Lopapeysan framleidd í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 14:34 Rahm virtist vera sáttur með lopapeysuna sem er frá 66° Norður. Mynd/Vísir Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína. Þetta segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, en peysan er frá fyrirtækinu, heitir Grímsey og kostar 33 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum um peysuna eins og gengur; sumum þykir hún flott á meðan öðrum þykir hún ljót. Þá sendi Handprjónasambandið frá sér yfirlýsingu vegna peysunnar fyrr í dag þar sem segir að það sé miður sín yfir peysunni enda leggi það „metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ „Þetta er íslensk ull en peysan er framleidd í Kína. Hönnunin sækir innblástur í íslensku ullarpeysuna og er svona okkar stílfærsla á henni eins og sést til dæmis á hálsmálinu sem er aðeins öðruvísi en á hefðbundinni lopapeysu. Upprunalega kviknaði hugmyndin þegar Arnar í Of Monsters and Men heimsótti okkur einn daginn og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Fannar. Aðspurður hver hafi prjónað þá peysu segist hann ekki vita betur en að það hafi verið amma Arnars.Sjá einnig:Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysunni Peysan er hönnuð af hönnunardeild 66° Norður hér á landi að sögn Fannars. Framleiðsla á peysunni fari hins vegar fram í Kína og peysan sé merkt á þann hátt með miða innan í; Knitted in China. Fannar segir 66° Norður ekki hafa haft aðkomu að því að borgarstjórinn í Chicago fékk umrædda peysu að gjöf. „Nei, við sáum þetta bara í morgun og vissum ekki af þessari gjöf Icelandair.“ En er hægt að segja að lopapeysa sem framleidd sé í Kína sé íslensk peysa? „66° Norður er íslenskt fyrirtæki og íslenskt hugvit en það er ekkert leyndarmál að vörurnar okkar eru framleiddar erlendis. Við erum með okkar eigin verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa um 260 manns enda er 70 til 80 prósent af vörum okkar framleiddar þar. Svo erum við með samstarfsaðila í Kína, Svíþjóð og Portúgal en allar vörur eru merktar framleiðslulandinu.“ Tengdar fréttir Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína. Þetta segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, en peysan er frá fyrirtækinu, heitir Grímsey og kostar 33 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum um peysuna eins og gengur; sumum þykir hún flott á meðan öðrum þykir hún ljót. Þá sendi Handprjónasambandið frá sér yfirlýsingu vegna peysunnar fyrr í dag þar sem segir að það sé miður sín yfir peysunni enda leggi það „metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ „Þetta er íslensk ull en peysan er framleidd í Kína. Hönnunin sækir innblástur í íslensku ullarpeysuna og er svona okkar stílfærsla á henni eins og sést til dæmis á hálsmálinu sem er aðeins öðruvísi en á hefðbundinni lopapeysu. Upprunalega kviknaði hugmyndin þegar Arnar í Of Monsters and Men heimsótti okkur einn daginn og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Fannar. Aðspurður hver hafi prjónað þá peysu segist hann ekki vita betur en að það hafi verið amma Arnars.Sjá einnig:Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysunni Peysan er hönnuð af hönnunardeild 66° Norður hér á landi að sögn Fannars. Framleiðsla á peysunni fari hins vegar fram í Kína og peysan sé merkt á þann hátt með miða innan í; Knitted in China. Fannar segir 66° Norður ekki hafa haft aðkomu að því að borgarstjórinn í Chicago fékk umrædda peysu að gjöf. „Nei, við sáum þetta bara í morgun og vissum ekki af þessari gjöf Icelandair.“ En er hægt að segja að lopapeysa sem framleidd sé í Kína sé íslensk peysa? „66° Norður er íslenskt fyrirtæki og íslenskt hugvit en það er ekkert leyndarmál að vörurnar okkar eru framleiddar erlendis. Við erum með okkar eigin verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa um 260 manns enda er 70 til 80 prósent af vörum okkar framleiddar þar. Svo erum við með samstarfsaðila í Kína, Svíþjóð og Portúgal en allar vörur eru merktar framleiðslulandinu.“
Tengdar fréttir Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26
Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52
Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15