Lopapeysan framleidd í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 14:34 Rahm virtist vera sáttur með lopapeysuna sem er frá 66° Norður. Mynd/Vísir Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína. Þetta segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, en peysan er frá fyrirtækinu, heitir Grímsey og kostar 33 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum um peysuna eins og gengur; sumum þykir hún flott á meðan öðrum þykir hún ljót. Þá sendi Handprjónasambandið frá sér yfirlýsingu vegna peysunnar fyrr í dag þar sem segir að það sé miður sín yfir peysunni enda leggi það „metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ „Þetta er íslensk ull en peysan er framleidd í Kína. Hönnunin sækir innblástur í íslensku ullarpeysuna og er svona okkar stílfærsla á henni eins og sést til dæmis á hálsmálinu sem er aðeins öðruvísi en á hefðbundinni lopapeysu. Upprunalega kviknaði hugmyndin þegar Arnar í Of Monsters and Men heimsótti okkur einn daginn og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Fannar. Aðspurður hver hafi prjónað þá peysu segist hann ekki vita betur en að það hafi verið amma Arnars.Sjá einnig:Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysunni Peysan er hönnuð af hönnunardeild 66° Norður hér á landi að sögn Fannars. Framleiðsla á peysunni fari hins vegar fram í Kína og peysan sé merkt á þann hátt með miða innan í; Knitted in China. Fannar segir 66° Norður ekki hafa haft aðkomu að því að borgarstjórinn í Chicago fékk umrædda peysu að gjöf. „Nei, við sáum þetta bara í morgun og vissum ekki af þessari gjöf Icelandair.“ En er hægt að segja að lopapeysa sem framleidd sé í Kína sé íslensk peysa? „66° Norður er íslenskt fyrirtæki og íslenskt hugvit en það er ekkert leyndarmál að vörurnar okkar eru framleiddar erlendis. Við erum með okkar eigin verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa um 260 manns enda er 70 til 80 prósent af vörum okkar framleiddar þar. Svo erum við með samstarfsaðila í Kína, Svíþjóð og Portúgal en allar vörur eru merktar framleiðslulandinu.“ Tengdar fréttir Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína. Þetta segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, en peysan er frá fyrirtækinu, heitir Grímsey og kostar 33 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum um peysuna eins og gengur; sumum þykir hún flott á meðan öðrum þykir hún ljót. Þá sendi Handprjónasambandið frá sér yfirlýsingu vegna peysunnar fyrr í dag þar sem segir að það sé miður sín yfir peysunni enda leggi það „metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ „Þetta er íslensk ull en peysan er framleidd í Kína. Hönnunin sækir innblástur í íslensku ullarpeysuna og er svona okkar stílfærsla á henni eins og sést til dæmis á hálsmálinu sem er aðeins öðruvísi en á hefðbundinni lopapeysu. Upprunalega kviknaði hugmyndin þegar Arnar í Of Monsters and Men heimsótti okkur einn daginn og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Fannar. Aðspurður hver hafi prjónað þá peysu segist hann ekki vita betur en að það hafi verið amma Arnars.Sjá einnig:Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysunni Peysan er hönnuð af hönnunardeild 66° Norður hér á landi að sögn Fannars. Framleiðsla á peysunni fari hins vegar fram í Kína og peysan sé merkt á þann hátt með miða innan í; Knitted in China. Fannar segir 66° Norður ekki hafa haft aðkomu að því að borgarstjórinn í Chicago fékk umrædda peysu að gjöf. „Nei, við sáum þetta bara í morgun og vissum ekki af þessari gjöf Icelandair.“ En er hægt að segja að lopapeysa sem framleidd sé í Kína sé íslensk peysa? „66° Norður er íslenskt fyrirtæki og íslenskt hugvit en það er ekkert leyndarmál að vörurnar okkar eru framleiddar erlendis. Við erum með okkar eigin verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa um 260 manns enda er 70 til 80 prósent af vörum okkar framleiddar þar. Svo erum við með samstarfsaðila í Kína, Svíþjóð og Portúgal en allar vörur eru merktar framleiðslulandinu.“
Tengdar fréttir Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26
Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52
Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent