Þýskaland féll niður í annað sæti milliriðils 2 eftir sigur Spánverja á Rússum í kvöld sem þýðir að Dagur Sigurðsson og hans menn mæta Norðmönnum í undanúrslitunum á EM í Póllandi á föstudag.
Króatar, sem unnu ótrúlegan fjórtán marka sigur á Póllandi í kvöld, mæta Spánverjum í hinni undanúrslitaviðureigninni.
Frakkland mætir svo Danmörku í leiknum um fimmta sætið á mótinu en þessi lið voru talin einna sterkust á mótinu og reiknuðu sjálfsagt margir með því að þau myndu mætast í úrslitaleiknum.
Pólland mætir Svíþjóð í leiknum um sjöunda sætið.
Dagur mætir Noregi í undanúrslitum

Tengdar fréttir

Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart
Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld.

Spánn áfram á kostnað Dana
Spánn vann Rússland sem þýðir að Guðmundur Guðmundsson fer ekki í undanúrslit með lið sitt á EM í Póllandi.

Noregur í undanúrslit í fyrsta sinn
Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakklands steinlágu óvænt fyrir spræku liði Norðmanna.

Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit
Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM.

Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit
Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit.

Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu
Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld.

Svíar gerðu sitt en þurfa að bíða til kvölds
Héldu Ungverjum í aðeins fjórtán mörkum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í kvöld.