Opið bréf til Útlendingastofnunar Helga Tryggvadóttir skrifar 10. maí 2016 22:47 Nýlega var tveimur sýrlenskum flóttamönnum vísað úr landi. Þeir voru hraktir burt úr vinnu og frá vinum sínum og kunningjum og sendir til Búlgaríu, lands sem þeir hafa engin tengsl við og þekkja engan. Ástæðan er sú að Búlgaría er fyrsta landið innan Evrópu þar sem þeir eru með skráð fingarför. Það jafngildir því að vera fastir í þar í landi um ókomna tíð. Þar sem kerfið virkar svona fá þeir ekki dvalarleyfi hér sem flóttamenn. Þeir eru ekki taldir í lífshættu í Búlgaríu og því finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi að vísa þeim aftur þangað, þrátt fyrir að þeir hafi báðir búið á götunni þar, annar þeirra atvinnulaus og með enga von um vinnu, á meðan hinum var slitið út í vinnu og svo neitað um laun. Eftir að þeir komu hingað fór þeim strax að vegna betur en þar sem þeim hafði verið neitað um stöðu flóttamanns sóttu þeir um dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli. Það veitir ekki nærri því sömu réttindi, en í þeirra tilfelli finnst þeim allt skárra en Búlgaría. Áður en sú umsókn var einu sinni opnuð þurftu þeir að fara úr landi því reglurnar gera ekki ráð fyrir því að útlendingar séu á landinu á meðan dvalarleyfisumsókn er tekin fyrir. Það var ekki tekið tillit til þess að þeir væru flóttamenn og því gætu þeir ekki einfaldlega snúið aftur til heimalandsins og biðið þar rólegir á meðan. Lögin gera þó ráð fyrir því að umsækjandi um dvalarleyfi megi dvelja á landinu ef ríkar sanngirnisástæður séu fyrir hendi. Ef það eru ekki ríkar sanngirnisástæður að vera ófær um að snúa aftur til heimalandsins þá veit ég ekki hvað getur kallast sanngjarnt. Sama dag og þeim var vísað úr landi sprengdi stjórnarherinn í Sýrlandi spítalann í Aleppo í loft upp og drápu eina barnalækninn sem eftir var í borginni. Báðir eru mennirnir að flýja það að vera kallaðir í sýrlenska herinn sem ber ábyrgð á svona voðaverkum. Að vísa þeim til Búlgaríu, þar sem þeir hafa ekkert viðurværi, í stað þess að leyfa þeim að dvelja hér, getur heldur ekki með nokkru móti talist sanngjarnt. Ef vandamálið snýst um framfærslu á meðan veit ég um fullt af fólki sem er tilbúið að hjálpa. Ef vandamálið snýst um það að of margir gætu þá farið sömu leið og fengið dvalarleyfi af þessu tagi, þá langar mig bara að benda á að það er alls ekki auðvelt að hljóta það. Til þess þarf bæði að hafa atvinnu og afar þolinmóðan atvinnurekanda. Enginn innan EES svæðisins getur fengist í vinnuna, þá gengi hann fyrir. Áður en umsókn um atvinnuleyfi fer í gegn þarf hún að fara til útlendingastofnunar, lögreglunnar, vinnumálastofnunar, fá umsögn stéttarfélags og viðkomandi þarf að sýna fram á að hafa húsnæði. Stjórnvöld þurfa því varla að óttast það að „allir“ gætu nýtt sér þessa leið þó þau sýndu einhverjum sanngirni.Þeir Wajde og Ahmad höfðu náð að feta sig þessa slóð og voru komnir á þann stað að geta hafið nýtt líf, um leið og leyfið væri komið í gegn. En vegna óbilgirni kerfisins var ekki tekið neitt tillit til þeirra aðstæðna og þrátt fyrir að hafa barist við skrifræðið var þeim vísað úr landi. Nú hafa þeir báðir yfirgefið landið. Skrifræðinu hefur verið fróað. Nú er ekki seinna vænna fyrir Útlendingastofnun að afgreiða dvalarleyfisumsóknina svo þeir geti snúið sem fyrst til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Nýlega var tveimur sýrlenskum flóttamönnum vísað úr landi. Þeir voru hraktir burt úr vinnu og frá vinum sínum og kunningjum og sendir til Búlgaríu, lands sem þeir hafa engin tengsl við og þekkja engan. Ástæðan er sú að Búlgaría er fyrsta landið innan Evrópu þar sem þeir eru með skráð fingarför. Það jafngildir því að vera fastir í þar í landi um ókomna tíð. Þar sem kerfið virkar svona fá þeir ekki dvalarleyfi hér sem flóttamenn. Þeir eru ekki taldir í lífshættu í Búlgaríu og því finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi að vísa þeim aftur þangað, þrátt fyrir að þeir hafi báðir búið á götunni þar, annar þeirra atvinnulaus og með enga von um vinnu, á meðan hinum var slitið út í vinnu og svo neitað um laun. Eftir að þeir komu hingað fór þeim strax að vegna betur en þar sem þeim hafði verið neitað um stöðu flóttamanns sóttu þeir um dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli. Það veitir ekki nærri því sömu réttindi, en í þeirra tilfelli finnst þeim allt skárra en Búlgaría. Áður en sú umsókn var einu sinni opnuð þurftu þeir að fara úr landi því reglurnar gera ekki ráð fyrir því að útlendingar séu á landinu á meðan dvalarleyfisumsókn er tekin fyrir. Það var ekki tekið tillit til þess að þeir væru flóttamenn og því gætu þeir ekki einfaldlega snúið aftur til heimalandsins og biðið þar rólegir á meðan. Lögin gera þó ráð fyrir því að umsækjandi um dvalarleyfi megi dvelja á landinu ef ríkar sanngirnisástæður séu fyrir hendi. Ef það eru ekki ríkar sanngirnisástæður að vera ófær um að snúa aftur til heimalandsins þá veit ég ekki hvað getur kallast sanngjarnt. Sama dag og þeim var vísað úr landi sprengdi stjórnarherinn í Sýrlandi spítalann í Aleppo í loft upp og drápu eina barnalækninn sem eftir var í borginni. Báðir eru mennirnir að flýja það að vera kallaðir í sýrlenska herinn sem ber ábyrgð á svona voðaverkum. Að vísa þeim til Búlgaríu, þar sem þeir hafa ekkert viðurværi, í stað þess að leyfa þeim að dvelja hér, getur heldur ekki með nokkru móti talist sanngjarnt. Ef vandamálið snýst um framfærslu á meðan veit ég um fullt af fólki sem er tilbúið að hjálpa. Ef vandamálið snýst um það að of margir gætu þá farið sömu leið og fengið dvalarleyfi af þessu tagi, þá langar mig bara að benda á að það er alls ekki auðvelt að hljóta það. Til þess þarf bæði að hafa atvinnu og afar þolinmóðan atvinnurekanda. Enginn innan EES svæðisins getur fengist í vinnuna, þá gengi hann fyrir. Áður en umsókn um atvinnuleyfi fer í gegn þarf hún að fara til útlendingastofnunar, lögreglunnar, vinnumálastofnunar, fá umsögn stéttarfélags og viðkomandi þarf að sýna fram á að hafa húsnæði. Stjórnvöld þurfa því varla að óttast það að „allir“ gætu nýtt sér þessa leið þó þau sýndu einhverjum sanngirni.Þeir Wajde og Ahmad höfðu náð að feta sig þessa slóð og voru komnir á þann stað að geta hafið nýtt líf, um leið og leyfið væri komið í gegn. En vegna óbilgirni kerfisins var ekki tekið neitt tillit til þeirra aðstæðna og þrátt fyrir að hafa barist við skrifræðið var þeim vísað úr landi. Nú hafa þeir báðir yfirgefið landið. Skrifræðinu hefur verið fróað. Nú er ekki seinna vænna fyrir Útlendingastofnun að afgreiða dvalarleyfisumsóknina svo þeir geti snúið sem fyrst til baka.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar