Munaði bara einni körfu á stigahæstu leikmönnum deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2016 13:00 Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli. Vísir/Stefán Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23 Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23
Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira