Við viljum kjósa Ian Watson skrifar 22. júní 2016 07:00 Við hjónin vildum kjósa í forsetakosningum komandi. Eftir að við fluttum til Þýskalands í fyrra skráði ég okkur á póstlista íslensku ræðisskrifstofunnar í München. Í maí fengum við bréf frá henni með upplýsingum um kosningafyrirkomulagið. Við þurfum að mæta í eigin persónu, með íslenska vegabréfið, á skrifstofu ræðismannsins, en skrifstofan er aðeins opin á virkum dögum. Þar fáum við kjörseðla sem við sendum svo sjálf í pósti til Íslands. Nei, ræðismaðurinn má ekki senda kjörseðlana til okkar. Nei, ég má ekki taka vegabréf konunnar með til ræðismannsins og sækja kjörseðil fyrir hana. Skrifstofan er í tæplega tveggja tíma lestarferð frá heimili okkar og við eigum þrjú ung börn. Við myndum varla ná því að skila og sækja yngstu börnin okkar í leikskólann. Við myndum bæði missa nánast heilan vinnudag. Niðurstaðan: Við kusum ekki. Við erum bæði með tvöfaldan ríkisborgararétt. Ég get kosið í Bandaríkjunum og konan mín í Þýskalandi. Í báðum tilfellum er heimilt að kjósa bara úr hægindastólnum. Ég þarf ekki að mæta í bandaríska sendiráðið til að kjósa utan kjörfundar. Ég sendi bara beiðni og fæ kjörseðilinn í pósti. Ísland gæti örugglega verið með svipað fyrirkomulag. Af hverju ekki? Tengt mál er hversu kostnaðar- samt það er að endurnýja vegabréf fyrir Íslendinga, sem búa fjarri þeim fáu sendiráðum sem til þess hafa hæfar myndavélar. Er þetta besta mögulega lýðræðið – að Íslendingum skuli mismunað eftir því hversu búseta þeirra er langt frá íslenskum ræðismanni?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjónin vildum kjósa í forsetakosningum komandi. Eftir að við fluttum til Þýskalands í fyrra skráði ég okkur á póstlista íslensku ræðisskrifstofunnar í München. Í maí fengum við bréf frá henni með upplýsingum um kosningafyrirkomulagið. Við þurfum að mæta í eigin persónu, með íslenska vegabréfið, á skrifstofu ræðismannsins, en skrifstofan er aðeins opin á virkum dögum. Þar fáum við kjörseðla sem við sendum svo sjálf í pósti til Íslands. Nei, ræðismaðurinn má ekki senda kjörseðlana til okkar. Nei, ég má ekki taka vegabréf konunnar með til ræðismannsins og sækja kjörseðil fyrir hana. Skrifstofan er í tæplega tveggja tíma lestarferð frá heimili okkar og við eigum þrjú ung börn. Við myndum varla ná því að skila og sækja yngstu börnin okkar í leikskólann. Við myndum bæði missa nánast heilan vinnudag. Niðurstaðan: Við kusum ekki. Við erum bæði með tvöfaldan ríkisborgararétt. Ég get kosið í Bandaríkjunum og konan mín í Þýskalandi. Í báðum tilfellum er heimilt að kjósa bara úr hægindastólnum. Ég þarf ekki að mæta í bandaríska sendiráðið til að kjósa utan kjörfundar. Ég sendi bara beiðni og fæ kjörseðilinn í pósti. Ísland gæti örugglega verið með svipað fyrirkomulag. Af hverju ekki? Tengt mál er hversu kostnaðar- samt það er að endurnýja vegabréf fyrir Íslendinga, sem búa fjarri þeim fáu sendiráðum sem til þess hafa hæfar myndavélar. Er þetta besta mögulega lýðræðið – að Íslendingum skuli mismunað eftir því hversu búseta þeirra er langt frá íslenskum ræðismanni?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar