Hér eru allt of fáar konur í lögreglunni að mati SÞ Snærós Sindradóttir skrifar 9. mars 2016 07:00 Í borginni eru 18 prósent lögreglumanna konur. Íslenskar lögreglukonur eru allt of fáar og sjónarmið kvenna heyrast ekki í Hæstarétti. Þetta segir í nýrri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nefndin vinnur samkvæmt Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna [á ensku: CEDAW] og telur mikilvægt að hér verði gripið til aðgerða. „Ísland á lof skilið fyrir hátt hlutfall kvenna á þingi (43 prósent) og fagnar því að innanríkisráðuneytið hefur gert ráðstafanir til að fjölga konum í framvarðarsveit lögreglunnar. Nefndin hefur aftur á móti miklar áhyggjur af því hve fáar konur eru lögregluþjónar, hve fáar konur starfa við Hæstarétt og hve fáar konur eru við ákvarðanatöku í utanríkisþjónustunni og sveitarstjórnum,“ segir í skýrslunni. Þá segir: „Nefndin mælir með að ríkið ráðist í skjótar og hnitmiðaðar aðgerðir með skýrum tímaramma?…?til að fjölga konum innan lögreglunnar hratt, fjölga konum í Hæstarétti og í ákvarðanatöku í utanríkisþjónustunni, til að mynda á meðal sendiherra.“ Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra frá 1. febrúar 2015 var hæst hlutfall kvenna á meðal starfandi lögregluembætta hjá sérstökum saksóknara, eða 32 prósent. Hjá ríkislögreglustjóra eru 95 prósent starfandi lögreglumanna karlar og engin kona starfar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra. Ein kona er skipuð í Hæstarétt á Íslandi.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna þessari hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum. „Mér líst vel á þetta. Ég trúi því að það sé heppilegt fyrir alla vinnustaði að hafa sem jafnast kynjahlutfall.“ Sigríður segir það mikilvægt að kynjahlutfall sé jafnt svo þjónusta lögreglunnar endurspegli samfélagið. „Við erum að þjóna samfélagi sem er til jafns sett konum og körlum. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé til góðs að við fjölgum konum í lögreglunni.“ Tölur ríkislögreglustjóra sýna að hjá borgaralegum starfsmönnum lögreglunnar eru konur fleiri í nokkrum flokkum. Lögfræðingar lögreglunnar eru í 67 prósentum tilfella konur. Konur eru í 86 prósentum tilfella skrifstofumenn hjá lögreglunni og þrettán konur starfa við ræstingar hjá lögreglunni en einn karlmaður. Landamæraverðir eru í fleiri tilfellum konur. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Íslenskar lögreglukonur eru allt of fáar og sjónarmið kvenna heyrast ekki í Hæstarétti. Þetta segir í nýrri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nefndin vinnur samkvæmt Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna [á ensku: CEDAW] og telur mikilvægt að hér verði gripið til aðgerða. „Ísland á lof skilið fyrir hátt hlutfall kvenna á þingi (43 prósent) og fagnar því að innanríkisráðuneytið hefur gert ráðstafanir til að fjölga konum í framvarðarsveit lögreglunnar. Nefndin hefur aftur á móti miklar áhyggjur af því hve fáar konur eru lögregluþjónar, hve fáar konur starfa við Hæstarétt og hve fáar konur eru við ákvarðanatöku í utanríkisþjónustunni og sveitarstjórnum,“ segir í skýrslunni. Þá segir: „Nefndin mælir með að ríkið ráðist í skjótar og hnitmiðaðar aðgerðir með skýrum tímaramma?…?til að fjölga konum innan lögreglunnar hratt, fjölga konum í Hæstarétti og í ákvarðanatöku í utanríkisþjónustunni, til að mynda á meðal sendiherra.“ Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra frá 1. febrúar 2015 var hæst hlutfall kvenna á meðal starfandi lögregluembætta hjá sérstökum saksóknara, eða 32 prósent. Hjá ríkislögreglustjóra eru 95 prósent starfandi lögreglumanna karlar og engin kona starfar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra. Ein kona er skipuð í Hæstarétt á Íslandi.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna þessari hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum. „Mér líst vel á þetta. Ég trúi því að það sé heppilegt fyrir alla vinnustaði að hafa sem jafnast kynjahlutfall.“ Sigríður segir það mikilvægt að kynjahlutfall sé jafnt svo þjónusta lögreglunnar endurspegli samfélagið. „Við erum að þjóna samfélagi sem er til jafns sett konum og körlum. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé til góðs að við fjölgum konum í lögreglunni.“ Tölur ríkislögreglustjóra sýna að hjá borgaralegum starfsmönnum lögreglunnar eru konur fleiri í nokkrum flokkum. Lögfræðingar lögreglunnar eru í 67 prósentum tilfella konur. Konur eru í 86 prósentum tilfella skrifstofumenn hjá lögreglunni og þrettán konur starfa við ræstingar hjá lögreglunni en einn karlmaður. Landamæraverðir eru í fleiri tilfellum konur.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira