Tók áratug að jafna sig á samverunni Birta Björnsdóttir skrifar 27. maí 2016 19:30 Rithöfundarnir Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson höfðu lengi átt þann draum heitastan að aka þvert yfir Bandaríkin, leið sem gengur undir heitinu Route 66. „Við höfðum lesið mikið af bókum um þessar slóðir, til að mynda Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck. Þegar við seldum útgefanda okkar hugmyndina þá vildi hann fá að koma með. Svo ætluðum við að keyra á svo gömum bíl að við urðum að taka bifvélavirkja með, sem reyndist mikil snilld því sá er einn skemmtilegasti maður sem nú er á dögum. Og svo hitti ég Svenna og hann vildi líka fá að koma með til að filma þetta," segir Einar. Þeir enduðu sem sé fimm, Einar, Ólafur, útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson, bifvélavirkinn Steini í Svissinum og kvikmyndagerðarmaðurinn Sveinn Magnús Sveinsson. „Þetta var ekki allt samkvæmt plani. Þetta snerist meira og minna um núning á milli manna og hvort að bíllinn kæmist á milli verkstæða," segir Sveinn. Í kjölfar ferðarinnar kom út bók um frægðarförina miklu og í gær var heimildarmyndin, Úti að aka - Á reykspólandi kadilakk yfir Ameríku, frumsýnd. „Já já, það er verið að spá í að gera bæði ballett og óperu uppúr þessu líka. Þetta verður ein frægasta ferð sem hefur verið farin," segir Einar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynskeiði gekk á ýmsu í bílferðinni miklu. En þó grunnt hafi verið á því góða öðru hverju í ferðinni útiloka þeir félagar ekki fleiri ferðalög. „Þeir hafa talað bæði um Rússland og Suður-Ameríku svo ég bíð bara eftir næsta leik," segir Sveinn. „Við höfum haft núna tíu ár til að jafna okkur svo við erum tilbúnir aftur," segir Einar. Heimildarmyndin, Úti að aka - Á reykspólandi kadilakk yfir Ameríku, er nú sýnd í Bíó Paradís. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Rithöfundarnir Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson höfðu lengi átt þann draum heitastan að aka þvert yfir Bandaríkin, leið sem gengur undir heitinu Route 66. „Við höfðum lesið mikið af bókum um þessar slóðir, til að mynda Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck. Þegar við seldum útgefanda okkar hugmyndina þá vildi hann fá að koma með. Svo ætluðum við að keyra á svo gömum bíl að við urðum að taka bifvélavirkja með, sem reyndist mikil snilld því sá er einn skemmtilegasti maður sem nú er á dögum. Og svo hitti ég Svenna og hann vildi líka fá að koma með til að filma þetta," segir Einar. Þeir enduðu sem sé fimm, Einar, Ólafur, útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson, bifvélavirkinn Steini í Svissinum og kvikmyndagerðarmaðurinn Sveinn Magnús Sveinsson. „Þetta var ekki allt samkvæmt plani. Þetta snerist meira og minna um núning á milli manna og hvort að bíllinn kæmist á milli verkstæða," segir Sveinn. Í kjölfar ferðarinnar kom út bók um frægðarförina miklu og í gær var heimildarmyndin, Úti að aka - Á reykspólandi kadilakk yfir Ameríku, frumsýnd. „Já já, það er verið að spá í að gera bæði ballett og óperu uppúr þessu líka. Þetta verður ein frægasta ferð sem hefur verið farin," segir Einar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynskeiði gekk á ýmsu í bílferðinni miklu. En þó grunnt hafi verið á því góða öðru hverju í ferðinni útiloka þeir félagar ekki fleiri ferðalög. „Þeir hafa talað bæði um Rússland og Suður-Ameríku svo ég bíð bara eftir næsta leik," segir Sveinn. „Við höfum haft núna tíu ár til að jafna okkur svo við erum tilbúnir aftur," segir Einar. Heimildarmyndin, Úti að aka - Á reykspólandi kadilakk yfir Ameríku, er nú sýnd í Bíó Paradís.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira