Fangar á Litla Hrauni setja saman íslenska hönnun Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. apríl 2016 11:00 Dagný Bjarnadóttir arkitekt hannar garðbekki úr íslenskum skógarviði. Bekkirnir eru framleiddir á Litla-Hrauni. mynd/Hanna Andrésdóttir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hannar garðbekki úr íslenskum skógarvið sem settir eru saman á Litla Hrauni. Dagný segir gefandi að koma að uppbyggilegu starfi innan fangelsismúranna.„Hugmyndin að framleiðslu útihúsgagna á Litla Hrauni spratt upp úr samtali milli mín og Hildar Gunnarsdóttur, arkitekts. Hún þekkti til innviða fangelsa í tengslum við lokaverkefni sitt og dómnefndarstarfa í samkeppni um nýja fangelsið á Hólmsheiði og sagði mér hvað það væri lítið við að vera í fangelsunum. Ég var þá nýbúin á námskeiði í að smíða bekki úr íslenskum skógarvið og datt strax í hug að hanna nýja útfærslu af að bekkjum sem væri hægt að vinna inni á Litla Hrauni,“ útskýrir Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt og höfundur garðbekkja sem nú eru í framleiðslu undir vörumerkinu Fang. „Nafnið vísar í það hvar þeir eru framleiddir, en einnig í skammstöfunina „Framleiðsla Afurða úr Nytjaskógi í Grennd,“ bætir hún við.Bekkirnir fengu góðar viðtökur á HönnunarMars en Dagný sýndi þá í Nesstofu.Bekkina sýndi Dagný í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi á liðnum HönnunarMars. Þeir eru framleiddir úr alaska ösp og greni, sem fellur til úr görðum og skógum í nágrenninu. Viðurinn er ómeðhöndlaður en Dagný segist vilja að hann geti brotnað niður í nátttúrunni þegar að vitjunartíma hans kemur. Með því að hafa viðinn upp á rönd leki væta vel af honum en búast megi við að endurnýja þurfi viðinn í bekkjunum eftir um það bil 40- 50 ár. Fætur eru úr pólýhúðuðu stáli. Bekkirnir fengu frábærar viðtökur á HönnunarMarsinum. „Ég sýndi fjóra bogadregna bekki saman og lét lá liðast um rýmið og fyrir utan það líka. Það kom mjög skemmtilega út,“ segir Dagný. „Bogabekkirnir sem ég sýndi í Lækningaminjasafninu fara í Grasagarðinn og nú þegar eru komnir Fang bekkir á ýmsa staði til dæmis í Hellisgerði í Hafnarfirði, á Klambratún og í Vatnsmýrina. Hver bekkur er framleiddur eftir pöntun og í gegnum mig. Það er enginn bekkur eins og þannig verða þeir persónulegri fyrir vikið. Þetta verður heldur aldrei fjöldaframleiðsla þar sem verkstæðið á Litla Hrauni annar bara ákveðnu magni og eins þarf að útvega efni,“ segir Dagný. "Skógræktarfélögin á Suðurlandi hafa útvegað og sagað efnið niður fyrir mig. Efnið kemur úr næsta nágrenni við fangelsið, frá Heiðmörk, Grímsnesi og Tumastöðum, eins hafa stórviðir úr görðum stunum verið nýttir."Viðurinn í bekkjunum er ómeðhöndlaður en Dagný vildi að hann gæti brotnað niður í náttúrunni eiturefnalaus þegar hann hefði lokið hlutverki sínu.Dagný segir gefandi að geta komið að uppbyggilegu starfi innan fangelsismúranna og lætur vel af samstarfinu við fangana. „Þar eru verkstjórar yfir verkinu en ég fer reglulega og hitti fangana til að fara yfir verklag og annað. Það var virkilega gaman hvað þeir tóku verkefninu fagnandi og eru orðnir sérfræðingar í þessu. Smíðin er frekar einföld og því hentaði þetta vel þarna inn, það geta margir tileinkað sér verklagið.“Er frekara samstarf við Litla Hraun á döfinni? „Ég er með hugmyndir í kollinum sem ég á alveg eftir að útfæra. Mig dreymir til dæmis um að útfæra bekkina í borð og bekk saman, eins og á nestisáningarstaði.“ Nánar má forvitnast um hönnun Dagnýar á www.dld.is Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hannar garðbekki úr íslenskum skógarvið sem settir eru saman á Litla Hrauni. Dagný segir gefandi að koma að uppbyggilegu starfi innan fangelsismúranna.„Hugmyndin að framleiðslu útihúsgagna á Litla Hrauni spratt upp úr samtali milli mín og Hildar Gunnarsdóttur, arkitekts. Hún þekkti til innviða fangelsa í tengslum við lokaverkefni sitt og dómnefndarstarfa í samkeppni um nýja fangelsið á Hólmsheiði og sagði mér hvað það væri lítið við að vera í fangelsunum. Ég var þá nýbúin á námskeiði í að smíða bekki úr íslenskum skógarvið og datt strax í hug að hanna nýja útfærslu af að bekkjum sem væri hægt að vinna inni á Litla Hrauni,“ útskýrir Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt og höfundur garðbekkja sem nú eru í framleiðslu undir vörumerkinu Fang. „Nafnið vísar í það hvar þeir eru framleiddir, en einnig í skammstöfunina „Framleiðsla Afurða úr Nytjaskógi í Grennd,“ bætir hún við.Bekkirnir fengu góðar viðtökur á HönnunarMars en Dagný sýndi þá í Nesstofu.Bekkina sýndi Dagný í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi á liðnum HönnunarMars. Þeir eru framleiddir úr alaska ösp og greni, sem fellur til úr görðum og skógum í nágrenninu. Viðurinn er ómeðhöndlaður en Dagný segist vilja að hann geti brotnað niður í nátttúrunni þegar að vitjunartíma hans kemur. Með því að hafa viðinn upp á rönd leki væta vel af honum en búast megi við að endurnýja þurfi viðinn í bekkjunum eftir um það bil 40- 50 ár. Fætur eru úr pólýhúðuðu stáli. Bekkirnir fengu frábærar viðtökur á HönnunarMarsinum. „Ég sýndi fjóra bogadregna bekki saman og lét lá liðast um rýmið og fyrir utan það líka. Það kom mjög skemmtilega út,“ segir Dagný. „Bogabekkirnir sem ég sýndi í Lækningaminjasafninu fara í Grasagarðinn og nú þegar eru komnir Fang bekkir á ýmsa staði til dæmis í Hellisgerði í Hafnarfirði, á Klambratún og í Vatnsmýrina. Hver bekkur er framleiddur eftir pöntun og í gegnum mig. Það er enginn bekkur eins og þannig verða þeir persónulegri fyrir vikið. Þetta verður heldur aldrei fjöldaframleiðsla þar sem verkstæðið á Litla Hrauni annar bara ákveðnu magni og eins þarf að útvega efni,“ segir Dagný. "Skógræktarfélögin á Suðurlandi hafa útvegað og sagað efnið niður fyrir mig. Efnið kemur úr næsta nágrenni við fangelsið, frá Heiðmörk, Grímsnesi og Tumastöðum, eins hafa stórviðir úr görðum stunum verið nýttir."Viðurinn í bekkjunum er ómeðhöndlaður en Dagný vildi að hann gæti brotnað niður í náttúrunni eiturefnalaus þegar hann hefði lokið hlutverki sínu.Dagný segir gefandi að geta komið að uppbyggilegu starfi innan fangelsismúranna og lætur vel af samstarfinu við fangana. „Þar eru verkstjórar yfir verkinu en ég fer reglulega og hitti fangana til að fara yfir verklag og annað. Það var virkilega gaman hvað þeir tóku verkefninu fagnandi og eru orðnir sérfræðingar í þessu. Smíðin er frekar einföld og því hentaði þetta vel þarna inn, það geta margir tileinkað sér verklagið.“Er frekara samstarf við Litla Hraun á döfinni? „Ég er með hugmyndir í kollinum sem ég á alveg eftir að útfæra. Mig dreymir til dæmis um að útfæra bekkina í borð og bekk saman, eins og á nestisáningarstaði.“ Nánar má forvitnast um hönnun Dagnýar á www.dld.is
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira