Síðasti læknir bæjarins skotinn af leyniskyttu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2016 10:49 Hjálparsamtökum tókst að koma birgðum til Zabadani í febrúar. Vísir/AFP Síðasti læknirinn í bænum Zabadani í Sýrlandi var skotinn til bana af leyniskyttu í síðasta mánuði. Bærinn hefur verið umkringdur af stjórnarher Bashar al-Assad og bandamanna þeirra í Hezbollah um langt skeið og eru aðstæður þar mjög slæmar fyrir þá 500 sem enn halda þar til. Síðasta árið hafa tugir látið lífið úr hungri og vannæringu vegna umsátra í Sýrlandi. Nærri því hálf milljón manna situr föst vegna umsátra stjórnarhersins og Íslamska ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar segja þar að auki að hjálparstarfsmenn hafi einungis komið birgðum og nauðsynjum til tæps þriðjungs þeirra. Samhliða friðarviðræðum í Genf hefur verið reynt að draga úr umfangi umsátra í Sýrlandi og hafa hjálparsamtök fengið leyfi til að koma birgðum til fólks en það hefur gengið hægt.Neyddur til starfa og sat fastur Árið 2011 börðust hermenn af mikilli hörku gegn mótmælendum í Sýrlandi. Í bænum Baqin hlúði skurðlæknirinn Mohammed Khous að mörgum mótmælendum og þurfti hann að flýja þegar öryggissveitir hófu að leita hans og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þá kom að því að uppreisnarmenn ráku herinn frá nærliggjandi bæ. Free Syrian Army tók yfir Zabadani. Svo flúði síðasti skurðlæknir bæjarins þaðan í fyrra og Khous fluttist þangað. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar segir að Khous hafi verið neyddur af uppreisnarmönnum til að starfa á sjúkrahúsinu. Þar festist hann í einu af verri umsátrum borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Herinn og Hezbollah komu fjölda jarðsprengja fyrir í kringum Zabadani og leyniskyttur umkringja bæinn og skjóta á alla sem reyna að fara eða koma.Í hvíld milli skurðaðgerða Hinn sjötíu ára gamli Mohammed Khous var á leið til sonar síns til að hvíla sig á milli skurðaðgerða þegar hann var skotinn í höfuðið af leyniskyttu. Það tók björgunaraðila þrjá tíma að ná líki Khous af götunni þar sem leyniskyttur skutu á þá á meðan. Yfirmaður sjúkrahússins sem Khous vann á, Burhan, segist 95 prósent viss um að skotið hafi komið úr herbúðum stjórnarhersins og Hezbollah. Tveir aðrir féllu fyrir leyniskyttum þann dag. Nokkrum dögum seinna varð góður vinur Burhan fyrir skoti leyniskyttu. Hann segir AP að sár hans hafi verið alvarlegt og þar sem þeir hafi ekki haft lækni til að koma honum til bjargar hafi þeir neyðst til að horfa á hann deyja vegna sára sinna. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Síðasti læknirinn í bænum Zabadani í Sýrlandi var skotinn til bana af leyniskyttu í síðasta mánuði. Bærinn hefur verið umkringdur af stjórnarher Bashar al-Assad og bandamanna þeirra í Hezbollah um langt skeið og eru aðstæður þar mjög slæmar fyrir þá 500 sem enn halda þar til. Síðasta árið hafa tugir látið lífið úr hungri og vannæringu vegna umsátra í Sýrlandi. Nærri því hálf milljón manna situr föst vegna umsátra stjórnarhersins og Íslamska ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar segja þar að auki að hjálparstarfsmenn hafi einungis komið birgðum og nauðsynjum til tæps þriðjungs þeirra. Samhliða friðarviðræðum í Genf hefur verið reynt að draga úr umfangi umsátra í Sýrlandi og hafa hjálparsamtök fengið leyfi til að koma birgðum til fólks en það hefur gengið hægt.Neyddur til starfa og sat fastur Árið 2011 börðust hermenn af mikilli hörku gegn mótmælendum í Sýrlandi. Í bænum Baqin hlúði skurðlæknirinn Mohammed Khous að mörgum mótmælendum og þurfti hann að flýja þegar öryggissveitir hófu að leita hans og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þá kom að því að uppreisnarmenn ráku herinn frá nærliggjandi bæ. Free Syrian Army tók yfir Zabadani. Svo flúði síðasti skurðlæknir bæjarins þaðan í fyrra og Khous fluttist þangað. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar segir að Khous hafi verið neyddur af uppreisnarmönnum til að starfa á sjúkrahúsinu. Þar festist hann í einu af verri umsátrum borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Herinn og Hezbollah komu fjölda jarðsprengja fyrir í kringum Zabadani og leyniskyttur umkringja bæinn og skjóta á alla sem reyna að fara eða koma.Í hvíld milli skurðaðgerða Hinn sjötíu ára gamli Mohammed Khous var á leið til sonar síns til að hvíla sig á milli skurðaðgerða þegar hann var skotinn í höfuðið af leyniskyttu. Það tók björgunaraðila þrjá tíma að ná líki Khous af götunni þar sem leyniskyttur skutu á þá á meðan. Yfirmaður sjúkrahússins sem Khous vann á, Burhan, segist 95 prósent viss um að skotið hafi komið úr herbúðum stjórnarhersins og Hezbollah. Tveir aðrir féllu fyrir leyniskyttum þann dag. Nokkrum dögum seinna varð góður vinur Burhan fyrir skoti leyniskyttu. Hann segir AP að sár hans hafi verið alvarlegt og þar sem þeir hafi ekki haft lækni til að koma honum til bjargar hafi þeir neyðst til að horfa á hann deyja vegna sára sinna.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira