List að vera leigjandi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. maí 2016 16:30 Rakel og Úlfur í stofunni sem er uppáhaldsstaðurinn í íbúðinni sem þau leigja á Vesterbro í Kaupmannahöfn. Krummi eftir Rakel hangir á vegg og fallegir munir og myndir skreyta kommóðuna. myndir/Rakel Hinriksdóttir „Listin felst í því að gera annarra manna hús að heimili sínu en þetta er þriðja íbúðin sem við búum í síðan við fluttum út,“ segir Rakel Hinriksdóttir en hún býr ásamt Jóni Þorsteini Reynissyni á Vesterbro í Kaupmannahöfn. Þar hafa þau búið síðustu fjögur árin frá því að Jón hóf nám í Konunglega tónlistarskólanum. Rakel er grafískur hönnuður og vinnur á lítilli hönnunarstofu, Monokrom. Fyrir einu og hálfu ári kom sonur þeirra Úlfur Már í heiminn. „Hann er því algjör Dani enn sem komið er,“ segir Rakel, sem kann afar vel við sig í borginni. Hvernig er hverfið? „Vesterbro er ofsalega vinalegt hverfi og spennandi. Ég þarf bara að hjóla 250 metra í vinnuna, en fer samt fram hjá kebabbúllu, bódegu, bókaútgáfu, pólitískri bókabúð, hjólaverkstæði, leikhúsi, tveimur matvörubúðum, rakarastofu, beyglusjoppu og öryggishurðasölu.Rakel og Jón hafa flutt þrisvar á fjórum árum. Hún segir ákveðna list að búa sér notalegt heimili í annarra manna húsum.Um helgar reynum við að fara út, það er alltaf eitthvað um að vera einhvers staðar. Ég er frekar sjúk í flóamarkaði til dæmis. Við förum svo yfirleitt með Úlf á einn af leikvöllunum í grenndinni eða leyfum honum að eltast við dúfur í almenningsgarði. Hvernig myndirðu lýsa stílnum á heimilinu? „Hippastíll væri ekkert langt frá hinu sanna. Ég vil hafa liti, kontrasta og alls konar ólíka hluti í bland. Ég er líka hrifin af viðarlitum og vil hafa viðarhúsgögn í bland við hvítt og ljóst. Ég hef mjög gaman af því að föndra eitthvað og hengja upp. Núna eru það hangandi spottar sem ég límdi hringi á og skreytti hurðirnar með. Áður var það stór veggmynd sem ég bjó til úr spilastokkum. Sem betur fer er Jón mjög skilningsríkur og kvartar lítið sem ekkert, blessaður.“ Ég er mikil myndamanneskja og vil til dæmis hafa myndir af fólkinu mínu uppi við. Stofan er í miklu uppáhaldi. Það er hátt til lofts en húsið er frá því rétt um 1920. Uppáhaldshluturinn minn er Bang&Olufsen plötuspilari frá 1988 sem ég fann hálflemstraðan á flóamarkaði og lét laga. Hann er einstaklega fallegur og hljóðið er ekta. Ég á mikið af plötum og finnst fátt betra en að smella einni góðri á fóninn.“ Hver er sagan á bak við veggspjöldin? „Hugmyndin að plakötunum kom þegar ég var langt komin með fæðingarorlof og var farið að lengja eftir því að skapa eitthvað. Mig langaði að prófa mig áfram með geómetrísk form í nokkur plaköt á mína eigin veggi, og byrjaði á því að búa til úlf, bætti svo við lunda, snæuglu og heiðlóu. Verkefnið vatt upp á sig og fékk nafnið Undra. Nú hef ég gert 17 mismunandi plaköt og viðtökurnar hafa komið mér mjög skemmtilega á óvart,“ segir Rakel en veggspjöldin má kynna sér á Facebook.Veggspjöldin eru verk Rakelar sjálfrar og má kynna sér þau nánar á Facebook undir heitinu Undra. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Vrúmm, vrúmm... vrúmm? Gagnrýni Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Sjá meira
„Listin felst í því að gera annarra manna hús að heimili sínu en þetta er þriðja íbúðin sem við búum í síðan við fluttum út,“ segir Rakel Hinriksdóttir en hún býr ásamt Jóni Þorsteini Reynissyni á Vesterbro í Kaupmannahöfn. Þar hafa þau búið síðustu fjögur árin frá því að Jón hóf nám í Konunglega tónlistarskólanum. Rakel er grafískur hönnuður og vinnur á lítilli hönnunarstofu, Monokrom. Fyrir einu og hálfu ári kom sonur þeirra Úlfur Már í heiminn. „Hann er því algjör Dani enn sem komið er,“ segir Rakel, sem kann afar vel við sig í borginni. Hvernig er hverfið? „Vesterbro er ofsalega vinalegt hverfi og spennandi. Ég þarf bara að hjóla 250 metra í vinnuna, en fer samt fram hjá kebabbúllu, bódegu, bókaútgáfu, pólitískri bókabúð, hjólaverkstæði, leikhúsi, tveimur matvörubúðum, rakarastofu, beyglusjoppu og öryggishurðasölu.Rakel og Jón hafa flutt þrisvar á fjórum árum. Hún segir ákveðna list að búa sér notalegt heimili í annarra manna húsum.Um helgar reynum við að fara út, það er alltaf eitthvað um að vera einhvers staðar. Ég er frekar sjúk í flóamarkaði til dæmis. Við förum svo yfirleitt með Úlf á einn af leikvöllunum í grenndinni eða leyfum honum að eltast við dúfur í almenningsgarði. Hvernig myndirðu lýsa stílnum á heimilinu? „Hippastíll væri ekkert langt frá hinu sanna. Ég vil hafa liti, kontrasta og alls konar ólíka hluti í bland. Ég er líka hrifin af viðarlitum og vil hafa viðarhúsgögn í bland við hvítt og ljóst. Ég hef mjög gaman af því að föndra eitthvað og hengja upp. Núna eru það hangandi spottar sem ég límdi hringi á og skreytti hurðirnar með. Áður var það stór veggmynd sem ég bjó til úr spilastokkum. Sem betur fer er Jón mjög skilningsríkur og kvartar lítið sem ekkert, blessaður.“ Ég er mikil myndamanneskja og vil til dæmis hafa myndir af fólkinu mínu uppi við. Stofan er í miklu uppáhaldi. Það er hátt til lofts en húsið er frá því rétt um 1920. Uppáhaldshluturinn minn er Bang&Olufsen plötuspilari frá 1988 sem ég fann hálflemstraðan á flóamarkaði og lét laga. Hann er einstaklega fallegur og hljóðið er ekta. Ég á mikið af plötum og finnst fátt betra en að smella einni góðri á fóninn.“ Hver er sagan á bak við veggspjöldin? „Hugmyndin að plakötunum kom þegar ég var langt komin með fæðingarorlof og var farið að lengja eftir því að skapa eitthvað. Mig langaði að prófa mig áfram með geómetrísk form í nokkur plaköt á mína eigin veggi, og byrjaði á því að búa til úlf, bætti svo við lunda, snæuglu og heiðlóu. Verkefnið vatt upp á sig og fékk nafnið Undra. Nú hef ég gert 17 mismunandi plaköt og viðtökurnar hafa komið mér mjög skemmtilega á óvart,“ segir Rakel en veggspjöldin má kynna sér á Facebook.Veggspjöldin eru verk Rakelar sjálfrar og má kynna sér þau nánar á Facebook undir heitinu Undra.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Vrúmm, vrúmm... vrúmm? Gagnrýni Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Sjá meira