Spennandi tímar framundan 8. apríl 2016 09:00 Starwalker gáfu út fyrstu plötu sína í síðustu viku sem hefur fengið góða dóma víða um heim. Sveitina skipa Jean-Benoît Dunckel úr Air og Barði Jóhannsson. MYND/JEANEEN LUND Það er annasamur tími framundan hjá tónlistarmanninum og ólíkindatólinu Barða Jóhannssyni. Í síðustu viku kom út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Starwalker sem hann skipar ásamt Jean-Benoît Dunckel, öðrum meðlimi hljómsveitarinnar goðsagnarkenndu Air. Myndbönd af nokkrum lögum plötunnar má m.a. sjá hér: Holidays, Le President og Loosers can win. Í vikunni tókst hann líka á við algjörlega nýtt verkefni í lífi sínu; að vinna hefðbundið skrifstofustarf er hann hóf störf sem verkefnastjóri á markaðssviði Íslandshótela. Frekari tónsmíðar eru svo alltaf á dagskránni tengdar ýmsum ólíkum verkefnum og svo dýrmætar stundir með sjö ára dóttur sinni.Fjölbreyttir dagarAðspurður um nýjan starfsvettvang segist hann hafa fundið fyrir nokkrum mánuðum þörf til að gera eitthvað nýtt og spennandi, þar sem hann gæti bæði notað að hluta reynslu sína en á sama tíma tekist á við ný og krefjandi viðfangsefni. „Ég hef síðustu 18 árin unnið óhefðbundna vinnu frá 11 á morgnana til 4 um nóttina. Þetta voru oft fjölbreyttir dagar enda sautján tíma vinnudagar. Stundum vann ég sem listamaður, stundum sem útgefandi en síðustu ár hefur töluverður tími farið í umsýslu og markaðsmál auk tónlistarinnar sjálfrar. Ég hef verið meira og minna að kynna tónlist og Ísland hálfa ævina, verið í mörgum stærstu blöðum heims og unnið með markaðsfyrirtækjum víða. Mig langaði einfaldlega að opna sjóndeildarhringinn og fá víðtækari reynslu.“Fengið góða dómaFyrsta breiðskífa Starwalker kom út í síðustu viku og hefur nú þegar fengið góða dóma víða um heim. Nokkur ár eru síðan samstarf þeirra JB (eins og Jean-Benoît Dunckel er yfirleitt kallaður) hófst sem í fyrstu átti bara að vera eitt lag en endaði þremur árum síðar með breiðskífu. „Það eru reyndar mörg ár síðan við hittumst fyrst og tókum spjall saman. Það var á tónlistarhátíð sem við spiluðum báðir á, ég með Bang Gang og hann með Air. Síðar spilaði ég á undan þeim á tónleikum í Salle Playel í París. Eftir báða tónleikana áttum við spjall og gerðum grín.“ Nokkru síðar stakk sameiginleg vinkona þeirra upp á því að þeir myndum hittast í kaffi. „Við ákváðum að prófa að semja saman eitt lag og sjá hvað kæmi út úr því. Fyrsta lagið sem við töldum í var Bad Weather og við gáfum það út á smáskífu í október 2013. Lagið endaði líka á nýju plötunni þannig að segja má að stóra platan sýni Starwalker frá fæðingu til dagsins í dag.“Einu tónleikar Starwalker hingað til voru á Sónar Reykjavík árið 2014.MYND/ANTON ALBERT EGGERTSSON, SÓNAR REYKJAVÍK.Líður best í hljóðveri Þrátt fyrir prýðilega dóma hafa þeir félagar ekki ákveðið neina tónleika á næstunni. Raunar segir Barði þá ekki vera að leita eftir því enda kunni þeir best við sig í hljóðveri. „Einu tónleikarnir sem Starwalker hefur haldið voru á Sonar hátíðinni á Íslandi árið 2014. Það var frábærir tónleikar og við vorum gríðarlega ánægðir með útkomuna. Ef okkur verður boðið að spila á stórum tónleikum munum við líklega gera það en við höfum ekki áhuga á að spila á smærri stöðum.“ Meðlimir Starwalker eru auk þess nokkuð uppteknir næstu mánuði. JB er á leið í stóra tónleikaferð með Air í sumar og Barði mun m.a. spila með Bang Gang á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Reykjavík í júní. „Svo á að flytja tónlist mína við sænsku kvikmyndina Häxan með sinfóníuhljómsveit á Transylvania Filmfestival í Rúmeníu en myndin er frá árinu 1922.“Lítil tónlistarumfjöllun Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur listamaður starfar með jafn þekktum tónlistarmanni og JB. Air hefur selt milljónir platna og nýtur mikilla vinsælda og virðingar víða um heim. Þrátt fyrir það hefur farið furðu hljótt um samstarf þeirra í fjölmiðlum hérlendis en Barði heldur sinni alþekktu ró. „Umfjöllun um tónlist er almennt of lítil í fjölmiðlum hér heima. Sem er skrýtið því ég held að 99% landsmanna hlusti á tónlist beint eða óbeint stóran hluta dagsins. Það er samt ekki mitt að segja öðrum hvað þeir eiga að skrifa um, frekar en þeir ættu að segja mér hvernig ég ætti að semja tónlist.“Ný plata og nýtt starf. Verkefnin eru næg hjá Barða Jóhannssyni.MYND/TAKI BIBELASMargt í pípunum Það er sjaldnast lognmolla kringum Barða enda fjölmörg ólík verkefni sem liggja eftir hann. „Síðustu árin hef ég náð að gera nær allt sem mig langaði til. Gefið út undir merkjum Bang Gang, samið óperu og klassíska tónlist, samið tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarpsþætti og gert bæði útvarps- og sjónvarpsþætti. Það að auki hef unnið með mörgum þeirra listamanna sem mig hefur langað að vinna með, listamenn á borð við JB úr Air, M83, Keren Ann, Helen Marnie úr Ladytron og fleirum.“ Hann segist einnig vera vel á veg kominn með verk sem blandar saman ambient, raftónlist og klassík sem kemur út á næstunni. „Ég er búinn að koma útgáfumálum mínum þannig fyrir að það er einfalt fyrir mig að gefa út nýtt efni þegar það verður til. Ég get alveg lofað því að nýjar plötur með Bang Gang og Starwalker munu koma en hvenær það verður, er vandi að spá.“Vill vera á Íslandi Ólíkt því sem margir halda er Barði búsettur hér á landi stærstan hluta ársins þrátt fyrir að starfa með fjölda erlendra listamanna. „Það hefði verið best fyrir ferilinn að búa erlendis og stækka þannig kökuna. Tónlistin mín hefur skilað Íslendingum beinum og óbeinum gjaldeyri í yfir 18 ár. Ég fæ hins vegar alltaf mikla heimþrá eftir 1-2 mánaða dvöl erlendis. Svo á ég dóttur hér heima þannig að það er ekki í boði að flytja út eða ferðast í lengri tíma því ég myndi aldrei vilja missa af þeim dýrmæta tíma sem ég fæ með henni.“ Auk þess elskar hann íslenska náttúru. „Mér finnst gaman að hafa bjart á sumrin og dimmt yfir veturinn. Veðrið er fjölbreytilegt, Íslendingar eru hressandi og 20% af þeim eru jafnvel með góðan húmor. Mér finnst gaman að fá útlendinga í heimsókn og líka að fara í stuttar ferðir til útlanda. Mér finnst Evrópa fín, svo er frábært að spila í Kína, fólkið þar er frábært og líka í Bandaríkjunum. Allt hefur sinn sjarma.“ Hægt er að hlusta á nýju plötu Starwalker á Spotify og Soundcloud. Nánari upplýsingar og myndbönd má m.a. finna á www.starwalkermusic.com, á facebook, á Twitter og YouTube rásinni StarwalkerVEVO. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Það er annasamur tími framundan hjá tónlistarmanninum og ólíkindatólinu Barða Jóhannssyni. Í síðustu viku kom út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Starwalker sem hann skipar ásamt Jean-Benoît Dunckel, öðrum meðlimi hljómsveitarinnar goðsagnarkenndu Air. Myndbönd af nokkrum lögum plötunnar má m.a. sjá hér: Holidays, Le President og Loosers can win. Í vikunni tókst hann líka á við algjörlega nýtt verkefni í lífi sínu; að vinna hefðbundið skrifstofustarf er hann hóf störf sem verkefnastjóri á markaðssviði Íslandshótela. Frekari tónsmíðar eru svo alltaf á dagskránni tengdar ýmsum ólíkum verkefnum og svo dýrmætar stundir með sjö ára dóttur sinni.Fjölbreyttir dagarAðspurður um nýjan starfsvettvang segist hann hafa fundið fyrir nokkrum mánuðum þörf til að gera eitthvað nýtt og spennandi, þar sem hann gæti bæði notað að hluta reynslu sína en á sama tíma tekist á við ný og krefjandi viðfangsefni. „Ég hef síðustu 18 árin unnið óhefðbundna vinnu frá 11 á morgnana til 4 um nóttina. Þetta voru oft fjölbreyttir dagar enda sautján tíma vinnudagar. Stundum vann ég sem listamaður, stundum sem útgefandi en síðustu ár hefur töluverður tími farið í umsýslu og markaðsmál auk tónlistarinnar sjálfrar. Ég hef verið meira og minna að kynna tónlist og Ísland hálfa ævina, verið í mörgum stærstu blöðum heims og unnið með markaðsfyrirtækjum víða. Mig langaði einfaldlega að opna sjóndeildarhringinn og fá víðtækari reynslu.“Fengið góða dómaFyrsta breiðskífa Starwalker kom út í síðustu viku og hefur nú þegar fengið góða dóma víða um heim. Nokkur ár eru síðan samstarf þeirra JB (eins og Jean-Benoît Dunckel er yfirleitt kallaður) hófst sem í fyrstu átti bara að vera eitt lag en endaði þremur árum síðar með breiðskífu. „Það eru reyndar mörg ár síðan við hittumst fyrst og tókum spjall saman. Það var á tónlistarhátíð sem við spiluðum báðir á, ég með Bang Gang og hann með Air. Síðar spilaði ég á undan þeim á tónleikum í Salle Playel í París. Eftir báða tónleikana áttum við spjall og gerðum grín.“ Nokkru síðar stakk sameiginleg vinkona þeirra upp á því að þeir myndum hittast í kaffi. „Við ákváðum að prófa að semja saman eitt lag og sjá hvað kæmi út úr því. Fyrsta lagið sem við töldum í var Bad Weather og við gáfum það út á smáskífu í október 2013. Lagið endaði líka á nýju plötunni þannig að segja má að stóra platan sýni Starwalker frá fæðingu til dagsins í dag.“Einu tónleikar Starwalker hingað til voru á Sónar Reykjavík árið 2014.MYND/ANTON ALBERT EGGERTSSON, SÓNAR REYKJAVÍK.Líður best í hljóðveri Þrátt fyrir prýðilega dóma hafa þeir félagar ekki ákveðið neina tónleika á næstunni. Raunar segir Barði þá ekki vera að leita eftir því enda kunni þeir best við sig í hljóðveri. „Einu tónleikarnir sem Starwalker hefur haldið voru á Sonar hátíðinni á Íslandi árið 2014. Það var frábærir tónleikar og við vorum gríðarlega ánægðir með útkomuna. Ef okkur verður boðið að spila á stórum tónleikum munum við líklega gera það en við höfum ekki áhuga á að spila á smærri stöðum.“ Meðlimir Starwalker eru auk þess nokkuð uppteknir næstu mánuði. JB er á leið í stóra tónleikaferð með Air í sumar og Barði mun m.a. spila með Bang Gang á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Reykjavík í júní. „Svo á að flytja tónlist mína við sænsku kvikmyndina Häxan með sinfóníuhljómsveit á Transylvania Filmfestival í Rúmeníu en myndin er frá árinu 1922.“Lítil tónlistarumfjöllun Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur listamaður starfar með jafn þekktum tónlistarmanni og JB. Air hefur selt milljónir platna og nýtur mikilla vinsælda og virðingar víða um heim. Þrátt fyrir það hefur farið furðu hljótt um samstarf þeirra í fjölmiðlum hérlendis en Barði heldur sinni alþekktu ró. „Umfjöllun um tónlist er almennt of lítil í fjölmiðlum hér heima. Sem er skrýtið því ég held að 99% landsmanna hlusti á tónlist beint eða óbeint stóran hluta dagsins. Það er samt ekki mitt að segja öðrum hvað þeir eiga að skrifa um, frekar en þeir ættu að segja mér hvernig ég ætti að semja tónlist.“Ný plata og nýtt starf. Verkefnin eru næg hjá Barða Jóhannssyni.MYND/TAKI BIBELASMargt í pípunum Það er sjaldnast lognmolla kringum Barða enda fjölmörg ólík verkefni sem liggja eftir hann. „Síðustu árin hef ég náð að gera nær allt sem mig langaði til. Gefið út undir merkjum Bang Gang, samið óperu og klassíska tónlist, samið tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarpsþætti og gert bæði útvarps- og sjónvarpsþætti. Það að auki hef unnið með mörgum þeirra listamanna sem mig hefur langað að vinna með, listamenn á borð við JB úr Air, M83, Keren Ann, Helen Marnie úr Ladytron og fleirum.“ Hann segist einnig vera vel á veg kominn með verk sem blandar saman ambient, raftónlist og klassík sem kemur út á næstunni. „Ég er búinn að koma útgáfumálum mínum þannig fyrir að það er einfalt fyrir mig að gefa út nýtt efni þegar það verður til. Ég get alveg lofað því að nýjar plötur með Bang Gang og Starwalker munu koma en hvenær það verður, er vandi að spá.“Vill vera á Íslandi Ólíkt því sem margir halda er Barði búsettur hér á landi stærstan hluta ársins þrátt fyrir að starfa með fjölda erlendra listamanna. „Það hefði verið best fyrir ferilinn að búa erlendis og stækka þannig kökuna. Tónlistin mín hefur skilað Íslendingum beinum og óbeinum gjaldeyri í yfir 18 ár. Ég fæ hins vegar alltaf mikla heimþrá eftir 1-2 mánaða dvöl erlendis. Svo á ég dóttur hér heima þannig að það er ekki í boði að flytja út eða ferðast í lengri tíma því ég myndi aldrei vilja missa af þeim dýrmæta tíma sem ég fæ með henni.“ Auk þess elskar hann íslenska náttúru. „Mér finnst gaman að hafa bjart á sumrin og dimmt yfir veturinn. Veðrið er fjölbreytilegt, Íslendingar eru hressandi og 20% af þeim eru jafnvel með góðan húmor. Mér finnst gaman að fá útlendinga í heimsókn og líka að fara í stuttar ferðir til útlanda. Mér finnst Evrópa fín, svo er frábært að spila í Kína, fólkið þar er frábært og líka í Bandaríkjunum. Allt hefur sinn sjarma.“ Hægt er að hlusta á nýju plötu Starwalker á Spotify og Soundcloud. Nánari upplýsingar og myndbönd má m.a. finna á www.starwalkermusic.com, á facebook, á Twitter og YouTube rásinni StarwalkerVEVO.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira