Nýttir sem ólöglegt vinnuafl í uppvaski Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Alda Hrönn greindi á skýran hátt frá birtingarmyndum vinnumansals á Íslandi á málþingi Vinnumálastofnunar. Fréttablaðið/Stefán Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira