Greiði ávallt markaðsverð fyrir nýtingu auðlinda Svavar Hávarðsson skrifar 21. apríl 2016 07:00 Orkufyrirtæki skulu greiða fullt verð fyrir að nýta auðlindir þjóðarinnar. fréttablaðið/Ernir Ísland þarf að breyta lögum til að tryggja að fyrirtæki sem nýta náttúruauðlindir í almannaeigu til raforkuframleiðslu greiði ávallt markaðsverð fyrir. Þetta er niðurstaða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kynnti í gær. ESA segir íslensk stjórnvöld hafa margoft veitt fyrirtækjum aðgang að náttúruauðlindum til að framleiða raforku úr vatnsafli eða jarðvarma, án þess að íslensk löggjöf sé til um efni slíkra samninga. Hvorki er því lagaskylda til að fara fram á greiðslu markaðsverðs né opinber mælikvarði um ákvörðun endurgjalds. „Til að tryggja megi sanngjarna og virka samkeppni á íslenska raforkumarkaðnum þurfa orkufyrirtæki að greiða markaðsverð fyrir nýtingu náttúruauðlinda. […] til að ganga úr skugga um að aðilar njóti jafnræðis þurfa íslensk stjórnvöld auk þess að hafa skýra aðferðafræði um hvernig markaðsverð náttúruauðlinda verður ákvarðað,“ segir Sven Erik Svedman, forseti ESA. ESA leggur til að sett verði lög á Íslandi til að tryggja að öll tilfærsla náttúruauðlinda vegna raforkuframleiðslu verði á markaðsforsendum. Slík kvöð yrði bindandi fyrir bæði ríki og sveitarstjórnir. Íslensk stjórnvöld þurfi líka að endurskoða alla gildandi samninga um nýtingu náttúruauðlinda til að tryggja að orkufyrirtæki greiði markaðsverð út samningstíma. Ef íslensk stjórnvöld tilkynna ekki innan eins mánaðar að þau samþykki tillögurnar getur ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Hvað niðurstaða ESA þýðir fyrir íslensk orkufyrirtæki er mjög óljóst. Frá Orkuveitu Reykjavíkur fást þau svör að Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR, framleiði mestalla sína raforku úr auðlindum á jörðum sem eru í eigu OR. Þetta eru Nesjavellir og Kolviðarhóll (og jarðarskikar á Hellisheiði). Nesjavellir voru keyptir til jarðhitanýtingar 1965 og Kolviðarhóll 1955. Í fljótu bragði virðist þetta ekki hafa mikil áhrif á rekstur ON en fyrirtækið hafi alla tíð reiknað með að greiða ríkinu fyrir afnot af gufu úr þeim skika á Hellisheiði sem virkjunin nýtir þar og er innan þjóðlendu?Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
Ísland þarf að breyta lögum til að tryggja að fyrirtæki sem nýta náttúruauðlindir í almannaeigu til raforkuframleiðslu greiði ávallt markaðsverð fyrir. Þetta er niðurstaða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kynnti í gær. ESA segir íslensk stjórnvöld hafa margoft veitt fyrirtækjum aðgang að náttúruauðlindum til að framleiða raforku úr vatnsafli eða jarðvarma, án þess að íslensk löggjöf sé til um efni slíkra samninga. Hvorki er því lagaskylda til að fara fram á greiðslu markaðsverðs né opinber mælikvarði um ákvörðun endurgjalds. „Til að tryggja megi sanngjarna og virka samkeppni á íslenska raforkumarkaðnum þurfa orkufyrirtæki að greiða markaðsverð fyrir nýtingu náttúruauðlinda. […] til að ganga úr skugga um að aðilar njóti jafnræðis þurfa íslensk stjórnvöld auk þess að hafa skýra aðferðafræði um hvernig markaðsverð náttúruauðlinda verður ákvarðað,“ segir Sven Erik Svedman, forseti ESA. ESA leggur til að sett verði lög á Íslandi til að tryggja að öll tilfærsla náttúruauðlinda vegna raforkuframleiðslu verði á markaðsforsendum. Slík kvöð yrði bindandi fyrir bæði ríki og sveitarstjórnir. Íslensk stjórnvöld þurfi líka að endurskoða alla gildandi samninga um nýtingu náttúruauðlinda til að tryggja að orkufyrirtæki greiði markaðsverð út samningstíma. Ef íslensk stjórnvöld tilkynna ekki innan eins mánaðar að þau samþykki tillögurnar getur ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Hvað niðurstaða ESA þýðir fyrir íslensk orkufyrirtæki er mjög óljóst. Frá Orkuveitu Reykjavíkur fást þau svör að Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR, framleiði mestalla sína raforku úr auðlindum á jörðum sem eru í eigu OR. Þetta eru Nesjavellir og Kolviðarhóll (og jarðarskikar á Hellisheiði). Nesjavellir voru keyptir til jarðhitanýtingar 1965 og Kolviðarhóll 1955. Í fljótu bragði virðist þetta ekki hafa mikil áhrif á rekstur ON en fyrirtækið hafi alla tíð reiknað með að greiða ríkinu fyrir afnot af gufu úr þeim skika á Hellisheiði sem virkjunin nýtir þar og er innan þjóðlendu?Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira