Handbolti

Geir sker niður um fimm

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur er reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum.
Guðjón Valur er reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum. vísir/ernir
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi.

Geir skar upphaflega 28 manna hópinn niður um fimm leikmenn. Þeir sem detta út eru markverðirnir Hreiðar Levý Guðmundsson og Grétar Ari Guðjónsson og útileikmennirnir Elvar Örn Jónsson, Sigurbergur Sveinsson og Óðinn Þór Ríkharðsson.

Ísland hefur leik 12. janúar þegar það mætir Spánverjum í Metz. Áður mun liðið spila þrjá vináttulandsleiki í Danmörku.

Hluti hópsins hóf æfingar í gær, miðvikudag, en allt liðið kemur saman til æfinga mánudaginn 2. janúar næstkomandi.

Æfingahópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim            

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club    

Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan            

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad            

Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue                

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV                

Vignir Svavarsson, Team Tvis Holstebro

Vinstri hornamenn:

Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin            

Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen        

Stefán Rafn Sigurmannsson, Aalborg Håndbold        

Hægri hornamenn:

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club    

Guðmundur Árni Ólafsson, Haukar                

Vinstri skytttur:

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém KC            

Guðmundur Hómar Helgason, Cesson Rennes            

Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad        

Tandri Konráðsson, Skjern Håndbold            

Leikstjórnendur:

Arnór Atlason, Aalborg Håndbold            

Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad          

Janus Daði Smárason, Haukar                

Hægri skyttur:

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes                

Geir Guðmundsson, Cesson Rennes            

Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold  

Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×