Engin íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. maí 2016 15:30 LSH fagnar breytingu á lögum um opinber innkaup. Fellt er út ákvæði um samkeppnismat. vísir/Vilhelm Starfsmenn með erlent ríkisfang eru 182 á Landspítalanum. Þeim hefur fækkað mikið frá árinu 2008 þegar 350 starfsmenn voru með erlent ríkisfang, eða um nærri því helming. Ástæðan er sú að fleiri störf hafa verið boðin út á Landspítalanum, meðal annars í ræstingum. „Þessi fækkun er vegna þeirra útboða sem farið var í vegna verktöku í ræstingum og matsal,“ segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Flestir þeirra starfsmanna sem eru með erlent ríkisfang starfa á rekstrarsviði spítalans í störfum sem ekki krefjast starfsmenntunar. „Þó er starfsfólk af erlendum uppruna að finna alls staðar á spítalanum, líka í faglærðum störfum, til dæmis lækna, geislafræðinga og hjúkrunarfræðinga,“ segir Ásta.Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Mannauðssviðs á LandspítalaAlls starfa á Landspítala um 5.000 starfsmenn í um 3.800 stöðugildum. Hlutfall starfsmanna í starfi við Landspítala með erlent ríkisfang er því tæp 4%. Ásta telur líklegt að erlendir starfsmenn sem starfa í verktöku við Landspítalann séu margir en nærri því öll stærstu ræstingarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sinna ræstingum þar. Fjöldinn er þó ókunnur. Starfsmennirnir 182 sem eru í föstu starfi á Landspítala eru af 36 þjóðernum. Flestir með erlent ríkisfang eru frá Póllandi eða 62 starfsmenn, þá Danir sem eru 21 talsins og Filippseyingar sem eru 15 talsins. Ásta segir stuðning við erlenda starfsmenn ekki nægilega góðan. Eftir efnahagshrun hafi verið skorið niður í íslenskukennslu og stuðningi við erlenda starfsmenn. „Þetta er því miður ekki í góðum farvegi. Það þyrfti að vera íslenskunámskeið í boði innanhúss. Slíkt námskeið var eitt af því sem varð fyrir niðurskurði.“ Ásta bendir á að þeir sem séu í framlínu í umönnun sjúklinga verði að kunna íslensku. „Ef við viljum að fólk bæti við sig íslenskukunnáttu þá er best að slík kennsla sé í boði á vinnustaðnum. Fram undan er þensla og líklegt að erlendu starfsfólki fjölgi aftur, það er ábyrgðarhluti að taka vel á móti fólki og laga að samfélaginu. Við verðum að gera kröfu um það,“ segir Ásta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Starfsmenn með erlent ríkisfang eru 182 á Landspítalanum. Þeim hefur fækkað mikið frá árinu 2008 þegar 350 starfsmenn voru með erlent ríkisfang, eða um nærri því helming. Ástæðan er sú að fleiri störf hafa verið boðin út á Landspítalanum, meðal annars í ræstingum. „Þessi fækkun er vegna þeirra útboða sem farið var í vegna verktöku í ræstingum og matsal,“ segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Flestir þeirra starfsmanna sem eru með erlent ríkisfang starfa á rekstrarsviði spítalans í störfum sem ekki krefjast starfsmenntunar. „Þó er starfsfólk af erlendum uppruna að finna alls staðar á spítalanum, líka í faglærðum störfum, til dæmis lækna, geislafræðinga og hjúkrunarfræðinga,“ segir Ásta.Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Mannauðssviðs á LandspítalaAlls starfa á Landspítala um 5.000 starfsmenn í um 3.800 stöðugildum. Hlutfall starfsmanna í starfi við Landspítala með erlent ríkisfang er því tæp 4%. Ásta telur líklegt að erlendir starfsmenn sem starfa í verktöku við Landspítalann séu margir en nærri því öll stærstu ræstingarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sinna ræstingum þar. Fjöldinn er þó ókunnur. Starfsmennirnir 182 sem eru í föstu starfi á Landspítala eru af 36 þjóðernum. Flestir með erlent ríkisfang eru frá Póllandi eða 62 starfsmenn, þá Danir sem eru 21 talsins og Filippseyingar sem eru 15 talsins. Ásta segir stuðning við erlenda starfsmenn ekki nægilega góðan. Eftir efnahagshrun hafi verið skorið niður í íslenskukennslu og stuðningi við erlenda starfsmenn. „Þetta er því miður ekki í góðum farvegi. Það þyrfti að vera íslenskunámskeið í boði innanhúss. Slíkt námskeið var eitt af því sem varð fyrir niðurskurði.“ Ásta bendir á að þeir sem séu í framlínu í umönnun sjúklinga verði að kunna íslensku. „Ef við viljum að fólk bæti við sig íslenskukunnáttu þá er best að slík kennsla sé í boði á vinnustaðnum. Fram undan er þensla og líklegt að erlendu starfsfólki fjölgi aftur, það er ábyrgðarhluti að taka vel á móti fólki og laga að samfélaginu. Við verðum að gera kröfu um það,“ segir Ásta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira