Sérfræðingar þrifu ælu til að létta móralinn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, biðst afsökunar á auglýsingu. Fréttablaðið/Stefán Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding Whale Watching óskaði nýverið eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala. Umrædd auglýsing var nýlega send út á opinn póstlista vísindamanna sem stunda rannsóknir á sjávarspendýrum. Fram kemur að auk vísindastarfa eigi starfsfólkið að annast afgreiðslustörf og þrif um borð í hvalaskoðunarbátum. Það þurfi að vinna allt að 14 klukkustundir á dag og fái aðeins fæði og húsnæði fyrir. Í auglýsingunni er sérstaklega tekið fram að umsækjendur þurfi að vera sterkbyggðir, tilbúnir til að þrífa salerni og jafnvel ælu. Vinna á bar og færa til þunga hluti. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna sem feli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum. BHM krefst þess að Elding greiði þeim sem ráðnir verða að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, segir um mistök að ræða. Ekki hafi átt að greina frá í verklýsingu kröfu um þrif og vinnu á bar. „Ég vissi ekki af því að þetta hefði verið tiltekið í auglýsingunni. Biðst afsökunar á því. Við erum með samning við Háskóla Íslands um að veita háskólanemendum aðstöðu til að stunda rannsóknir og viðhalda gagnagrunni sem unninn var upphaflega af nema sem var hjá okkur,“ útskýrir Rannveig. „Rannsóknarkrakkar koma með okkur frítt í ferðir og hafa aðstöðu hér. Þessir rannsóknarkrakkar hafa svo hjálpað til og unnið þessi verk, þrifin og fleira til að létta á móralnum. Það var oft þungur mórall meðal áhafnar um að hafa þau með.“ Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir svör framkvæmdastjórans ekki duga. Störfin verða að vera launuð. Halldór Grönvold, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi hagnýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum á málþingi Vinnumálastofnunar í gær. „Nýjasta uppfinningin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfa í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði hann. Að sögn Halldórs er þetta fólk látið vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sé ekki boðið annað en fæði og húsnæði sem endurgjald. „Engir ráðningarsamningar eru gerðir, engir launaseðlar og oft er vinnudagurinn mjög langur,“ sagði Halldór og gagnrýndi Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Aðgerðaleysi þeirra er áberandi.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding Whale Watching óskaði nýverið eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala. Umrædd auglýsing var nýlega send út á opinn póstlista vísindamanna sem stunda rannsóknir á sjávarspendýrum. Fram kemur að auk vísindastarfa eigi starfsfólkið að annast afgreiðslustörf og þrif um borð í hvalaskoðunarbátum. Það þurfi að vinna allt að 14 klukkustundir á dag og fái aðeins fæði og húsnæði fyrir. Í auglýsingunni er sérstaklega tekið fram að umsækjendur þurfi að vera sterkbyggðir, tilbúnir til að þrífa salerni og jafnvel ælu. Vinna á bar og færa til þunga hluti. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna sem feli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum. BHM krefst þess að Elding greiði þeim sem ráðnir verða að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, segir um mistök að ræða. Ekki hafi átt að greina frá í verklýsingu kröfu um þrif og vinnu á bar. „Ég vissi ekki af því að þetta hefði verið tiltekið í auglýsingunni. Biðst afsökunar á því. Við erum með samning við Háskóla Íslands um að veita háskólanemendum aðstöðu til að stunda rannsóknir og viðhalda gagnagrunni sem unninn var upphaflega af nema sem var hjá okkur,“ útskýrir Rannveig. „Rannsóknarkrakkar koma með okkur frítt í ferðir og hafa aðstöðu hér. Þessir rannsóknarkrakkar hafa svo hjálpað til og unnið þessi verk, þrifin og fleira til að létta á móralnum. Það var oft þungur mórall meðal áhafnar um að hafa þau með.“ Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir svör framkvæmdastjórans ekki duga. Störfin verða að vera launuð. Halldór Grönvold, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi hagnýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum á málþingi Vinnumálastofnunar í gær. „Nýjasta uppfinningin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfa í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði hann. Að sögn Halldórs er þetta fólk látið vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sé ekki boðið annað en fæði og húsnæði sem endurgjald. „Engir ráðningarsamningar eru gerðir, engir launaseðlar og oft er vinnudagurinn mjög langur,“ sagði Halldór og gagnrýndi Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Aðgerðaleysi þeirra er áberandi.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira