Fékkstu fjólubláa umslagið? Sigurður Yngvi Kristinsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hófst fyrir einum mánuði þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skráði sig til þátttöku. Markmið þess er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis til þess að bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og leita um leið lækninga við sjúkdómnum. Við höfum nú sent öllum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru árið 1975 eða fyrr fjólublátt umslag með boði um þátttöku ásamt upplýsingum um rannsóknina. Á aðventunni er að mörgu að hyggja og líklega berst aldrei jafn mikill póstur heim til landsmanna og þá. Því er hætt við að fjólubláa umslagið hafi farið í bunkann með öðrum pósti. Mikilvægt er að þeir sem vilja leggja Blóðskimun til bjargar lið með þátttöku sinni gæti að því hvort fjólubláa umslagið hafi skilað sér. Þeim sem ekki hafa fengið umslagið er bent á hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á upplysingar@blodskimun.is eða með því að hringja í 896-0022. Á heimasíðu verkefnisins www.blodskimun.is er einnig hægt að finna þær upplýsingar sem eru í umslaginu. Til þess að taka þátt í verkefninu þarf að veita upplýst samþykki. Það er hægt að gera með því að senda undirritaða samþykkisyfirlýsingu, sem er í fjólubláa umslaginu, gjaldfrjálst með pósti eða á www.blodskimun.is með því að nota lykilorðið sem kemur með fjólubláa umslaginu, Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Næst þegar þátttakandi fer, einhverra hluta vegna, í blóðprufu, hvar sem er á landinu, mun Blóðskimun til bjargar fá hluta af blóðsýninu til rannsóknar. Því þarf ekki að fara í sérstaka blóðprufu til þess að taka þátt. Forsenda þess að rannsóknin skili árangri er góð þátttaka og það er óhætt að segja að við höfum fengið góðar viðtökur frá landsmönnum öllum. Þær benda til þess að markmið um þátttöku muni nást og fyrir það erum við afar þakklát. Því fleiri sem skrá sig, því betri möguleika höfum við til að svara lykilspurningum um mergæxli og gagnið af átakinu meira. Með því að bæta þínu nafni í hóp þátttakenda getur þú stuðlað að því að blóðskimun komi til bjargar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hófst fyrir einum mánuði þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skráði sig til þátttöku. Markmið þess er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis til þess að bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og leita um leið lækninga við sjúkdómnum. Við höfum nú sent öllum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru árið 1975 eða fyrr fjólublátt umslag með boði um þátttöku ásamt upplýsingum um rannsóknina. Á aðventunni er að mörgu að hyggja og líklega berst aldrei jafn mikill póstur heim til landsmanna og þá. Því er hætt við að fjólubláa umslagið hafi farið í bunkann með öðrum pósti. Mikilvægt er að þeir sem vilja leggja Blóðskimun til bjargar lið með þátttöku sinni gæti að því hvort fjólubláa umslagið hafi skilað sér. Þeim sem ekki hafa fengið umslagið er bent á hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á upplysingar@blodskimun.is eða með því að hringja í 896-0022. Á heimasíðu verkefnisins www.blodskimun.is er einnig hægt að finna þær upplýsingar sem eru í umslaginu. Til þess að taka þátt í verkefninu þarf að veita upplýst samþykki. Það er hægt að gera með því að senda undirritaða samþykkisyfirlýsingu, sem er í fjólubláa umslaginu, gjaldfrjálst með pósti eða á www.blodskimun.is með því að nota lykilorðið sem kemur með fjólubláa umslaginu, Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Næst þegar þátttakandi fer, einhverra hluta vegna, í blóðprufu, hvar sem er á landinu, mun Blóðskimun til bjargar fá hluta af blóðsýninu til rannsóknar. Því þarf ekki að fara í sérstaka blóðprufu til þess að taka þátt. Forsenda þess að rannsóknin skili árangri er góð þátttaka og það er óhætt að segja að við höfum fengið góðar viðtökur frá landsmönnum öllum. Þær benda til þess að markmið um þátttöku muni nást og fyrir það erum við afar þakklát. Því fleiri sem skrá sig, því betri möguleika höfum við til að svara lykilspurningum um mergæxli og gagnið af átakinu meira. Með því að bæta þínu nafni í hóp þátttakenda getur þú stuðlað að því að blóðskimun komi til bjargar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar