Vilja heiðra minningu Íslendinga sem féllu í seinna stríði Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2016 18:18 Af heimildum megi álykta að í það minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem þeir voru á eða árekstra skipanna við tundurdufl. Vísir/Getty/Anton 27 þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt tillögunni skal fela ríkisstjórninni að heiðra á varanlegan hátt minningu þeirra sem fórust og aðgerðaáætlun kynnt í formi þingsályktunartillögu fyrir árslok 2016.Fórum ekki varhluta af mannfalli Í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir herleysi landsins hafi Íslendingar ekki farið varhluta af því mannfalli sem átök seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu í för með sér. Siglingar hafi verið landinu lífsnauðsyn því að flytja þurfti afurðir landsins út og birgja landið að hvers kyns nauðsynjum á stríðsárunum. Af heimildum megi álykta að í það minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem þeir voru á eða árekstra skipanna við tundurdufl. „Við Íslendingar og bandamenn allir stöndum í þakkarskuld við þá sem lögðu líf sitt að veði í þessum siglingum fullkomlega meðvitaðir um áhættuna. Fórnir þeirra sem fórust voru miklar og er löngu tímabært að heiðra minningu þeirra varanlega líkt og lagt er til í þingsályktunartillögu þessari.“Löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar Í greinargerðinni segir að nú þegar sé að finna nokkur minnismerki um þá sem hafa látist á einstaka skipum, svo sem á Sjóminjasafninu um þá sem fórust með Dettifossi og Goðafossi. „Í einhverjum tilfellum eru grafreitir erlendra manna sem fórust við Ísland sérstaklega merktir. Jafnframt er við höfnina í Reykjavík yfirlit yfir öll skip sem farist hafa við Íslandsstrendur, m.a. á stríðsárunum. Ekki er fyrir að fara neinum varanlegum minnisvarða um alla þá Íslendinga sem taldir voru upp hér að framan. Er því löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar. Með hvaða hætti slíkt verður best gert skal nánar útfært af ríkisstjórn í samráði við sérfræðinga. Víða í Evrópu, til að mynda í Frakklandi, hafa minnismerki um fallna verið reist í þeim bæjum sem viðkomandi einstaklingar voru frá, t.d. við kirkjur eða í kirkjugörðum. Einnig hefur verið farin sú leið að reisa styttu eða listaverk sem minnisvarða þar sem nöfn allra þeirra sem létust eru talin upp, eins og gert er á Víetnam-minnismerkinu í Washington. Loks hafa margar þjóðir farið þá leið að tileinka árlega sérstakan dag minningu þessa fólks,“ segir í greinagerðinni þar sem einnig eru listaðir þeir Íslendingar sem vitað er til að fórust í stríðinu. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
27 þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt tillögunni skal fela ríkisstjórninni að heiðra á varanlegan hátt minningu þeirra sem fórust og aðgerðaáætlun kynnt í formi þingsályktunartillögu fyrir árslok 2016.Fórum ekki varhluta af mannfalli Í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir herleysi landsins hafi Íslendingar ekki farið varhluta af því mannfalli sem átök seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu í för með sér. Siglingar hafi verið landinu lífsnauðsyn því að flytja þurfti afurðir landsins út og birgja landið að hvers kyns nauðsynjum á stríðsárunum. Af heimildum megi álykta að í það minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem þeir voru á eða árekstra skipanna við tundurdufl. „Við Íslendingar og bandamenn allir stöndum í þakkarskuld við þá sem lögðu líf sitt að veði í þessum siglingum fullkomlega meðvitaðir um áhættuna. Fórnir þeirra sem fórust voru miklar og er löngu tímabært að heiðra minningu þeirra varanlega líkt og lagt er til í þingsályktunartillögu þessari.“Löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar Í greinargerðinni segir að nú þegar sé að finna nokkur minnismerki um þá sem hafa látist á einstaka skipum, svo sem á Sjóminjasafninu um þá sem fórust með Dettifossi og Goðafossi. „Í einhverjum tilfellum eru grafreitir erlendra manna sem fórust við Ísland sérstaklega merktir. Jafnframt er við höfnina í Reykjavík yfirlit yfir öll skip sem farist hafa við Íslandsstrendur, m.a. á stríðsárunum. Ekki er fyrir að fara neinum varanlegum minnisvarða um alla þá Íslendinga sem taldir voru upp hér að framan. Er því löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar. Með hvaða hætti slíkt verður best gert skal nánar útfært af ríkisstjórn í samráði við sérfræðinga. Víða í Evrópu, til að mynda í Frakklandi, hafa minnismerki um fallna verið reist í þeim bæjum sem viðkomandi einstaklingar voru frá, t.d. við kirkjur eða í kirkjugörðum. Einnig hefur verið farin sú leið að reisa styttu eða listaverk sem minnisvarða þar sem nöfn allra þeirra sem létust eru talin upp, eins og gert er á Víetnam-minnismerkinu í Washington. Loks hafa margar þjóðir farið þá leið að tileinka árlega sérstakan dag minningu þessa fólks,“ segir í greinagerðinni þar sem einnig eru listaðir þeir Íslendingar sem vitað er til að fórust í stríðinu.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira