Lífið

Átta af hverjum tíu lent í að vera „ghostaðir“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stefnumótamenning heimsins hefur tekið talsverðum breytingum í kjölfar tækninýjunga.
Stefnumótamenning heimsins hefur tekið talsverðum breytingum í kjölfar tækninýjunga. vísir/getty
Sé eitthvað að marka könnun stefnumótavefsíðunnar PlentyOfFish þá hafa um áttatíu prósent fólks einhvern tíman „ghostað“ aðila sem það er að hitta. Fjallað er um málið á vef Bustle.

Slangrið að „ghosta“ einhvern hefur verið notað yfir það þegar einhver hættir skyndilega að hafa samskipti við aðila sem hann, eða hún, hefur verið að hitta. Lætur aðilinn þá yfirleitt nægja að sjá aðeins skilaboð frá hinum aðilanum en hættir hins vegar að leggja eitthvað til málanna.

Rúmlega 800 manns á aldrinum 18-33 ára tók þátt í könnun PlentyOfFish. Af þeim höfðu 78 prósent lent í því að vera „ghostuð“. Í könnuninni kom einnig fram að fjórtán prósent hefðu einhvern tíman farið á fleiri en eitt stefnumót sama daginn og að rúmlega fjórir af hverjum tíu höfðu sent nektarmynd af sér. Sex prósent sögðust ekki muna hvort nektarmynd af þeim væri til.

Ekki eru til sambærilegar kannanir frá fyrri tíð og því óljóst hvort að fyrirbærið hafi færst í aukana. Stuðningsmenn þess hafa bent á að aðstæður séu breyttar frá fyrri tíð. Fólk kynnist í auknum mæli í gegnum smáforrit eða vefinn og það liggi í hlutarins eðli að sambandsslit muni einnig taka breytingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.