Nýttir sem ólöglegt vinnuafl í uppvaski Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Alda Hrönn greindi á skýran hátt frá birtingarmyndum vinnumansals á Íslandi á málþingi Vinnumálastofnunar. Fréttablaðið/Stefán Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira