SKOTVÍS vill endurskoðun á svartfuglaveiðum Dúi J. Landmark skrifar 21. mars 2016 10:26 Vegna fréttar á Vísi um fækkun stuttnefjunnar vill stjórn SKOTVÍS koma eftirfarandi á framfæri: SKOTVÍS deilir áhyggjum yfir slæmu ástandi stuttnefjustofnsins og fleiri svartfuglsstofna, þá fyrst og fremst teistu og lunda. Því er hér kærkomið tækifæri til að skýra aðeins afstöðu félagsins gagnvart þessum málum. Samkvæmt þeim takmörkuðu upplýsingum sem borist hafa um veiðar Grænlendinga á stuttnefju virðist vera um óhóflega magnveiði að ræða, og því ástæða til að setja spurningarmerki við fyrirkomulag veiðanna. Þó skal tekið fram að nákvæmar upplýsingar um veiðarnar hafa ekki borist félaginu og hefur það því ekki ennþá mótað sér opinbera afstöðu til þeirra. Í lok fréttarinnar segir: „Fulltrúar Skotvís sátu í nefndinni [Starfshópur umhverfisráðherra um verndun og endurreisn svartfuglastofna, skipaður árið 2011 (innsk. greinarhöfundar)] og stóðu ekki að tillögum hennar, enda þeirrar skoðunar að veiðar úr stofnunum hefðu ekkert með fækkun þeirra að gera, heldur hlýnun og viðkomubrestur stofnanna í kjölfarið.“ Hér er frjálslega farið með staðreyndir, og úr þessu mætti lesa að afstaða SKOTVÍS sé einfaldlega að hér þurfi ekkert að ræða málin, óhætt sé að veiða eins og hvern lystir án tillits til fækkunar eða breyttra aðstæðna í umhverfinu. Því fer fjarri. SKOTVÍS hefur barist lengi fyrir því að afföll og ástand svartfuglastofna séu rannsökuð ítarlegar og á breiðari grundvelli en gert hefur verið fram til þessa. En það er ekki nóg, SKOTVÍS kallar líka eftir nýjum áherslum í umræðunni. Umræða sem á að skila árangri þarf að vera málefnaleg og byggð á vísindum, ekki persónulegum skoðunum og geðþóttaákvörðunum ráðamanna.Enginn samhljómur í nefndinni Til þess að þetta megi nást fram þurfa að vera skýr skil á milli umræðunnar um orsakir fækkunar annarsvegar, og umræðunnar um áhrif veiða hinsvegar. Svo lengi sem þessu tvennu er blandað saman verður umræðan ómarkviss og afvegaleiðandi. Einnig þarf að gera skýran greinarmun á hlutverki þeirra stofnana sem stunda stofnstærðarrannsóknir og vöktun annars vegar (Náttúrufræðistofnun Íslands) og hinsvegar þeirra sem sjá um veiðistjórnun (Umhverfisstofnun), en fyrrum umhverfisráðherrar virðast sumir hafa litið svo á að veiðistjórnun í landinu væri skilgreint hlutverk Náttúrufræðistofnunar sem er fjarri lagi. Einnig segir í viðtalinu: „Meirihluti ráðherranefndar mælti hins vegar með friðun allra tegunda svartfugla við Ísland árið 2011 – og þá til fimm ára. Starfshópurinn taldi helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en að tímabundið bann við veiðum og nýtingu myndi flýta fyrir endurreisn þeirra.“ Hér er þörf á meiri nákvæmni. Einungis 4 af þeim 7 sem sátu í nefndinni skrifuðu undir þær tillögur sem sendar voru til þáverandi umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur. Í nefndinni sátu ásamt fulltrúa SKOTVÍS, fulltrúar frá Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Bændasamtökunum. Fulltrúi Bændasamtakanna sagði sig úr nefndinni, Umhverfisstofnun og SKOTVÍS skiluðu hvort um sig séráliti. Þessar tillögur, sem alls ekki ríkti einhugur um, voru síðan samþykktar af ráðherra. Að mati SKOTVÍS var um pantaða niðurstöðu að ræða sem þjónaði þeim tilgangi að geta slegið pólitískar keilur gagnvart ákveðnum hópum.SKOTVÍS vildi friða teistuÞær tillögur sem SKOTVÍS setti fram snerust um að marka skýra stefnu til framtíðar með sjálfbæra nýtingu að að markmiði, og að efla rannsóknir í þeim tilgangi. Þessum tillögum félagsins ásamt sjónarmiðum bændasamtakanna og Umhverfisstofnunar var fálega tekið. Meðal annars lagði SKOTVÍS til friðun teistu sem ekki náðist samstaða um, sem er talsvert umhugsunarefni. En líklegast var áherslan meiri á að keyra styttingu veiðtíma á svartfugli í gegn hvað sem tautaði og raulaði frekar en að mynda heildstæða veiðistjórnunarstefnu. Enda varð ákvörðun ráðherra sú að stytta veiðitímann um 15 daga í lok tímans, einmitt þá daga sem best hafa nýst til veiða vegna veðurs, en eins og margir þekkja eru veður rysjótt um miðjan apríl og því virðist öryggi veiðimanna hafa skipt litlu máli þegar kom að fyrrgreindri ákvörðun. Til upplýsingar má geta þess að áætlaður fjöldi veiddra svartfugla við Ísland er talinn nema um einu prósenti, eða þar innan við, af heildarstærð stofnsins. Þótt sú afstaða hafi ekki verið gerð opinber hefur fleiri en einn líffræðingur látið þá skoðun í ljós í óformlegum samræðum við SKOTVÍS að skotveiðar eins og þær sem hafa verið stundaðar á Íslandi hafi í raun ekki áhrif á stofnstærð svartfugla s.s. langvíu, stuttnefju og álku. Þess utan liggja engin haldbær gögn eða vísindaleg vissa fyrir um hlutfall varpfugls í afla, eða hvort um varpfugl er þar að ræða yfir höfuð. SKOTVÍS hefur boðist til að virkja sína félagsmenn til að senda sýni svo hægt sé að fá þeirri óvissu eytt, enda um veigamikið atriði að ræða. Sú hugmynd fékk því miður einnig lítinn hljómgrunn. Enn eitt atriðið sem ekki var tekið með í reikninginn er sá fjöldi fugla sem drepst í netum. Til skamms tíma voru þeir fuglar seldir á fiskmörkuðum eða í fiskbúðum og má t.d. nefna að um 25 tonn af fugli voru seld á þann hátt árið 1998 eða 24.000 – 25.000 fuglar, eða svipað og heildarveiði Langvíu síðustu 10 ár eða svo. Í Ameríku virðast yfirvöld sums staðar tekið skynsamari pól í hæðina en hér heima, þar eru stundaðar veiðar á tegundum sem eru á válista, en eru þar vegna þess að gæði búsvæða hafa minnkað eða svæðin sjálf, ekki vegna skotveiða.Endurskoðum fyrirkomulag svartfuglaveiða Og þar liggur kjarni málsins dálítið að mati SKOTVÍS, við sjáum ekki rökrétt samhengi í því að stytta veiðitímabil eða friða tegundir þegar vitað er að veiðar eru engan veginn úrslitaþáttur í afkomu þeirra. Að því sögðu þá er það einnig stefna félagsins að aldrei skal stunda veiðar úr stofnum sem eru í útrýmingarhættu, eins og lesa má út úr greininni sem hér er til umfjöllunar. Slíkar ráðstafanir eru eins og ef sjávarútvegsráðherra myndi setja á bann við bryggjudorg vegna fækkunar í þorskstofninum, slík ákvörðun engu myndi skila en myndi friðþægja einhverjar sálir. Sú krafa hefur heyrst frá vissum líffræðingum og öðrum sem fylgja þeim að málum að veiðimenn eigi að „axla siðferðilega ábyrgð“ og hætta veiðum á stofnum sem fækkar í. Krafa er því; senda veiðimönnum tékkann fyrir breytingum í umhverfinu og náttúrunni, fyrir skorti á gögnum, rannsóknum og upplýsingum. Að stöðva veiðar án haldfastra raka veitir þeim sem þess krefjast friðþægingu, þó svo að friðun eða stytting veiðitímabila breyti engu um ástand stofnanna. Á sama tíma krefjast sömu aðilar styrkja úr veiðikortasjóði til sinna rannsókna, sjóði sem er fjármagnaður með fé veiðimanna. Þannig mega veiðimenn borga rannsóknir en eiga að hætta veiðum, hversu lítil áhrif sem þær hafa. Það er mat SKOTVÍS að mikilvægt sé að vinna við endurmat á fyrirkomulagi svartfuglsveiða fari fram sem fyrst, og að nú sé tækifæri til að hefja undirbúning að heildstæðri stefnumótun sem byggi á vísindum og skynsemi, tekur heildarmyndina í stað þess að taka auðveldustu leiðina sem er jú að banna og loka. Stjórn SKOTVÍS átti fund með Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra nú á dögunum og kynnti þar henni afstöðu félagsins og hugmyndir. Það er okkar von að það megi verða til þess að hægt sé að taka fyrstu skrefin í stefnumótunarvinnu sem yrði leidd af Umhverfisstofnun í samvinnu við SKOTVÍS, Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun. SKOTVÍS eru að upplagi útivistar- og náttúruverndarsamtök auk þess að vera hagsmunasamtök skotveiðimanna. Við viljum fá að vernda landið og dýrastofna þess en einnig njóta þeirra og nýta á ábyrgan hátt, vonandi verður það sú stefna sem fylgt verður í framtíðinni, ekki auðvelda leiðin sem er að banna án þess að horfa á stóru myndina. Dúi J. Landmark formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vegna fréttar á Vísi um fækkun stuttnefjunnar vill stjórn SKOTVÍS koma eftirfarandi á framfæri: SKOTVÍS deilir áhyggjum yfir slæmu ástandi stuttnefjustofnsins og fleiri svartfuglsstofna, þá fyrst og fremst teistu og lunda. Því er hér kærkomið tækifæri til að skýra aðeins afstöðu félagsins gagnvart þessum málum. Samkvæmt þeim takmörkuðu upplýsingum sem borist hafa um veiðar Grænlendinga á stuttnefju virðist vera um óhóflega magnveiði að ræða, og því ástæða til að setja spurningarmerki við fyrirkomulag veiðanna. Þó skal tekið fram að nákvæmar upplýsingar um veiðarnar hafa ekki borist félaginu og hefur það því ekki ennþá mótað sér opinbera afstöðu til þeirra. Í lok fréttarinnar segir: „Fulltrúar Skotvís sátu í nefndinni [Starfshópur umhverfisráðherra um verndun og endurreisn svartfuglastofna, skipaður árið 2011 (innsk. greinarhöfundar)] og stóðu ekki að tillögum hennar, enda þeirrar skoðunar að veiðar úr stofnunum hefðu ekkert með fækkun þeirra að gera, heldur hlýnun og viðkomubrestur stofnanna í kjölfarið.“ Hér er frjálslega farið með staðreyndir, og úr þessu mætti lesa að afstaða SKOTVÍS sé einfaldlega að hér þurfi ekkert að ræða málin, óhætt sé að veiða eins og hvern lystir án tillits til fækkunar eða breyttra aðstæðna í umhverfinu. Því fer fjarri. SKOTVÍS hefur barist lengi fyrir því að afföll og ástand svartfuglastofna séu rannsökuð ítarlegar og á breiðari grundvelli en gert hefur verið fram til þessa. En það er ekki nóg, SKOTVÍS kallar líka eftir nýjum áherslum í umræðunni. Umræða sem á að skila árangri þarf að vera málefnaleg og byggð á vísindum, ekki persónulegum skoðunum og geðþóttaákvörðunum ráðamanna.Enginn samhljómur í nefndinni Til þess að þetta megi nást fram þurfa að vera skýr skil á milli umræðunnar um orsakir fækkunar annarsvegar, og umræðunnar um áhrif veiða hinsvegar. Svo lengi sem þessu tvennu er blandað saman verður umræðan ómarkviss og afvegaleiðandi. Einnig þarf að gera skýran greinarmun á hlutverki þeirra stofnana sem stunda stofnstærðarrannsóknir og vöktun annars vegar (Náttúrufræðistofnun Íslands) og hinsvegar þeirra sem sjá um veiðistjórnun (Umhverfisstofnun), en fyrrum umhverfisráðherrar virðast sumir hafa litið svo á að veiðistjórnun í landinu væri skilgreint hlutverk Náttúrufræðistofnunar sem er fjarri lagi. Einnig segir í viðtalinu: „Meirihluti ráðherranefndar mælti hins vegar með friðun allra tegunda svartfugla við Ísland árið 2011 – og þá til fimm ára. Starfshópurinn taldi helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en að tímabundið bann við veiðum og nýtingu myndi flýta fyrir endurreisn þeirra.“ Hér er þörf á meiri nákvæmni. Einungis 4 af þeim 7 sem sátu í nefndinni skrifuðu undir þær tillögur sem sendar voru til þáverandi umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur. Í nefndinni sátu ásamt fulltrúa SKOTVÍS, fulltrúar frá Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Bændasamtökunum. Fulltrúi Bændasamtakanna sagði sig úr nefndinni, Umhverfisstofnun og SKOTVÍS skiluðu hvort um sig séráliti. Þessar tillögur, sem alls ekki ríkti einhugur um, voru síðan samþykktar af ráðherra. Að mati SKOTVÍS var um pantaða niðurstöðu að ræða sem þjónaði þeim tilgangi að geta slegið pólitískar keilur gagnvart ákveðnum hópum.SKOTVÍS vildi friða teistuÞær tillögur sem SKOTVÍS setti fram snerust um að marka skýra stefnu til framtíðar með sjálfbæra nýtingu að að markmiði, og að efla rannsóknir í þeim tilgangi. Þessum tillögum félagsins ásamt sjónarmiðum bændasamtakanna og Umhverfisstofnunar var fálega tekið. Meðal annars lagði SKOTVÍS til friðun teistu sem ekki náðist samstaða um, sem er talsvert umhugsunarefni. En líklegast var áherslan meiri á að keyra styttingu veiðtíma á svartfugli í gegn hvað sem tautaði og raulaði frekar en að mynda heildstæða veiðistjórnunarstefnu. Enda varð ákvörðun ráðherra sú að stytta veiðitímann um 15 daga í lok tímans, einmitt þá daga sem best hafa nýst til veiða vegna veðurs, en eins og margir þekkja eru veður rysjótt um miðjan apríl og því virðist öryggi veiðimanna hafa skipt litlu máli þegar kom að fyrrgreindri ákvörðun. Til upplýsingar má geta þess að áætlaður fjöldi veiddra svartfugla við Ísland er talinn nema um einu prósenti, eða þar innan við, af heildarstærð stofnsins. Þótt sú afstaða hafi ekki verið gerð opinber hefur fleiri en einn líffræðingur látið þá skoðun í ljós í óformlegum samræðum við SKOTVÍS að skotveiðar eins og þær sem hafa verið stundaðar á Íslandi hafi í raun ekki áhrif á stofnstærð svartfugla s.s. langvíu, stuttnefju og álku. Þess utan liggja engin haldbær gögn eða vísindaleg vissa fyrir um hlutfall varpfugls í afla, eða hvort um varpfugl er þar að ræða yfir höfuð. SKOTVÍS hefur boðist til að virkja sína félagsmenn til að senda sýni svo hægt sé að fá þeirri óvissu eytt, enda um veigamikið atriði að ræða. Sú hugmynd fékk því miður einnig lítinn hljómgrunn. Enn eitt atriðið sem ekki var tekið með í reikninginn er sá fjöldi fugla sem drepst í netum. Til skamms tíma voru þeir fuglar seldir á fiskmörkuðum eða í fiskbúðum og má t.d. nefna að um 25 tonn af fugli voru seld á þann hátt árið 1998 eða 24.000 – 25.000 fuglar, eða svipað og heildarveiði Langvíu síðustu 10 ár eða svo. Í Ameríku virðast yfirvöld sums staðar tekið skynsamari pól í hæðina en hér heima, þar eru stundaðar veiðar á tegundum sem eru á válista, en eru þar vegna þess að gæði búsvæða hafa minnkað eða svæðin sjálf, ekki vegna skotveiða.Endurskoðum fyrirkomulag svartfuglaveiða Og þar liggur kjarni málsins dálítið að mati SKOTVÍS, við sjáum ekki rökrétt samhengi í því að stytta veiðitímabil eða friða tegundir þegar vitað er að veiðar eru engan veginn úrslitaþáttur í afkomu þeirra. Að því sögðu þá er það einnig stefna félagsins að aldrei skal stunda veiðar úr stofnum sem eru í útrýmingarhættu, eins og lesa má út úr greininni sem hér er til umfjöllunar. Slíkar ráðstafanir eru eins og ef sjávarútvegsráðherra myndi setja á bann við bryggjudorg vegna fækkunar í þorskstofninum, slík ákvörðun engu myndi skila en myndi friðþægja einhverjar sálir. Sú krafa hefur heyrst frá vissum líffræðingum og öðrum sem fylgja þeim að málum að veiðimenn eigi að „axla siðferðilega ábyrgð“ og hætta veiðum á stofnum sem fækkar í. Krafa er því; senda veiðimönnum tékkann fyrir breytingum í umhverfinu og náttúrunni, fyrir skorti á gögnum, rannsóknum og upplýsingum. Að stöðva veiðar án haldfastra raka veitir þeim sem þess krefjast friðþægingu, þó svo að friðun eða stytting veiðitímabila breyti engu um ástand stofnanna. Á sama tíma krefjast sömu aðilar styrkja úr veiðikortasjóði til sinna rannsókna, sjóði sem er fjármagnaður með fé veiðimanna. Þannig mega veiðimenn borga rannsóknir en eiga að hætta veiðum, hversu lítil áhrif sem þær hafa. Það er mat SKOTVÍS að mikilvægt sé að vinna við endurmat á fyrirkomulagi svartfuglsveiða fari fram sem fyrst, og að nú sé tækifæri til að hefja undirbúning að heildstæðri stefnumótun sem byggi á vísindum og skynsemi, tekur heildarmyndina í stað þess að taka auðveldustu leiðina sem er jú að banna og loka. Stjórn SKOTVÍS átti fund með Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra nú á dögunum og kynnti þar henni afstöðu félagsins og hugmyndir. Það er okkar von að það megi verða til þess að hægt sé að taka fyrstu skrefin í stefnumótunarvinnu sem yrði leidd af Umhverfisstofnun í samvinnu við SKOTVÍS, Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun. SKOTVÍS eru að upplagi útivistar- og náttúruverndarsamtök auk þess að vera hagsmunasamtök skotveiðimanna. Við viljum fá að vernda landið og dýrastofna þess en einnig njóta þeirra og nýta á ábyrgan hátt, vonandi verður það sú stefna sem fylgt verður í framtíðinni, ekki auðvelda leiðin sem er að banna án þess að horfa á stóru myndina. Dúi J. Landmark formaður
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar