Nýttir sem ólöglegt vinnuafl í uppvaski Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Alda Hrönn greindi á skýran hátt frá birtingarmyndum vinnumansals á Íslandi á málþingi Vinnumálastofnunar. Fréttablaðið/Stefán Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira