Eyjamenn fá að kjósa um göng í Heimaklett Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2016 14:19 Heimaklettur í Eyjum. Mynd/Daníel Steingrímsson Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að framkvæma íbúakönnun varðandi möguleikann á því að bora sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey. Áhugahópur undir forystu Árna Johnsen, fyrrverandi þingmanns, hefur tekið saman gögn um málið og vill að göngin geri fólki mögulegt að ganga að Löngu. Vísir hefur áður greint frá þessari hugmynd Árna og félaga, sem er alls ekki óumdeild í Eyjum. Hópurinn lagði fram gögn til umhverfis- og skipulagsráðs í lok janúar og fól ráðið þá skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Á fundi ráðsins nú á mánudag var erindið tekið fyrir að nýju og lagt til að íbúar fái að kjósa um þrjá kosti; göngugöng líkt og þau sem lögð eru til í umsókn áhugahópsins, óbreytt aðgengi eða endurbyggingu á gönguleið meðfram berginu. Ráðið kveðst áhugasamt um að auka aðgengi að Löngu og telur æskilegt að gefa íbúum beint og milliliðalaust svigrúm til að móta afstöðu sveitarfélagsins til þessarar framkvæmdar.Sjá einnig: „Á góðum degi er Langan tvöföld Mallorca“ „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ sagði Árni Johnsen í samtali við Vísi nýverið. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Ljóst er þó að ekki verða allir jafnfljótið að greiða atkvæði með tillögunni og Árni, því í öðru samtali við Vísi lýsti Hulda Vatnsdal, íbúi í Vestmannaeyjum, yfir þeirri skoðun sinni að áætlanir um göng væru augljóslega ekki hugsaðar til enda. „Þetta svæði er alveg stórkostlegt en við viljum ekki átroðning og eyðileggingu,“ segir Hulda. „Þetta hefur ekki verið hugsað til enda.“ Tengdar fréttir „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33 „Það er búið að eyðileggja nóg hérna“ „Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen. 3. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að framkvæma íbúakönnun varðandi möguleikann á því að bora sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey. Áhugahópur undir forystu Árna Johnsen, fyrrverandi þingmanns, hefur tekið saman gögn um málið og vill að göngin geri fólki mögulegt að ganga að Löngu. Vísir hefur áður greint frá þessari hugmynd Árna og félaga, sem er alls ekki óumdeild í Eyjum. Hópurinn lagði fram gögn til umhverfis- og skipulagsráðs í lok janúar og fól ráðið þá skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Á fundi ráðsins nú á mánudag var erindið tekið fyrir að nýju og lagt til að íbúar fái að kjósa um þrjá kosti; göngugöng líkt og þau sem lögð eru til í umsókn áhugahópsins, óbreytt aðgengi eða endurbyggingu á gönguleið meðfram berginu. Ráðið kveðst áhugasamt um að auka aðgengi að Löngu og telur æskilegt að gefa íbúum beint og milliliðalaust svigrúm til að móta afstöðu sveitarfélagsins til þessarar framkvæmdar.Sjá einnig: „Á góðum degi er Langan tvöföld Mallorca“ „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ sagði Árni Johnsen í samtali við Vísi nýverið. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Ljóst er þó að ekki verða allir jafnfljótið að greiða atkvæði með tillögunni og Árni, því í öðru samtali við Vísi lýsti Hulda Vatnsdal, íbúi í Vestmannaeyjum, yfir þeirri skoðun sinni að áætlanir um göng væru augljóslega ekki hugsaðar til enda. „Þetta svæði er alveg stórkostlegt en við viljum ekki átroðning og eyðileggingu,“ segir Hulda. „Þetta hefur ekki verið hugsað til enda.“
Tengdar fréttir „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33 „Það er búið að eyðileggja nóg hérna“ „Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen. 3. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33
„Það er búið að eyðileggja nóg hérna“ „Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen. 3. febrúar 2016 12:30