Aron bjartsýnn á að ná HM í Frakklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2016 19:00 Aron Pálmarsson er bjartsýnn á að geta verið með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst 12. janúar. Aron, sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi, hefur verið frá vegna nárameiðsla í fjórar vikur. Hann segist þó vera á batavegi. „Þetta eru þreytt meiðsli og maður þarf alveg að ná sér. Þetta lítur ágætlega út. Ég er bjartsýnn og treysti þessu teymi sem er hérna heima til að ná mér góðum fyrir HM,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gaupi hitti Aron í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 var útnefndur. Aron endaði í 8. sæti í kjörinu. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar vikur í meðhöndlun hjá læknateymi landsliðsins. Íslenska liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í undanförnum leikjum. Þrátt fyrir það er Aron bjartsýnn á gott gengi í Frakklandi. „Mér finnst þetta ekki eins slæmt og talað er um. Við erum að móta okkur upp á nýtt og það tekur sinn tíma. Það hafa bara verið fjórir leikir síðan Geir [Sveinsson] tók við. Ég held að við náum að toppa á réttum tíma á HM,“ sagði Aron og bætti því við að markmið Íslands væri að komast upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslitin. Aron hefur verið í stóru hlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Hlutverkið er þó orðið enn stærra eftir að reynslumiklir leikmenn lögðu landsliðsskóna á hilluna. Aron tekur aukinni ábyrgð fagnandi. „Það eru nokkrir reynsluboltar sem eru hættir og þá leggst þetta kannski aðeins meira á mig. Ég tek því fagnandi, ég held að það sé eitthvað sem alla dreymir um, að fá sem stærst hlutverk í sínu landsliði,“ sagði Aron.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Aron Pálmarsson er bjartsýnn á að geta verið með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst 12. janúar. Aron, sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi, hefur verið frá vegna nárameiðsla í fjórar vikur. Hann segist þó vera á batavegi. „Þetta eru þreytt meiðsli og maður þarf alveg að ná sér. Þetta lítur ágætlega út. Ég er bjartsýnn og treysti þessu teymi sem er hérna heima til að ná mér góðum fyrir HM,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gaupi hitti Aron í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 var útnefndur. Aron endaði í 8. sæti í kjörinu. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar vikur í meðhöndlun hjá læknateymi landsliðsins. Íslenska liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í undanförnum leikjum. Þrátt fyrir það er Aron bjartsýnn á gott gengi í Frakklandi. „Mér finnst þetta ekki eins slæmt og talað er um. Við erum að móta okkur upp á nýtt og það tekur sinn tíma. Það hafa bara verið fjórir leikir síðan Geir [Sveinsson] tók við. Ég held að við náum að toppa á réttum tíma á HM,“ sagði Aron og bætti því við að markmið Íslands væri að komast upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslitin. Aron hefur verið í stóru hlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Hlutverkið er þó orðið enn stærra eftir að reynslumiklir leikmenn lögðu landsliðsskóna á hilluna. Aron tekur aukinni ábyrgð fagnandi. „Það eru nokkrir reynsluboltar sem eru hættir og þá leggst þetta kannski aðeins meira á mig. Ég tek því fagnandi, ég held að það sé eitthvað sem alla dreymir um, að fá sem stærst hlutverk í sínu landsliði,“ sagði Aron.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54
Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30