli og hjóla afskaplega rólega.“ Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Ég er alltaf sallarólegur, en þetta var öðruvísi byrjun á vinnudeginum,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, ráðgjafi á sviði almannatengsla og fyrrverandi fréttastjóri, sem lenti í lífsháska á leið sinni til vinnu í morgun. Hann telur að ökumaður bifreiðar hafi reynt að keyra hann viljandi niður. Steingrímur hjólar til vinnu og var á hjólastígnum við Suðurlandsbraut á leið í vesturátt þegar hann nálgaðist gatnamótin við Reykjaveg. Náði honum við Grand Hótel „Það eru engin geimvísindi að ef hjólreiðamaður lendir í árekstri við bifreið, hvort sem hann er í rétti eða ekki, þá fer hann verr út úr því en ökumaðurinn,“ segir Steingrímur Sævarr í samtali við Vísi. Hann hafi því hægt ferðina þrátt fyrir að við blasti grænt ljós en umferðarljósin á umræddum gatnamótum snúa að akandi, gangandi og hjólandi. Grænt var fyrir hjólandi. „Ég sé að það er grænt en hægi á mér og lít til hliðar. Við horfumst í augu, það er grænt hjá mér svo ég hjóla af stað. Þá gefur hann í, ég heyri það,“ segir Steingrímur en ökumaðurinn „rétt missti af honum“ eins og Steingrímur orðar það í Fésbókarfærslu um atvikið. „Hann keyrir niður Reykjaveginn og flautar á mig,“ segir Steingrímur ekki par sáttur við hegðun samborgarans sem rétt missti af Steingrími eins og hann orðar það. Hann sá að ökumaðurinn beygði inn Sigtúnið sem er botnlangi. Ákvað hann því að elta bílinn og náði honum við Grand Hótel. „Þar hélt hann smá fyrirlestur fyrir mig um það hvernig hjólreiðafólk væri að eyðileggja íslenska umferðarmenningu,“ segir Steingrímur. Hann hafi spurt ökumanninn hvaða litur hafi verið á ljósinu sínu, fyrir hjólandi og fengið svarið: „Þegar ég sé grænt þá keyri ég!“Sýndi honum vísifingurinn Steingrímur segist hafa bent honum á að þetta væri líklega ekki gáfulegasti mátinn til að haga sér í umferðinni. Þá væri það hans skoðun að menn eins og ökumaðurinn væru að eyðileggja íslenska umferðarmenningu. Maðurinn sagðist í framhaldinu ætla að ræða við Steingrím síðar en bætti þó við að hann hefði ekkert nánar við hann að ræða og arkaði inn á Grand Hótel. „Svo sneri hann sér við og rétti mér vísifingurinn,“ segir Steingrímur sem myndaði átakamanninn í sömu andrá. „Ég veit ekki hvað það þýðir,“ segir Steingrímur sem telur að viðmælandi hans hafi líklega átt betri daga en þennan. Hann hefur hins vegar ákveðinn skilning með sjónarmiðum hans. „Ég hef stundum rétt sloppið úti að skokka þegar hjólreiðamenn taka fram úr mér á mikilli ferð án þess að hringja bjöllu,“ segir Steingrímur. Hann skilji vel pirring fólks út í hjólreiðamenn. „Ég er ekki í latexgalla og á bjöllulausu lofthjóli. Ég er bara á mínu fjallahjóli og hjóla afskaplega rólega.“
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira